Klúður Útlendingastofnunar Sigþór Magnússon skrifar 29. mars 2016 12:12 Miðvikudaginn 16. mars var að kröfu íbúa haldinn fundur um stöðu hælisleitenda í Arnarholti. Eftirfarandi eru mínar hugleiðingar um það sem var sagt og ekki sagt á þessum fundi. Útlendingastofnun (ÚTL) hefur gert samstarfssamninga við Reykjanesbæ, Hafnarfjörð og Reykjavík. Í þeim er vandlega gerð grein fyrir hvernig standa skal að málum og sveitarfélögin nefnd þjónustuaðilar í samningunum. Reykjavík hefur gert samning um að taka við 90 hælisleitendum. Nú bregður hins vegar svo við að ÚTL fer fram hjá þessum samningi og vistar 43 hælisleitendur (ekki hluta af þessum 90) í einu hverfi borgarinnar. Þar var því ekki gerður samningur við neinn þjónustuaðila og þrátt fyrir að á heimasíðu ÚTL sé þess getið að Rauði krossinn sé mikilvægur samstarfsaðili þá virðist þessi ráðstöfun hafa vera gerð án samráðs eða vitundar RKÍ. Það er þó sá samstarfsaðili sem, á heimasíðu ÚTL, er sagður eiga m.a. að sinna málsvarnarhlutverki og réttargæslu fyrir hælisleitendur. Er það furða að Kjalnesinga hafi rekið í rogastans þegar fyrstu fréttir af þessum mönnum var um að einn þeirra hafi hótað að kveikja í sjálfum sér? Kjalarnes er fámennasta en um leið eitt fjölmenningarlegasta hverfi borgarinnar og íbúar þar í sátt og samlyndi. Ef ÚTL hefði dregið lærdóm af reynslu sinni frá Reykjanesbæ hefðu þeir mátt vita að svona stendur maður ekki að málum. Í BS ritgerð Jóhönnu Maríu Jónsdóttur við Háskólann á Bifröst kemur glögglega fram að hópur sem þessi eigi ekki að vera svo stór í hverju samfélagi að hann stigi í stúf. Ein megin niðurstaðan er síðan: „Með því að taka höndum saman og upplýsa íbúa betur um þessi málefni er hægt að koma í veg fyrir eða minnka fordóma.“ Að vista 43 hælisleitendur i Arnarholti í Reykjavík án upplýsingar eða samráðs við íbúa, Reykjavíkurborg eða Rauða krossinn er klúður. Nú er í gangi „örútboð“ á vistun fyrir hælisleitendur á vegum ÚTL. Hvar og hvernig þessu fólki, sem vill setjast að á Íslandi, verður tekið, fer afar mikið eftir því hvort ÚTL lærir af biturri reynslu og stendur RÉTT að málum. Varðandi fjölda þeirra hælisleitenda sem vistaðir eru á hverjum stað má þess geta að sá fjöldi sem vistaður var í Arnarholti hverfi 116 samsvarar því að um 4.300 hælisleitendur væru í Reykjavík allri (ekki 90). Það er ófrávíkjanleg krafa íbúa Reykjavíkur að engir hælisleitendur verði vistaðir í Reykjavík, þar með á Kjalarnesi, án þjónustusamnings milli ÚTL og borgarinnar. Slíkur samningur á að tryggja réttindi og skyldur hælisleitenda og eðlilega dreifingu þeirra um borgina sem og að íbúar séu upplýstir um tilveru þeirra enda stendur í slíkum samningum: "Þjónustuaðili leitast við að bjóða hælisleitendurm tækifæri til að kynnast íbúum og staðháttum ...." Slíkt gerist vart án samráðs við íbúa, eða hvað? Heimildir: Heimasíða Útlendingastofnunar. - Kostnaður og viðhorf vegna búsetu hælisleitenda í Reykjanesbæ. BS ritgerð Jóhönnu Maríu Jónsdóttur 2014. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Miðvikudaginn 16. mars var að kröfu íbúa haldinn fundur um stöðu hælisleitenda í Arnarholti. Eftirfarandi eru mínar hugleiðingar um það sem var sagt og ekki sagt á þessum fundi. Útlendingastofnun (ÚTL) hefur gert samstarfssamninga við Reykjanesbæ, Hafnarfjörð og Reykjavík. Í þeim er vandlega gerð grein fyrir hvernig standa skal að málum og sveitarfélögin nefnd þjónustuaðilar í samningunum. Reykjavík hefur gert samning um að taka við 90 hælisleitendum. Nú bregður hins vegar svo við að ÚTL fer fram hjá þessum samningi og vistar 43 hælisleitendur (ekki hluta af þessum 90) í einu hverfi borgarinnar. Þar var því ekki gerður samningur við neinn þjónustuaðila og þrátt fyrir að á heimasíðu ÚTL sé þess getið að Rauði krossinn sé mikilvægur samstarfsaðili þá virðist þessi ráðstöfun hafa vera gerð án samráðs eða vitundar RKÍ. Það er þó sá samstarfsaðili sem, á heimasíðu ÚTL, er sagður eiga m.a. að sinna málsvarnarhlutverki og réttargæslu fyrir hælisleitendur. Er það furða að Kjalnesinga hafi rekið í rogastans þegar fyrstu fréttir af þessum mönnum var um að einn þeirra hafi hótað að kveikja í sjálfum sér? Kjalarnes er fámennasta en um leið eitt fjölmenningarlegasta hverfi borgarinnar og íbúar þar í sátt og samlyndi. Ef ÚTL hefði dregið lærdóm af reynslu sinni frá Reykjanesbæ hefðu þeir mátt vita að svona stendur maður ekki að málum. Í BS ritgerð Jóhönnu Maríu Jónsdóttur við Háskólann á Bifröst kemur glögglega fram að hópur sem þessi eigi ekki að vera svo stór í hverju samfélagi að hann stigi í stúf. Ein megin niðurstaðan er síðan: „Með því að taka höndum saman og upplýsa íbúa betur um þessi málefni er hægt að koma í veg fyrir eða minnka fordóma.“ Að vista 43 hælisleitendur i Arnarholti í Reykjavík án upplýsingar eða samráðs við íbúa, Reykjavíkurborg eða Rauða krossinn er klúður. Nú er í gangi „örútboð“ á vistun fyrir hælisleitendur á vegum ÚTL. Hvar og hvernig þessu fólki, sem vill setjast að á Íslandi, verður tekið, fer afar mikið eftir því hvort ÚTL lærir af biturri reynslu og stendur RÉTT að málum. Varðandi fjölda þeirra hælisleitenda sem vistaðir eru á hverjum stað má þess geta að sá fjöldi sem vistaður var í Arnarholti hverfi 116 samsvarar því að um 4.300 hælisleitendur væru í Reykjavík allri (ekki 90). Það er ófrávíkjanleg krafa íbúa Reykjavíkur að engir hælisleitendur verði vistaðir í Reykjavík, þar með á Kjalarnesi, án þjónustusamnings milli ÚTL og borgarinnar. Slíkur samningur á að tryggja réttindi og skyldur hælisleitenda og eðlilega dreifingu þeirra um borgina sem og að íbúar séu upplýstir um tilveru þeirra enda stendur í slíkum samningum: "Þjónustuaðili leitast við að bjóða hælisleitendurm tækifæri til að kynnast íbúum og staðháttum ...." Slíkt gerist vart án samráðs við íbúa, eða hvað? Heimildir: Heimasíða Útlendingastofnunar. - Kostnaður og viðhorf vegna búsetu hælisleitenda í Reykjanesbæ. BS ritgerð Jóhönnu Maríu Jónsdóttur 2014.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar