Erlent

Óttast að síamstvíburar muni deyja vegna skriffinnsku

Konungur Saudi Arabíu hefur boðið fram aðstoð sína. Mynd/ AFP.
Konungur Saudi Arabíu hefur boðið fram aðstoð sína. Mynd/ AFP.
Foreldrar tvíbura systra sem komu í heiminn samgrónar á maga á Gaza svæðinu, óttast að þær kunni að deyja, þar sem skriffinnska tefur fyrir því að hægt sé að koma þeim til Saudi Arabíu í nauðsynlegar aðgerðir.

Systurnar deila ekki mikilvægustu líffærum en það þarf að skilja þær að ef þær eiga að ná að lifa. Konungur Saudi Arabíu hefur boðið nauðsynlega læknisaðstoð, en hvorki nauðsynlegur búnaður né sérhæfðir læknar eru á Gaza. Foreldrarnir þurfa að fá vegabréfsáritun frá stjórn Fatah á Vesturbakkanum, en stirð sambúð Fatah og Hamas sem fer með völd á Gaza, tefur fyrir skriffinnskunni.

Þá þurfa foreldrarnir að fá samþykki stjórnar Hamas fyrir að fara af svæðinu og Ísraelsk stjórnvöld þurfa einnig að samþykkja brottförina. Á meðan skriffinnarnir melta málið hrakar stúlkunum tveimur hins vegar og þegar og ef leyfi fást, er ekki víst að þær þoli ferðalagið til Saudi Arabíu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×