Kveðjur frá Degi og borgarmeirihlutanum til úthverfanna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 6. mars 2019 12:47 Hugtakið nærþjónustu þekkja nú orðið flestir borgarbúar, en það er ein þeirra fjaðra sem Samfylkingin í Reykjavík og undirsátar hennar í borgarstjórn hafa skreytt sig með undanfarin ár. Þannig var hugtakið að finna í samstarfssáttmála meirihlutans frá árinu 2014, en sá meirihluti fékk að upplifa líf eftir dauðann fyrir tilstilli Viðreisnar á síðasta ári. Nærþjónusta var þó ekki það fyrsta sem kom upp í hugann nú í vikunni þegar starfsmenn Reykjavíkurborgar kynntu hugmyndir um skerta grunnþjónustu í Grafarvogi. Starfsmenn skóla- og frístundasviðs boðuðu foreldra grunnskóla í norðanverðum Grafarvogi til opinna foreldrafunda um framtíð skóla- og frístundastarfs á svæðinu. Kjörnir fulltrúar minnihlutaflokka í skóla- og frístundaráði heyrðu fyrst af fundunum frá foreldrum barna í Grafarvogi og fengu litlar upplýsingar þegar þeir gengu á starfsmennina um fundarefnið. Á fundi sem starfsmennirnir héldu í Kelduskóla-Vík kynntu þeir áform um stórtækar breytingar á skólastarfi í Grafarvogi. Breytingarnar fela það í sér að Kelduskóli-Korpu verði lagður niður og starfsemi Kelduskóla-Vík verði sameinuð Vættaskóla-Engjum og Vættaskóla-Borgum. Óhætt er að segja að kynningin hafi lagst illa í foreldra og íbúa sem fjölmenntu á fundinn, en nýlega var ráðist í sameiningaraðgerðir í skólum í Grafarvogi. Íbúum eru þær enn í fersku minni – ekki síst þau loforð sem ekki var staðið við af hálfu borgarinnar. Gera má fjölmargar athugasemdir við illa ígrundaða og undirbúna kynningu Reykjavíkurborgar á þessum fundi. Meðal annars var þar ekki tekið tillit til fyrirhugaðrar uppbyggingar á svæðinu, sem þó verður að teljast lykilforsenda við slík áform. Starfsmennirnir sögðust hreinlega ekki hafa haft slíkar upplýsingar undir höndum. Í endurnýjuðum samstarfssáttmála meirihlutans í Reykjavík, fyrir kjörtímabilið 2018-2022, eru mörg falleg hugtök, eins og t.d. sjálfbær hverfi. Í sáttmálanum er lögð áhersla á léttari umferð og breyttar ferðavenjur. Í kafla sáttmálans um þjónustu við borgarbúa er ljóst að nærumhverfið er meirihlutanum mikilvægt. Þar er fjallað um fjölbreytt atvinnulíf „í öllum hverfum borgarinnar“ og „endurlífg[un] hverfiskjarna“. Virkilega fallegar hugmyndir. Hvernig skyldu þessar hugmyndir endurnýjaða meirihlutans ríma við hugmyndir um enn frekari sameiningu grunnskóla í 112? Hvernig fer með sjálfbærni Staðahverfis og ferðavenjur íbúa þar þegar ljóst verður að börnin þar geta ekki lengur labbað í skólann? Það skyldi þó ekki vera að þessi krúttlegu hugtök séu aðeins hugsuð fyrir vesturhluta borgarinnar? Að aðeins sé stefnt að því að vesturhluti borgarinnar verði sjálfbær og með blómstrandi hverfiskjarna? Við í Grafarvogi, sem höfum fylgst með borgaryfirvöldum breyta okkar hverfiskjörnum í íbúðir hljótum að spyrja okkur. Þeir Grafarvogsbúar sem keyra aukaferðir á degi hverjum vegna sameininga grunnskóla í hverfinu hljóta einnig að velta því fyrir sér. Kjörnir fulltrúar meirihlutans létu ekki sjá sig á kynningarfundunum og fólu starfsmönnum sínum að taka við skömmunum. Þeir munu síðan fæstir verða varir við afleiðingar gjörða sinna. Þeir búa enda allir utan einn í (bráðum) sjálfbærum vesturhluta borgarinnar.Höfundur er varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Lokun Kelduskóla, Korpu Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Hugtakið nærþjónustu þekkja nú orðið flestir borgarbúar, en það er ein þeirra fjaðra sem Samfylkingin í Reykjavík og undirsátar hennar í borgarstjórn hafa skreytt sig með undanfarin ár. Þannig var hugtakið að finna í samstarfssáttmála meirihlutans frá árinu 2014, en sá meirihluti fékk að upplifa líf eftir dauðann fyrir tilstilli Viðreisnar á síðasta ári. Nærþjónusta var þó ekki það fyrsta sem kom upp í hugann nú í vikunni þegar starfsmenn Reykjavíkurborgar kynntu hugmyndir um skerta grunnþjónustu í Grafarvogi. Starfsmenn skóla- og frístundasviðs boðuðu foreldra grunnskóla í norðanverðum Grafarvogi til opinna foreldrafunda um framtíð skóla- og frístundastarfs á svæðinu. Kjörnir fulltrúar minnihlutaflokka í skóla- og frístundaráði heyrðu fyrst af fundunum frá foreldrum barna í Grafarvogi og fengu litlar upplýsingar þegar þeir gengu á starfsmennina um fundarefnið. Á fundi sem starfsmennirnir héldu í Kelduskóla-Vík kynntu þeir áform um stórtækar breytingar á skólastarfi í Grafarvogi. Breytingarnar fela það í sér að Kelduskóli-Korpu verði lagður niður og starfsemi Kelduskóla-Vík verði sameinuð Vættaskóla-Engjum og Vættaskóla-Borgum. Óhætt er að segja að kynningin hafi lagst illa í foreldra og íbúa sem fjölmenntu á fundinn, en nýlega var ráðist í sameiningaraðgerðir í skólum í Grafarvogi. Íbúum eru þær enn í fersku minni – ekki síst þau loforð sem ekki var staðið við af hálfu borgarinnar. Gera má fjölmargar athugasemdir við illa ígrundaða og undirbúna kynningu Reykjavíkurborgar á þessum fundi. Meðal annars var þar ekki tekið tillit til fyrirhugaðrar uppbyggingar á svæðinu, sem þó verður að teljast lykilforsenda við slík áform. Starfsmennirnir sögðust hreinlega ekki hafa haft slíkar upplýsingar undir höndum. Í endurnýjuðum samstarfssáttmála meirihlutans í Reykjavík, fyrir kjörtímabilið 2018-2022, eru mörg falleg hugtök, eins og t.d. sjálfbær hverfi. Í sáttmálanum er lögð áhersla á léttari umferð og breyttar ferðavenjur. Í kafla sáttmálans um þjónustu við borgarbúa er ljóst að nærumhverfið er meirihlutanum mikilvægt. Þar er fjallað um fjölbreytt atvinnulíf „í öllum hverfum borgarinnar“ og „endurlífg[un] hverfiskjarna“. Virkilega fallegar hugmyndir. Hvernig skyldu þessar hugmyndir endurnýjaða meirihlutans ríma við hugmyndir um enn frekari sameiningu grunnskóla í 112? Hvernig fer með sjálfbærni Staðahverfis og ferðavenjur íbúa þar þegar ljóst verður að börnin þar geta ekki lengur labbað í skólann? Það skyldi þó ekki vera að þessi krúttlegu hugtök séu aðeins hugsuð fyrir vesturhluta borgarinnar? Að aðeins sé stefnt að því að vesturhluti borgarinnar verði sjálfbær og með blómstrandi hverfiskjarna? Við í Grafarvogi, sem höfum fylgst með borgaryfirvöldum breyta okkar hverfiskjörnum í íbúðir hljótum að spyrja okkur. Þeir Grafarvogsbúar sem keyra aukaferðir á degi hverjum vegna sameininga grunnskóla í hverfinu hljóta einnig að velta því fyrir sér. Kjörnir fulltrúar meirihlutans létu ekki sjá sig á kynningarfundunum og fólu starfsmönnum sínum að taka við skömmunum. Þeir munu síðan fæstir verða varir við afleiðingar gjörða sinna. Þeir búa enda allir utan einn í (bráðum) sjálfbærum vesturhluta borgarinnar.Höfundur er varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun