Kveðjur frá Degi og borgarmeirihlutanum til úthverfanna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 6. mars 2019 12:47 Hugtakið nærþjónustu þekkja nú orðið flestir borgarbúar, en það er ein þeirra fjaðra sem Samfylkingin í Reykjavík og undirsátar hennar í borgarstjórn hafa skreytt sig með undanfarin ár. Þannig var hugtakið að finna í samstarfssáttmála meirihlutans frá árinu 2014, en sá meirihluti fékk að upplifa líf eftir dauðann fyrir tilstilli Viðreisnar á síðasta ári. Nærþjónusta var þó ekki það fyrsta sem kom upp í hugann nú í vikunni þegar starfsmenn Reykjavíkurborgar kynntu hugmyndir um skerta grunnþjónustu í Grafarvogi. Starfsmenn skóla- og frístundasviðs boðuðu foreldra grunnskóla í norðanverðum Grafarvogi til opinna foreldrafunda um framtíð skóla- og frístundastarfs á svæðinu. Kjörnir fulltrúar minnihlutaflokka í skóla- og frístundaráði heyrðu fyrst af fundunum frá foreldrum barna í Grafarvogi og fengu litlar upplýsingar þegar þeir gengu á starfsmennina um fundarefnið. Á fundi sem starfsmennirnir héldu í Kelduskóla-Vík kynntu þeir áform um stórtækar breytingar á skólastarfi í Grafarvogi. Breytingarnar fela það í sér að Kelduskóli-Korpu verði lagður niður og starfsemi Kelduskóla-Vík verði sameinuð Vættaskóla-Engjum og Vættaskóla-Borgum. Óhætt er að segja að kynningin hafi lagst illa í foreldra og íbúa sem fjölmenntu á fundinn, en nýlega var ráðist í sameiningaraðgerðir í skólum í Grafarvogi. Íbúum eru þær enn í fersku minni – ekki síst þau loforð sem ekki var staðið við af hálfu borgarinnar. Gera má fjölmargar athugasemdir við illa ígrundaða og undirbúna kynningu Reykjavíkurborgar á þessum fundi. Meðal annars var þar ekki tekið tillit til fyrirhugaðrar uppbyggingar á svæðinu, sem þó verður að teljast lykilforsenda við slík áform. Starfsmennirnir sögðust hreinlega ekki hafa haft slíkar upplýsingar undir höndum. Í endurnýjuðum samstarfssáttmála meirihlutans í Reykjavík, fyrir kjörtímabilið 2018-2022, eru mörg falleg hugtök, eins og t.d. sjálfbær hverfi. Í sáttmálanum er lögð áhersla á léttari umferð og breyttar ferðavenjur. Í kafla sáttmálans um þjónustu við borgarbúa er ljóst að nærumhverfið er meirihlutanum mikilvægt. Þar er fjallað um fjölbreytt atvinnulíf „í öllum hverfum borgarinnar“ og „endurlífg[un] hverfiskjarna“. Virkilega fallegar hugmyndir. Hvernig skyldu þessar hugmyndir endurnýjaða meirihlutans ríma við hugmyndir um enn frekari sameiningu grunnskóla í 112? Hvernig fer með sjálfbærni Staðahverfis og ferðavenjur íbúa þar þegar ljóst verður að börnin þar geta ekki lengur labbað í skólann? Það skyldi þó ekki vera að þessi krúttlegu hugtök séu aðeins hugsuð fyrir vesturhluta borgarinnar? Að aðeins sé stefnt að því að vesturhluti borgarinnar verði sjálfbær og með blómstrandi hverfiskjarna? Við í Grafarvogi, sem höfum fylgst með borgaryfirvöldum breyta okkar hverfiskjörnum í íbúðir hljótum að spyrja okkur. Þeir Grafarvogsbúar sem keyra aukaferðir á degi hverjum vegna sameininga grunnskóla í hverfinu hljóta einnig að velta því fyrir sér. Kjörnir fulltrúar meirihlutans létu ekki sjá sig á kynningarfundunum og fólu starfsmönnum sínum að taka við skömmunum. Þeir munu síðan fæstir verða varir við afleiðingar gjörða sinna. Þeir búa enda allir utan einn í (bráðum) sjálfbærum vesturhluta borgarinnar.Höfundur er varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Lokun Kelduskóla, Korpu Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Hugtakið nærþjónustu þekkja nú orðið flestir borgarbúar, en það er ein þeirra fjaðra sem Samfylkingin í Reykjavík og undirsátar hennar í borgarstjórn hafa skreytt sig með undanfarin ár. Þannig var hugtakið að finna í samstarfssáttmála meirihlutans frá árinu 2014, en sá meirihluti fékk að upplifa líf eftir dauðann fyrir tilstilli Viðreisnar á síðasta ári. Nærþjónusta var þó ekki það fyrsta sem kom upp í hugann nú í vikunni þegar starfsmenn Reykjavíkurborgar kynntu hugmyndir um skerta grunnþjónustu í Grafarvogi. Starfsmenn skóla- og frístundasviðs boðuðu foreldra grunnskóla í norðanverðum Grafarvogi til opinna foreldrafunda um framtíð skóla- og frístundastarfs á svæðinu. Kjörnir fulltrúar minnihlutaflokka í skóla- og frístundaráði heyrðu fyrst af fundunum frá foreldrum barna í Grafarvogi og fengu litlar upplýsingar þegar þeir gengu á starfsmennina um fundarefnið. Á fundi sem starfsmennirnir héldu í Kelduskóla-Vík kynntu þeir áform um stórtækar breytingar á skólastarfi í Grafarvogi. Breytingarnar fela það í sér að Kelduskóli-Korpu verði lagður niður og starfsemi Kelduskóla-Vík verði sameinuð Vættaskóla-Engjum og Vættaskóla-Borgum. Óhætt er að segja að kynningin hafi lagst illa í foreldra og íbúa sem fjölmenntu á fundinn, en nýlega var ráðist í sameiningaraðgerðir í skólum í Grafarvogi. Íbúum eru þær enn í fersku minni – ekki síst þau loforð sem ekki var staðið við af hálfu borgarinnar. Gera má fjölmargar athugasemdir við illa ígrundaða og undirbúna kynningu Reykjavíkurborgar á þessum fundi. Meðal annars var þar ekki tekið tillit til fyrirhugaðrar uppbyggingar á svæðinu, sem þó verður að teljast lykilforsenda við slík áform. Starfsmennirnir sögðust hreinlega ekki hafa haft slíkar upplýsingar undir höndum. Í endurnýjuðum samstarfssáttmála meirihlutans í Reykjavík, fyrir kjörtímabilið 2018-2022, eru mörg falleg hugtök, eins og t.d. sjálfbær hverfi. Í sáttmálanum er lögð áhersla á léttari umferð og breyttar ferðavenjur. Í kafla sáttmálans um þjónustu við borgarbúa er ljóst að nærumhverfið er meirihlutanum mikilvægt. Þar er fjallað um fjölbreytt atvinnulíf „í öllum hverfum borgarinnar“ og „endurlífg[un] hverfiskjarna“. Virkilega fallegar hugmyndir. Hvernig skyldu þessar hugmyndir endurnýjaða meirihlutans ríma við hugmyndir um enn frekari sameiningu grunnskóla í 112? Hvernig fer með sjálfbærni Staðahverfis og ferðavenjur íbúa þar þegar ljóst verður að börnin þar geta ekki lengur labbað í skólann? Það skyldi þó ekki vera að þessi krúttlegu hugtök séu aðeins hugsuð fyrir vesturhluta borgarinnar? Að aðeins sé stefnt að því að vesturhluti borgarinnar verði sjálfbær og með blómstrandi hverfiskjarna? Við í Grafarvogi, sem höfum fylgst með borgaryfirvöldum breyta okkar hverfiskjörnum í íbúðir hljótum að spyrja okkur. Þeir Grafarvogsbúar sem keyra aukaferðir á degi hverjum vegna sameininga grunnskóla í hverfinu hljóta einnig að velta því fyrir sér. Kjörnir fulltrúar meirihlutans létu ekki sjá sig á kynningarfundunum og fólu starfsmönnum sínum að taka við skömmunum. Þeir munu síðan fæstir verða varir við afleiðingar gjörða sinna. Þeir búa enda allir utan einn í (bráðum) sjálfbærum vesturhluta borgarinnar.Höfundur er varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun