Stjarnan með pálmann í höndunum fyrir lokaumferðina í kvöld Kristinn Páll Teitsson skrifar 14. mars 2019 16:30 Fyrsta sætið er innan seilingar fyrir Hlyn Bæringsson og Garðbæinga. Fréttablaðið/ernir Lokaumferð Domino’s-deildar karla fer fram í kvöld og þótt það sé ljóst hvaða átta lið fara í úrslitakeppnina og hvaða tvö lið falla er spenna á nokkrum vígstöðvum í kvöld. Fyrir lokaumferðina eru Njarðvík og Stjarnan jöfn að stigum með 32 stig. Eftir sigur Garðbæinga á Njarðvík á dögunum er Stjarnan með betri árangur innbyrðis og dugar liðinu því sigur í kvöld gegn Haukum á Ásvöllum til þess að verða krýnt deildarmeistari í fyrsta sinn óháð úrslitunum úr leik Njarðvíkur og Skallagríms í Ljónagryfjunni í Njarðvík. Þetta verður síðasti leikur Haukanna undir stjórn Ívars Ásgrímssonar sem lætur af störfum í lok tímabilsins en það er erfitt að sjá að Haukunum takist að stríða liði Stjörnunnar sem hefur unnið sautján af síðustu átján leikjum í öllum keppnum. Takist Garðbæingum að vinna í kvöld er deildarmeistaratitillinn þeirra og um leið heimavallarréttur í úrslitakeppninni. Á Sauðárkróki mætast Tindastóll og Keflavík í hreinum úrslitaleik upp á þriðja sætið fyrir Keflavík en aðstæður Tindastóls eru heldur flóknari. Með sigri Stólanna í kvöld og ólíklegu tapi hjá bæði Stjörnunni og Njarðvík verða Sauðkrækingar deildarmeistarar. KR-ingar munu sömuleiðis fylgjast spenntir með úrslitunum úr leiknum á Sauðárkróki enda mæta þeir því liði sem tapar í kvöld í fyrstu umferð úrslitakeppninnar og með KR-sigri í kvöld geta þeir enn náð fjórða sætinu. Ef Stólarnir tapa fyrir Keflavík á sama tíma og KR vinnur Breiðablik stekkur KR upp fyrir Stólana í fjórða sætið og fær heimaleikjarétt í einvígi liðanna. Þá mætast Grindavík og ÍR í Grindavík þar sem sjöunda sætið verður í boði fyrir sigurvegarana sem er líklegast barátta upp á hvort liðið mætir Stjörnunni og hvort liðið mætir Njarðvík í fyrstu umferð úrslitakeppninnar sem hefst eftir viku. Birtist í Fréttablaðinu Dominos-deild karla Mest lesið „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport Brassi tekur við af Billups Körfubolti Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Fleiri fréttir Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Sjá meira
Lokaumferð Domino’s-deildar karla fer fram í kvöld og þótt það sé ljóst hvaða átta lið fara í úrslitakeppnina og hvaða tvö lið falla er spenna á nokkrum vígstöðvum í kvöld. Fyrir lokaumferðina eru Njarðvík og Stjarnan jöfn að stigum með 32 stig. Eftir sigur Garðbæinga á Njarðvík á dögunum er Stjarnan með betri árangur innbyrðis og dugar liðinu því sigur í kvöld gegn Haukum á Ásvöllum til þess að verða krýnt deildarmeistari í fyrsta sinn óháð úrslitunum úr leik Njarðvíkur og Skallagríms í Ljónagryfjunni í Njarðvík. Þetta verður síðasti leikur Haukanna undir stjórn Ívars Ásgrímssonar sem lætur af störfum í lok tímabilsins en það er erfitt að sjá að Haukunum takist að stríða liði Stjörnunnar sem hefur unnið sautján af síðustu átján leikjum í öllum keppnum. Takist Garðbæingum að vinna í kvöld er deildarmeistaratitillinn þeirra og um leið heimavallarréttur í úrslitakeppninni. Á Sauðárkróki mætast Tindastóll og Keflavík í hreinum úrslitaleik upp á þriðja sætið fyrir Keflavík en aðstæður Tindastóls eru heldur flóknari. Með sigri Stólanna í kvöld og ólíklegu tapi hjá bæði Stjörnunni og Njarðvík verða Sauðkrækingar deildarmeistarar. KR-ingar munu sömuleiðis fylgjast spenntir með úrslitunum úr leiknum á Sauðárkróki enda mæta þeir því liði sem tapar í kvöld í fyrstu umferð úrslitakeppninnar og með KR-sigri í kvöld geta þeir enn náð fjórða sætinu. Ef Stólarnir tapa fyrir Keflavík á sama tíma og KR vinnur Breiðablik stekkur KR upp fyrir Stólana í fjórða sætið og fær heimaleikjarétt í einvígi liðanna. Þá mætast Grindavík og ÍR í Grindavík þar sem sjöunda sætið verður í boði fyrir sigurvegarana sem er líklegast barátta upp á hvort liðið mætir Stjörnunni og hvort liðið mætir Njarðvík í fyrstu umferð úrslitakeppninnar sem hefst eftir viku.
Birtist í Fréttablaðinu Dominos-deild karla Mest lesið „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport Brassi tekur við af Billups Körfubolti Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Fleiri fréttir Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Sjá meira