Björk sögð í viðræðum um að taka að sér hlutverk í víkingamynd Birgir Olgeirsson skrifar 18. október 2019 15:29 Björk Guðmundsdóttir. Tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir er sögð í viðræðum um að taka að sér hlutverk í víkingamyndinni The Northman. Ef samningar nást verður það í fyrsta sinn í 20 ár sem Björk leikur í kvikmynd. Sú síðasta var Dancer in the Dark eftir danska leikstjórann Lars von Trier. Frammistaða Bjarkar í þeirri mynd skilaði henni verðlaunum fyrir besta leik á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Leikstjóri The Northman er Robert Eggers sem á að baki hryllingsmyndina The Witch og The Lighthouse. Sögusvið myndarinnar nýju er Ísland í kringum árið 1000, og skrifar Eggers handritið í samstarfi við íslenska skáldið Sjón. Sjón og Björk hafa áður unnið saman og má þar nefna við myndina Dancer in the Dark, eða Myrkradansarinn eins og hún var kölluð hér á landi. Voru þau tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir besta lagið, I´ve Seen It All, sem var að finna í myndinni. Nicole Kidman, Alexander Skarsgård, Anya Taylor-Joy, Bill Skarsgård og Willem Dafoe eru meðal leikara sem munu koma fram í The Northman sem mun fjalla um norrænan prins sem leitar þess að hefna föður síns.Á vef Collider er fullyrt að Björk sé í viðræðum um að leika í myndinni en viðræðurnar við hana eru ekki komnar eins langt og við aðra leikara. Björk hefur áður lýst því hve mikið hlutverk hennar í Myrkradansaranum tók á hana. Hefur hún sagt frá kynferðislegri áreitni Lars von Trier og hét því að vinna aldrei aftur að annarri kvikmynd með honum. Björk Mest lesið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Isiah Whitlock Jr. látinn Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Fleiri fréttir Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir er sögð í viðræðum um að taka að sér hlutverk í víkingamyndinni The Northman. Ef samningar nást verður það í fyrsta sinn í 20 ár sem Björk leikur í kvikmynd. Sú síðasta var Dancer in the Dark eftir danska leikstjórann Lars von Trier. Frammistaða Bjarkar í þeirri mynd skilaði henni verðlaunum fyrir besta leik á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Leikstjóri The Northman er Robert Eggers sem á að baki hryllingsmyndina The Witch og The Lighthouse. Sögusvið myndarinnar nýju er Ísland í kringum árið 1000, og skrifar Eggers handritið í samstarfi við íslenska skáldið Sjón. Sjón og Björk hafa áður unnið saman og má þar nefna við myndina Dancer in the Dark, eða Myrkradansarinn eins og hún var kölluð hér á landi. Voru þau tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir besta lagið, I´ve Seen It All, sem var að finna í myndinni. Nicole Kidman, Alexander Skarsgård, Anya Taylor-Joy, Bill Skarsgård og Willem Dafoe eru meðal leikara sem munu koma fram í The Northman sem mun fjalla um norrænan prins sem leitar þess að hefna föður síns.Á vef Collider er fullyrt að Björk sé í viðræðum um að leika í myndinni en viðræðurnar við hana eru ekki komnar eins langt og við aðra leikara. Björk hefur áður lýst því hve mikið hlutverk hennar í Myrkradansaranum tók á hana. Hefur hún sagt frá kynferðislegri áreitni Lars von Trier og hét því að vinna aldrei aftur að annarri kvikmynd með honum.
Björk Mest lesið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Isiah Whitlock Jr. látinn Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Fleiri fréttir Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira