Toyota Camry sveif óvart yfir fjölda bíla Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 6. desember 2019 07:00 Camry-inn á flugi. Skjáskot Alla jafna fara áhættuatriði sem þessi fram í þeim tilgangi að búa til bíómyndir. Þá er búið að áhættumeta allt og setja ökumann í fimm punkta belti og setja veltibúr í bílinn. Ekkert svoleiðis var til staðar þegar þessi Toyota Camry sveif yfir kyrrstæða bíla á bílastæði í Flórída á dögunum. Camry-inn kom af hraðbraut 19 og sveif yfir bíla við Ford umboð. Ökumanninn svimaði og hann missti stjórn með þeim afleiðingum að hann fór út af og yfir grashól sem sendi hann í loft upp eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi.Camry-inn hafnaði að lokum á kyrrstæðum bílum. Flugferðinni lauk þar með. Sem betur fer slasaðist enginn við atvikið. Ökumanninum var eðlilega brugðið en atvikið varð vegna einhvers líkamlegs ástands sem ekki hefur verið skýrt nánar.Heildarvegalengdin sem Camry-inn sveif var um 42 metrar eða um sex metrum lengra en fyrsta flug Wright-bræðra árið 1903. Bandaríkin Bílar Tengdar fréttir Beint af bílaleigunni og upp á bíl Ökumaður bílaleigubíls komst í hann krappan á Grandanum í Reykjavík skömmu fyrir klukkan 11 í dag. 20. ágúst 2019 11:36 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Innlent
Alla jafna fara áhættuatriði sem þessi fram í þeim tilgangi að búa til bíómyndir. Þá er búið að áhættumeta allt og setja ökumann í fimm punkta belti og setja veltibúr í bílinn. Ekkert svoleiðis var til staðar þegar þessi Toyota Camry sveif yfir kyrrstæða bíla á bílastæði í Flórída á dögunum. Camry-inn kom af hraðbraut 19 og sveif yfir bíla við Ford umboð. Ökumanninn svimaði og hann missti stjórn með þeim afleiðingum að hann fór út af og yfir grashól sem sendi hann í loft upp eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi.Camry-inn hafnaði að lokum á kyrrstæðum bílum. Flugferðinni lauk þar með. Sem betur fer slasaðist enginn við atvikið. Ökumanninum var eðlilega brugðið en atvikið varð vegna einhvers líkamlegs ástands sem ekki hefur verið skýrt nánar.Heildarvegalengdin sem Camry-inn sveif var um 42 metrar eða um sex metrum lengra en fyrsta flug Wright-bræðra árið 1903.
Bandaríkin Bílar Tengdar fréttir Beint af bílaleigunni og upp á bíl Ökumaður bílaleigubíls komst í hann krappan á Grandanum í Reykjavík skömmu fyrir klukkan 11 í dag. 20. ágúst 2019 11:36 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Innlent
Beint af bílaleigunni og upp á bíl Ökumaður bílaleigubíls komst í hann krappan á Grandanum í Reykjavík skömmu fyrir klukkan 11 í dag. 20. ágúst 2019 11:36