Valdið verði áfram hjá sjóðfélögum Frjálsa Ásdís Eva Hannesdóttir og Magnús Pálmi Skúlason skrifar 10. maí 2019 12:31 Frjálsi lífeyrissjóðurinn gengur í gegnum breytingar um þessar mundir. Stjórn sjóðsins hefur unnið samstiga að þeim umbótum sem aðalfundur samþykkti á síðastliðnu ári. Nú bregður svo við að einn stjórnarmanna, Halldór Friðrik Þorsteinsson (HFÞ), endurvekur þá tillögu, sem hafnað var á aðalfundinum, að valdið til þess að ákveða meiriháttar breytingar er varða rekstrarfyrirkomulag Frjálsa, verði tekið af sjóðfélögum og alfarið fært í hendur stjórnar.Í grein sem birtist í Fréttablaðinu 9. maí sl. segir HFÞ: „Með því að kjósa fólk sem vill frjálsan lífeyrissjóð hafa sjóðfélagar bein áhrif á fyrirkomulag sjóðsins og þar með vænta framtíðarávöxtun lífeyrissparnaðar síns“. Hér er hlutunum snúið á hvolf. Verði breytingartillaga HFÞ samþykkt á ársfundi Frjálsa 13. maí nk. munu sjóðfélagar einmitt ekki hafa bein áhrif á fyrirkomulag sjóðsins. Stjórn sjóðsins mun verða einráð um rekstrarfyrirkomulag, samkvæmt tillögu HFÞ, án þess að þurfa að bera meiriháttar breytingar undir sjóðfélaga til ákvörðunar. Á ársfundinum leggur stjórn sjóðsins til að samþykktum hans verði breytt á þann veg að nafn Arion banka verði tekið út sem rekstraraðila sjóðsins. Í stað þess verði stjórn veitt heimild til þess að gera rekstrarsamning við fjármálafyrirtæki eða annan hæfan aðila um daglegan rekstur sjóðsins. Það er mikilvægt ákvæði í breytingartillögu stjórnar, að hyggist hún gera breytingar á rekstrarfyrirkomulagi sjóðsins eða vali á rekstraraðila, skuli slík tillaga vera borin undir sjóðfélaga og hljóta samþykki a.m.k. 2/3 hluta greiddra atkvæða, líkt og gildir um breytingar á samþykktum almennt. Tillagan er í samræmi við ályktun, sem samþykkt var á síðasta ársfundi sjóðsins. Verði hún samþykkt stuðlar hún að sjóðfélagalýðræði og gerir það engum vafa undirorpið að sjóðurinn hefur fullt frelsi um fyrirkomulag á rekstri sínum. Frjálsi lífeyrissjóðurinn hefur frá stofnun útvistað rekstri og eignastýringu til fjármálafyrirtækis. Nýlega var framkvæmdastjóri sjóðsins gerður að starfsmanni hans og er hann fyrsti starfsmaður sjóðsins frá upphafi. Ákveðið hefur verið að innri endurskoðun sjóðsins verður flutt frá rekstraraðilanum, Arion banka, til endurskoðunarfélags. Að loknum ársfundi sjóðsins nk. mánudag, verða allir stjórnarmenn hans kosnir af sjóðfélögum í samræmi við ákvörðun sjóðfélaga í fyrra. Lýkur þá skipun Arion banka á minnihluta stjórnar. Allar ofangreindar breytingar miða að því að skerpa á sjálfstæði sjóðsins og minnka orðsporsáhættu sem útvistunin á rekstri hans felur í sér. HFÞ hefur ásamt öðrum stjórnarmönnum unnið vel að þessum breytingum nema hvað varðar hugmyndir hans um alræði stjórnar um rekstrarfyrirkomulag.Ásdís Eva Hannesdóttir formaðurMagnús Pálmi Skúlason varaformaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Frjálsi lífeyrissjóðurinn gengur í gegnum breytingar um þessar mundir. Stjórn sjóðsins hefur unnið samstiga að þeim umbótum sem aðalfundur samþykkti á síðastliðnu ári. Nú bregður svo við að einn stjórnarmanna, Halldór Friðrik Þorsteinsson (HFÞ), endurvekur þá tillögu, sem hafnað var á aðalfundinum, að valdið til þess að ákveða meiriháttar breytingar er varða rekstrarfyrirkomulag Frjálsa, verði tekið af sjóðfélögum og alfarið fært í hendur stjórnar.Í grein sem birtist í Fréttablaðinu 9. maí sl. segir HFÞ: „Með því að kjósa fólk sem vill frjálsan lífeyrissjóð hafa sjóðfélagar bein áhrif á fyrirkomulag sjóðsins og þar með vænta framtíðarávöxtun lífeyrissparnaðar síns“. Hér er hlutunum snúið á hvolf. Verði breytingartillaga HFÞ samþykkt á ársfundi Frjálsa 13. maí nk. munu sjóðfélagar einmitt ekki hafa bein áhrif á fyrirkomulag sjóðsins. Stjórn sjóðsins mun verða einráð um rekstrarfyrirkomulag, samkvæmt tillögu HFÞ, án þess að þurfa að bera meiriháttar breytingar undir sjóðfélaga til ákvörðunar. Á ársfundinum leggur stjórn sjóðsins til að samþykktum hans verði breytt á þann veg að nafn Arion banka verði tekið út sem rekstraraðila sjóðsins. Í stað þess verði stjórn veitt heimild til þess að gera rekstrarsamning við fjármálafyrirtæki eða annan hæfan aðila um daglegan rekstur sjóðsins. Það er mikilvægt ákvæði í breytingartillögu stjórnar, að hyggist hún gera breytingar á rekstrarfyrirkomulagi sjóðsins eða vali á rekstraraðila, skuli slík tillaga vera borin undir sjóðfélaga og hljóta samþykki a.m.k. 2/3 hluta greiddra atkvæða, líkt og gildir um breytingar á samþykktum almennt. Tillagan er í samræmi við ályktun, sem samþykkt var á síðasta ársfundi sjóðsins. Verði hún samþykkt stuðlar hún að sjóðfélagalýðræði og gerir það engum vafa undirorpið að sjóðurinn hefur fullt frelsi um fyrirkomulag á rekstri sínum. Frjálsi lífeyrissjóðurinn hefur frá stofnun útvistað rekstri og eignastýringu til fjármálafyrirtækis. Nýlega var framkvæmdastjóri sjóðsins gerður að starfsmanni hans og er hann fyrsti starfsmaður sjóðsins frá upphafi. Ákveðið hefur verið að innri endurskoðun sjóðsins verður flutt frá rekstraraðilanum, Arion banka, til endurskoðunarfélags. Að loknum ársfundi sjóðsins nk. mánudag, verða allir stjórnarmenn hans kosnir af sjóðfélögum í samræmi við ákvörðun sjóðfélaga í fyrra. Lýkur þá skipun Arion banka á minnihluta stjórnar. Allar ofangreindar breytingar miða að því að skerpa á sjálfstæði sjóðsins og minnka orðsporsáhættu sem útvistunin á rekstri hans felur í sér. HFÞ hefur ásamt öðrum stjórnarmönnum unnið vel að þessum breytingum nema hvað varðar hugmyndir hans um alræði stjórnar um rekstrarfyrirkomulag.Ásdís Eva Hannesdóttir formaðurMagnús Pálmi Skúlason varaformaður
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun