Lög um samþykki – er það nóg? Jón Steindór Valdimarsson skrifar 1. mars 2019 07:00 Við erum sem betur fer að vakna til vitundar um skelfilegar og langvinnar afleiðingar kynferðisofbeldis og að ofbeldi af þessu tagi er útbreitt samfélagslegt mein sem við verðum að horfast í augu við og hefjast handa án tafar til að vinna bug á því. Að frumkvæði Viðreisnar var á síðasta ári gerð mikilvæg breyting á skilgreiningu nauðgunar í hegningarlögum og tekin upp svokölluð samþykkisregla. Í henni felst í stuttu máli að hver sá sem hefur kynferðismök við aðra manneskju án samþykkis gerist sekur um nauðgun og að samþykki telst liggja fyrir ef það er tjáð af frjálsum vilja, en ekki ef beitt er ofbeldi, hótunum eða annars konar ólögmætri nauðung. Með þessari breytingu gefur löggjafinn út refsipólitíska yfirlýsingu sem er skýr og afdráttarlaus og er ætlað að takast á við samfélagslegt mein sem felst í kynferðislegu ofbeldi. Samþykki og frjáls vilji eru grundvallaratriði og gefin er skýr yfirlýsing um leiðarstef í samskiptum kynjanna þegar kynferðislegt samneyti er annars vegar sem er kynfrelsi og sjálfsákvörðunarréttur hvers og eins. Nauðsynlegt er að koma efni hennar til skila út í samfélagið, þar með talið réttarvörslukerfið sjálft, þannig að reglan verði virkjuð með réttum hætti og skili sér inn í rannsóknir mála frá upphafi til enda og loks til dómstólanna sem dæma. Viðreisn hefur lagt fram tillögu um þingsályktun um fræðslu um kynjafræði, kynfrelsi, sjálfsákvörðunarrétt og þýðingu samþykkis í kynferðislegum samskiptum og verja til þess nauðsynlegum fjármunum. Þunginn verði lagður í gerð fræðsluefnis og miðlunar þess. Sjónum verði beint að öllum skólastigum sem og öllum stofnunum réttarvörslukerfisins. Þá verði sérstök áhersla lögð á að styrkja frjáls félagasamtök, fjölmiðla og stofnanir til miðlunar fræðslu og sérstakra herferða. Fjárútlát á þessu sviði eru smámunir miðað við þann ávinning sem er í húfi, samfélagslegan sem fjárhagslegan, til lengri tíma. Að bæta lögin er nefnilega ekki nóg, það þarf að upplýsa fólk og fræða og það skilar sér í færri nauðgunum. Sá árangur er hverrar krónu virði.Höfundur er þingmaður Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jón Steindór Valdimarsson Kynferðisofbeldi MeToo Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Sjá meira
Við erum sem betur fer að vakna til vitundar um skelfilegar og langvinnar afleiðingar kynferðisofbeldis og að ofbeldi af þessu tagi er útbreitt samfélagslegt mein sem við verðum að horfast í augu við og hefjast handa án tafar til að vinna bug á því. Að frumkvæði Viðreisnar var á síðasta ári gerð mikilvæg breyting á skilgreiningu nauðgunar í hegningarlögum og tekin upp svokölluð samþykkisregla. Í henni felst í stuttu máli að hver sá sem hefur kynferðismök við aðra manneskju án samþykkis gerist sekur um nauðgun og að samþykki telst liggja fyrir ef það er tjáð af frjálsum vilja, en ekki ef beitt er ofbeldi, hótunum eða annars konar ólögmætri nauðung. Með þessari breytingu gefur löggjafinn út refsipólitíska yfirlýsingu sem er skýr og afdráttarlaus og er ætlað að takast á við samfélagslegt mein sem felst í kynferðislegu ofbeldi. Samþykki og frjáls vilji eru grundvallaratriði og gefin er skýr yfirlýsing um leiðarstef í samskiptum kynjanna þegar kynferðislegt samneyti er annars vegar sem er kynfrelsi og sjálfsákvörðunarréttur hvers og eins. Nauðsynlegt er að koma efni hennar til skila út í samfélagið, þar með talið réttarvörslukerfið sjálft, þannig að reglan verði virkjuð með réttum hætti og skili sér inn í rannsóknir mála frá upphafi til enda og loks til dómstólanna sem dæma. Viðreisn hefur lagt fram tillögu um þingsályktun um fræðslu um kynjafræði, kynfrelsi, sjálfsákvörðunarrétt og þýðingu samþykkis í kynferðislegum samskiptum og verja til þess nauðsynlegum fjármunum. Þunginn verði lagður í gerð fræðsluefnis og miðlunar þess. Sjónum verði beint að öllum skólastigum sem og öllum stofnunum réttarvörslukerfisins. Þá verði sérstök áhersla lögð á að styrkja frjáls félagasamtök, fjölmiðla og stofnanir til miðlunar fræðslu og sérstakra herferða. Fjárútlát á þessu sviði eru smámunir miðað við þann ávinning sem er í húfi, samfélagslegan sem fjárhagslegan, til lengri tíma. Að bæta lögin er nefnilega ekki nóg, það þarf að upplýsa fólk og fræða og það skilar sér í færri nauðgunum. Sá árangur er hverrar krónu virði.Höfundur er þingmaður Viðreisnar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun