Tvítugu Vinstri græn: Vernda eða sökkva? Elías Svavar Kristinsson skrifar 8. febrúar 2019 09:00 Í Árneshreppi ræður nú ríkjum að því er virst gæti, alræðisstjórn fimm harðsvíraðra virkjunarsinna, undir forystu oddvita sem til skamms tíma taldi sig „umhverfissinna” og tók á árum áður þátt í prófkjöri Vinstri grænna og er nú skráð sem einn af sveitarstjórnarfulltrúum þeirra. Einn í þessari sveitarstjórn hefur raunar átt heima í Reykjavík öll sín fullorðinsár, en það er önnur saga. Við sem eigum lögheimili, gerum út trillu, stundum dúntekju, eigum fasteignir og borgum okkar skatta í Árneshreppi höldum að fólkinu sem tók við völdum þar síðasta sumar geti ekki verið sjálfrátt, heldur hljóti að vera óttalegir fífuvettlingar, eins og sagt var á Seljanesi í gamla daga. Allt gengur útá að liðka til fyrir fyrirtæki í meirihlutaeigu kanadískra og svissneskra auðhringa svo það geti byggt virkjun sem bætir einmitt ekki raforkuöryggi Vestfjarða. Þeir sem ekki hallast að þessum skoðunum flýja sveitina og nú er svo komið að 12, já tólf manns hafa þar vetursetu og eru að meðaltali á ellilífeyrisaldri. Þau eru, svo öllu sé til skila haldið, fimm bændur á fjórum bæjum, þar af einn á níræðisaldri, einn traktorsviðgerðarmaður, annar veðurathugunarmaður og nokkrir ellilífeyrisþegar. Og svo hótelstjórinn og tengdamóðir hans, hóteleigandinn í Djúpavík. Hún er oddviti hreppsnefndarinnar. Oddviti þessi sagði í þætti á Stöð 2 í vikunni að virkjun myndi bjarga byggðinni. Hún var ekki beðin um að útskýra það neitt sérstaklega, en hún veit alveg að rekstur virkjunar býður ekki uppá eitt einasta starf í Árneshreppi. Það er af því virkjun yrði stýrt úr fjarlægð, úr höfuðstöðvum HS Orku væntanlega, og þær eru á Suðurnesjum. Vegir búa ekki til búsetu. Auðvitað fengi hótel oddvitans ágætan bisness á meðan starfsmannaleigur hefðu her manna á svæðinu við að skera í sundur víðernin, stífla þrjár ár og sökkva öræfunum á nokkrum árum og kannski fækkaði ekki nema um þá sem hrykkju uppaf. En hvað svo? Samkvæmt útreikningum á vegum HS Orku fengi sveitarsjóður nettó 7 milljónir, já heilar sjö íslenskra króna í fasteignargjöld af stöðvarhúsi virkjunar. Bent hefur verið á að bólginn sveitarsjóður (ef svo væri) gagnist ekki samfélagi sem flutt hefur burtu. Til hvers eru þá refirnir skornir? Getum við, sem eigum heima í Árneshreppi, höfum alist þar upp og unnum landinu fengið afstöðu ráðamanna hins tvítuga flokks sem kennir sig við umhverfisvernd og leiðir ríkisstjórn Íslands til hugmynda um að skera víðernin á Ströndum? Er þetta bara „í ferli”? Ráða ráðherrar nákvæmlega engu, þrátt fyrir titilinn? Er flokksfélögum virkilega alveg sama, bara ef flokkurinn hangir í ríkisstjórn? Höfundur er stýrimaður og býr á Dröngum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Jálisti - góð breyting á lögum um atvinnuréttindi útlendinga Pawel Bartoszek Skoðun Vilt þú tillögur stjórnlagaráðs sem grundvöll að stjórnarskrá? Þorkell Helgason Skoðun Gjaldfelldu sig í hagnaðarskyni Sigurjón M. Egilsson Skoðun Ennþá svangar Hildur Björnsdóttir Bakþankar Lagt í'ann Ari Traustu Guðmundsson Skoðun Vill einhver eiga tvo milljarða? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Engir náttúruverndarsinnar á Alþingi eftir kosningar? Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Heilbrigðisþjónusta í heimabyggð – loksins orðin að veruleika Anton Guðmundsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Stafrænt kynferðisofbeldi – jafn alvarlegt og í raunheimum en viðbrögðin minni Drífa Snædal skrifar Skoðun Hröð húsnæðisuppbygging er forgangsatriði nýs meirihluta í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Fregnir af dauða gervigreindarinnar eru stórlega ýktar Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hyggst skipta sér af þjóðaratkvæðinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í hættu - aðgerða er þörf Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Ég trúi á orkuskiptin! Hverju trúir þú? Tinna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar Skoðun Vissir þú þetta? Rakel Linda Kristjánsdóttir,Sigurlaug Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á lífsgæðum borgarbúa Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Á Kópavogur að vera fallegur bær? Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Aðdragandi 7. oktober 2023 í Palestínu Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Útlendingamálin á réttri leið Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Kvíðir þú jólunum? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann skrifar Skoðun NPA breytir lífum – það gleymist í umræðunni Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Sjá meira
Í Árneshreppi ræður nú ríkjum að því er virst gæti, alræðisstjórn fimm harðsvíraðra virkjunarsinna, undir forystu oddvita sem til skamms tíma taldi sig „umhverfissinna” og tók á árum áður þátt í prófkjöri Vinstri grænna og er nú skráð sem einn af sveitarstjórnarfulltrúum þeirra. Einn í þessari sveitarstjórn hefur raunar átt heima í Reykjavík öll sín fullorðinsár, en það er önnur saga. Við sem eigum lögheimili, gerum út trillu, stundum dúntekju, eigum fasteignir og borgum okkar skatta í Árneshreppi höldum að fólkinu sem tók við völdum þar síðasta sumar geti ekki verið sjálfrátt, heldur hljóti að vera óttalegir fífuvettlingar, eins og sagt var á Seljanesi í gamla daga. Allt gengur útá að liðka til fyrir fyrirtæki í meirihlutaeigu kanadískra og svissneskra auðhringa svo það geti byggt virkjun sem bætir einmitt ekki raforkuöryggi Vestfjarða. Þeir sem ekki hallast að þessum skoðunum flýja sveitina og nú er svo komið að 12, já tólf manns hafa þar vetursetu og eru að meðaltali á ellilífeyrisaldri. Þau eru, svo öllu sé til skila haldið, fimm bændur á fjórum bæjum, þar af einn á níræðisaldri, einn traktorsviðgerðarmaður, annar veðurathugunarmaður og nokkrir ellilífeyrisþegar. Og svo hótelstjórinn og tengdamóðir hans, hóteleigandinn í Djúpavík. Hún er oddviti hreppsnefndarinnar. Oddviti þessi sagði í þætti á Stöð 2 í vikunni að virkjun myndi bjarga byggðinni. Hún var ekki beðin um að útskýra það neitt sérstaklega, en hún veit alveg að rekstur virkjunar býður ekki uppá eitt einasta starf í Árneshreppi. Það er af því virkjun yrði stýrt úr fjarlægð, úr höfuðstöðvum HS Orku væntanlega, og þær eru á Suðurnesjum. Vegir búa ekki til búsetu. Auðvitað fengi hótel oddvitans ágætan bisness á meðan starfsmannaleigur hefðu her manna á svæðinu við að skera í sundur víðernin, stífla þrjár ár og sökkva öræfunum á nokkrum árum og kannski fækkaði ekki nema um þá sem hrykkju uppaf. En hvað svo? Samkvæmt útreikningum á vegum HS Orku fengi sveitarsjóður nettó 7 milljónir, já heilar sjö íslenskra króna í fasteignargjöld af stöðvarhúsi virkjunar. Bent hefur verið á að bólginn sveitarsjóður (ef svo væri) gagnist ekki samfélagi sem flutt hefur burtu. Til hvers eru þá refirnir skornir? Getum við, sem eigum heima í Árneshreppi, höfum alist þar upp og unnum landinu fengið afstöðu ráðamanna hins tvítuga flokks sem kennir sig við umhverfisvernd og leiðir ríkisstjórn Íslands til hugmynda um að skera víðernin á Ströndum? Er þetta bara „í ferli”? Ráða ráðherrar nákvæmlega engu, þrátt fyrir titilinn? Er flokksfélögum virkilega alveg sama, bara ef flokkurinn hangir í ríkisstjórn? Höfundur er stýrimaður og býr á Dröngum.
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Stafrænt kynferðisofbeldi – jafn alvarlegt og í raunheimum en viðbrögðin minni Drífa Snædal skrifar
Skoðun Hröð húsnæðisuppbygging er forgangsatriði nýs meirihluta í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar
Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar
Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar