Helena Sverrisdóttir átti stórleik fyrir íslenska kvennalandsliðið í körfubolta í dag en liðið þurfti að sætta sig við tap gegn Svartfjallalandi.
Íslenska liðið stóð vel í sterku liði Svartfjallalands en tapaði 73-81 eftir að hafa verið 34-38 undir í hálfleik.
Helena fór á kostum í liði Íslands og var með 34 stig. Næstar komu Gunnhildur Gunnarsdóttir með níu stig og Þóranna Kika Hodge-Carr var með átta.
Lið Svartfjallalands keppir í lokakeppni Eurobasket í sumar.
Næsti leikur Íslands er gegn Lúxemborg á morgun.
Helena með stórleik í tapi Íslands
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið



„Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“
Körfubolti

Amorim vildi ekki ræða framtíðina
Fótbolti

Ægir valinn verðmætastur
Körfubolti

Tottenham vann Evrópudeildina
Fótbolti

„Okkur er alveg sama núna“
Fótbolti


Shaq segist hundrað prósent
Körfubolti
