Matvælaöryggi er ekki hlægilegt Guðfinna Harpa Árnadóttir skrifar 13. ágúst 2019 07:18 Nú má lesa á síðum Fréttablaðsins og á Vísi skoðun Guðmundar Steingrímssonar á lambakjötsframleiðslu á Íslandi og þá kannski fyrst og fremst þeirri staðreynd að lambakjötsframleiðsla skuli vera ríkisstyrkt. Grein þingmannsins fyrrverandi er skrifuð í léttum og hæðnum ádeilustíl og eru slíkar skoðanagreinar venjulega í sérstöku uppáhaldi hjá mér. Þar sem ég er ein af þeirri stétt fólks sem hrifsar milljarða frá þarfari verkefnum ríkisins með hjálp „Hagsmunagæslustofu bænda“ við Austurvöll þarf kannski ekki að koma neinum á óvart að svo er ekki í þessu tilfelli. Listavel er skautað framhjá flestum rökum fyrir því að styrkja innlenda landbúnaðarframleiðslu. Þar má nefna rök eins og eflingu atvinnu á Íslandi og þá sérstaklega atvinnu í dreifbýli og dreifðari byggðum. Um eða yfir 10 þúsund íslensk störf eru í landbúnaði eða tengd landbúnaði. Þessi störf skila ríki og sveitarfélögum tekjum eins og önnur störf. Sala innlendra afurða skilar ríkinu einnig skatttekjum. Innlend matvælaframleiðsla, þá ekki síst lambakjötsframleiðsla, er samofin einni af okkar helstu útflutningsgreinum, ferðaþjónustunni í gegnum metnaðarfulla veitingaþjónustu í heimsklassa og er þar með verulega gjaldeyrisskapandi. Þá má nefna að ekki er langt síðan það skipti okkur allmiklu máli að geta sparað gjaldeyri með því að framleiða vörur hér innanlands. En það eru kannski allir búnir að gleyma hruninu, það eru jú meira en 10 ár síðan. Guðmundur Steingrímsson var hins vegar ekki búinn að gleyma því 2010 þegar hann var samflutningsmaður núverandi formanns Framsóknarflokksins að frumvarpi til eflingar á innlendum iðnaði með það að markmiði að spara gjaldeyri og fjölga störfum. Kannski taldi hann innlenda matvælaiðnaðinn eða lambakjötsframleiðsluna aldrei með. Við, íslenskir bændur, framleiðum jú bara veislumat og hver þarf veislumat. Ein rök okkar bænda og vina okkar á Alþingi – ég verð að kalla þau vini mína, þau gefa mér alla peningana – eru þó vandlega tekin fyrir, hædd og höfð að engu. Það eru rökin um matvælaöryggi. Við þurfum nefnilega ekki að framleiða neinn mat á Íslandi, við getum alltaf flutt inn mat. Ef svo illa vill til að eldgos, efnahagshrun eða önnur almenn leiðindi hamla innflutningi í einhverja daga nú þá bara borðum við fisk, fiskveiðiþjóðin! Á frekar „Trump-ískan“ hátt er sneitt snyrtilega framhjá áhrifum hnattrænnar hlýnunar á matvælaframboð og matvælaverð á alþjóðlegum markaði. Á næstu árum og áratugum er því spáð af helstu sérfræðingum í loftslagsmálum að stórir hlutar heimsins þar sem nú er framleiddur matur verði óhæf til matvælaframleiðslu vegna þurrka, þornunar vatnsforðabúra, skógarelda, súrnunar sjávar og annarra öfga í veðurfari. Matarframleiðsla á öðrum svæðum mun verða mun ótryggari en nú er og uppskera minni af sömu ástæðum. Verð á matvælum mun óhjákvæmilega hækka verulega við þessar aðstæður. Matvælaöryggi snýst um að horfa fram í tímann. Það að gera grín að matvælaöryggi ætti að vera úrelt hugmyndafræði hjá menntuðum þjóðum. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Ég vona því að ef við værum að koma hér að ónumdu landi með sömu heildarupphæð í fjárlögum, myndi ekki slá þögn á salinn þegar stungið yrði upp á því að verja alvöru upphæðum til að mæta grunnþörfum. Staðan í heiminum er þannig í dag að við eigum að verja meira fé til stuðnings innlendri matvælaframleiðslu en ekki minna fé. Ég get til dæmis tekið undir það að við eigum að styrkja innlenda grænmetis-, berja- og ávaxtarækt miklu meira en gert er. Okkur ber skylda til að efla matvælaöryggi okkar þjóðar og þar með annarra þjóða en ekki grafa undan því. Við eigum að gera það með því að fjölga eggjunum í körfunni en ekki brjóta þau sem fyrir eru. Næst skal ég vera fyndin en nú er mér alvara. Veljum íslenskt!Höfundur er sauðfjárbóndi og formaður Landssamtaka sauðfjárbænda Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðfinna Harpa Árnadóttir Landbúnaður Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Skoðun Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Nú má lesa á síðum Fréttablaðsins og á Vísi skoðun Guðmundar Steingrímssonar á lambakjötsframleiðslu á Íslandi og þá kannski fyrst og fremst þeirri staðreynd að lambakjötsframleiðsla skuli vera ríkisstyrkt. Grein þingmannsins fyrrverandi er skrifuð í léttum og hæðnum ádeilustíl og eru slíkar skoðanagreinar venjulega í sérstöku uppáhaldi hjá mér. Þar sem ég er ein af þeirri stétt fólks sem hrifsar milljarða frá þarfari verkefnum ríkisins með hjálp „Hagsmunagæslustofu bænda“ við Austurvöll þarf kannski ekki að koma neinum á óvart að svo er ekki í þessu tilfelli. Listavel er skautað framhjá flestum rökum fyrir því að styrkja innlenda landbúnaðarframleiðslu. Þar má nefna rök eins og eflingu atvinnu á Íslandi og þá sérstaklega atvinnu í dreifbýli og dreifðari byggðum. Um eða yfir 10 þúsund íslensk störf eru í landbúnaði eða tengd landbúnaði. Þessi störf skila ríki og sveitarfélögum tekjum eins og önnur störf. Sala innlendra afurða skilar ríkinu einnig skatttekjum. Innlend matvælaframleiðsla, þá ekki síst lambakjötsframleiðsla, er samofin einni af okkar helstu útflutningsgreinum, ferðaþjónustunni í gegnum metnaðarfulla veitingaþjónustu í heimsklassa og er þar með verulega gjaldeyrisskapandi. Þá má nefna að ekki er langt síðan það skipti okkur allmiklu máli að geta sparað gjaldeyri með því að framleiða vörur hér innanlands. En það eru kannski allir búnir að gleyma hruninu, það eru jú meira en 10 ár síðan. Guðmundur Steingrímsson var hins vegar ekki búinn að gleyma því 2010 þegar hann var samflutningsmaður núverandi formanns Framsóknarflokksins að frumvarpi til eflingar á innlendum iðnaði með það að markmiði að spara gjaldeyri og fjölga störfum. Kannski taldi hann innlenda matvælaiðnaðinn eða lambakjötsframleiðsluna aldrei með. Við, íslenskir bændur, framleiðum jú bara veislumat og hver þarf veislumat. Ein rök okkar bænda og vina okkar á Alþingi – ég verð að kalla þau vini mína, þau gefa mér alla peningana – eru þó vandlega tekin fyrir, hædd og höfð að engu. Það eru rökin um matvælaöryggi. Við þurfum nefnilega ekki að framleiða neinn mat á Íslandi, við getum alltaf flutt inn mat. Ef svo illa vill til að eldgos, efnahagshrun eða önnur almenn leiðindi hamla innflutningi í einhverja daga nú þá bara borðum við fisk, fiskveiðiþjóðin! Á frekar „Trump-ískan“ hátt er sneitt snyrtilega framhjá áhrifum hnattrænnar hlýnunar á matvælaframboð og matvælaverð á alþjóðlegum markaði. Á næstu árum og áratugum er því spáð af helstu sérfræðingum í loftslagsmálum að stórir hlutar heimsins þar sem nú er framleiddur matur verði óhæf til matvælaframleiðslu vegna þurrka, þornunar vatnsforðabúra, skógarelda, súrnunar sjávar og annarra öfga í veðurfari. Matarframleiðsla á öðrum svæðum mun verða mun ótryggari en nú er og uppskera minni af sömu ástæðum. Verð á matvælum mun óhjákvæmilega hækka verulega við þessar aðstæður. Matvælaöryggi snýst um að horfa fram í tímann. Það að gera grín að matvælaöryggi ætti að vera úrelt hugmyndafræði hjá menntuðum þjóðum. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Ég vona því að ef við værum að koma hér að ónumdu landi með sömu heildarupphæð í fjárlögum, myndi ekki slá þögn á salinn þegar stungið yrði upp á því að verja alvöru upphæðum til að mæta grunnþörfum. Staðan í heiminum er þannig í dag að við eigum að verja meira fé til stuðnings innlendri matvælaframleiðslu en ekki minna fé. Ég get til dæmis tekið undir það að við eigum að styrkja innlenda grænmetis-, berja- og ávaxtarækt miklu meira en gert er. Okkur ber skylda til að efla matvælaöryggi okkar þjóðar og þar með annarra þjóða en ekki grafa undan því. Við eigum að gera það með því að fjölga eggjunum í körfunni en ekki brjóta þau sem fyrir eru. Næst skal ég vera fyndin en nú er mér alvara. Veljum íslenskt!Höfundur er sauðfjárbóndi og formaður Landssamtaka sauðfjárbænda
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar