Sjáum hvar liðið stendur Kristinn Páll Teitsson skrifar 20. mars 2019 17:00 Axel ræðir við leikmenn íslenska landsliðsins í æfingaleik gegn Svíþjóð fyrir áramót. Fréttablaðið/sigtryggur ari Íslenska kvennalandsliðið í handbolta heldur til Póllands í dag þar sem liðið tekur þátt í sterku æfingamóti um helgina. Fram undan eru þrír leikir gegn Póllandi, Slóvakíu og Argentínu en þetta er hluti af undirbúningi liðsins fyrir leiki gegn Spáni í undankeppni HM í sumar þar sem sigurvegarinn öðlast þátttökurétt á HM í Japan. Ísland átti að mæta Angóla í öðrum leiknum en þjálfarateymið fékk að vita að Argentína myndi taka þeirra stað í gær, degi fyrir brottför. Axel Stefánsson, þjálfari landsliðsins, var brattur þegar Fréttablaðið sló á þráðinn til hans og spenntur fyrir komandi verkefni. „Þetta er spennandi mót, það verður áhugavert að sjá hvar við erum stödd sem lið fyrir leikina gegn Spánverjum. Pólverjar eru með lið sem er í þessum flokki á eftir bestu liðum Evrópu en með virkilega flott lið sem hefur verið fastagestur á stórmótum,“ sagði Axel sem vill koma Íslandi á sama stall og Pólverjar. „Við viljum geta borið okkur saman við þessi lið innan nokkurra ára. Innan 2-3 ára er markmiðið að vera fastagestur á lokamótunum. Það hefur verið stígandi í spilamennskunni okkar og það verður gott að sjá hvar við stöndum.“ Axel sagði Evrópuliðin tvö ólík. „Bæði lið nota hornamennina mikið eins og Spánverjar. Pólverjar með hávaxið lið og það verður áhugavert að sjá hvernig okkur tekst að færa þær til á meðan Slóvakía með léttari og liprari leikmenn. Það er gott að prófa sig áfram gegn báðum leikstílum.“ Á milli leikjanna gegn Póllandi og Slóvakíu mætir Ísland liði Argentínu í fyrsta sinn. „Ég frétti degi fyrir brottför að Argentína kæmi inn fyrir Angóla. Það verður áhugavert að mæta liði með öðruvísi leikstíl því það er uppsveifla í handboltanum í Argentínu. Þær náðu góðum úrslitum á síðasta HM og ég mun fara vel yfir þær.“ Í gær kom í ljós að nýliðinn Mariam Eradze sem leikur með Toulon í Frakklandi þyrfti að draga sig úr hópnum vegna meiðsla. „Það er synd að fá ekki að skoða Mariam betur í þessu landsleikjahléi. Þetta eru leikir til að skoða leikmenn og hún hefur verið að standa sig vel í Frakklandi. Ég hef fylgst með henni í þar og hún hefur hrifið mig en þetta er hluti starfsins. Við höfum verið heppin með meiðsli hingað til.“ Þjálfarateymið mun fylgjast vandlega með leikjum Spánverja sem eiga æfingaleik um sömu helgi en þá mun B-lið Spánverja spila í Póllandi og mun því fá tækifæri til að fylgjast vandlega með leikjum Íslands. „Við munum fylgjast með Spánverjum rétt eins og þau munu fylgjast með okkur. Þær eiga æfingaleiki á sama tíma gegn Brasilíu og Sviss á heimavelli en B-liðið er á móti hérna í Póllandi. Spánverjar verða eflaust með manneskju í stúkunni í leikjunum okkar um helgina.“ Birtist í Fréttablaðinu Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Fleiri fréttir „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í handbolta heldur til Póllands í dag þar sem liðið tekur þátt í sterku æfingamóti um helgina. Fram undan eru þrír leikir gegn Póllandi, Slóvakíu og Argentínu en þetta er hluti af undirbúningi liðsins fyrir leiki gegn Spáni í undankeppni HM í sumar þar sem sigurvegarinn öðlast þátttökurétt á HM í Japan. Ísland átti að mæta Angóla í öðrum leiknum en þjálfarateymið fékk að vita að Argentína myndi taka þeirra stað í gær, degi fyrir brottför. Axel Stefánsson, þjálfari landsliðsins, var brattur þegar Fréttablaðið sló á þráðinn til hans og spenntur fyrir komandi verkefni. „Þetta er spennandi mót, það verður áhugavert að sjá hvar við erum stödd sem lið fyrir leikina gegn Spánverjum. Pólverjar eru með lið sem er í þessum flokki á eftir bestu liðum Evrópu en með virkilega flott lið sem hefur verið fastagestur á stórmótum,“ sagði Axel sem vill koma Íslandi á sama stall og Pólverjar. „Við viljum geta borið okkur saman við þessi lið innan nokkurra ára. Innan 2-3 ára er markmiðið að vera fastagestur á lokamótunum. Það hefur verið stígandi í spilamennskunni okkar og það verður gott að sjá hvar við stöndum.“ Axel sagði Evrópuliðin tvö ólík. „Bæði lið nota hornamennina mikið eins og Spánverjar. Pólverjar með hávaxið lið og það verður áhugavert að sjá hvernig okkur tekst að færa þær til á meðan Slóvakía með léttari og liprari leikmenn. Það er gott að prófa sig áfram gegn báðum leikstílum.“ Á milli leikjanna gegn Póllandi og Slóvakíu mætir Ísland liði Argentínu í fyrsta sinn. „Ég frétti degi fyrir brottför að Argentína kæmi inn fyrir Angóla. Það verður áhugavert að mæta liði með öðruvísi leikstíl því það er uppsveifla í handboltanum í Argentínu. Þær náðu góðum úrslitum á síðasta HM og ég mun fara vel yfir þær.“ Í gær kom í ljós að nýliðinn Mariam Eradze sem leikur með Toulon í Frakklandi þyrfti að draga sig úr hópnum vegna meiðsla. „Það er synd að fá ekki að skoða Mariam betur í þessu landsleikjahléi. Þetta eru leikir til að skoða leikmenn og hún hefur verið að standa sig vel í Frakklandi. Ég hef fylgst með henni í þar og hún hefur hrifið mig en þetta er hluti starfsins. Við höfum verið heppin með meiðsli hingað til.“ Þjálfarateymið mun fylgjast vandlega með leikjum Spánverja sem eiga æfingaleik um sömu helgi en þá mun B-lið Spánverja spila í Póllandi og mun því fá tækifæri til að fylgjast vandlega með leikjum Íslands. „Við munum fylgjast með Spánverjum rétt eins og þau munu fylgjast með okkur. Þær eiga æfingaleiki á sama tíma gegn Brasilíu og Sviss á heimavelli en B-liðið er á móti hérna í Póllandi. Spánverjar verða eflaust með manneskju í stúkunni í leikjunum okkar um helgina.“
Birtist í Fréttablaðinu Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Fleiri fréttir „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn Sjá meira