Með erlendum augum Kristrún Frostadóttir skrifar 20. mars 2019 08:00 „Ein helsta fyrirstaða þess að fjárfestar komast að viðeigandi niðurstöðu er tilhneiging þeirra til að stjórnast af tilfinningum fremur en hlutlausu mati á aðstæðunum – stundum taka þeir aðeins eftir jákvæðu þáttunum og hunsa þá neikvæðu, og stundum á hið öfuga við, en sjaldan einkennist upplifun þeirra og túlkun af jafnvægi og hlutleysi.“ Þessi orð Howards Marks, eins þekktasta fjárfestis Bandaríkjanna, endurspeglar þá skoðun að áhættufælni og ákvörðunartaka „yfirburða fjárfesta“ sveiflast ekki með þjóðarsálinni. Aukin áhættufælni einkennir efnahagslífið á Íslandi í dag og kemst fátt að nema umræða um verkföll, loðnubrest og færri flugsæti. Afleiðingin er minnkandi atvinnuvegafjárfesting og samdráttur í innflutningi. Enginn vill taka slæmar ákvarðanir, aftur. Sú staðreynd að áhættufælni er afstæð, því hún tekur mið af upplifunum og aðstæðum, þýðir þó að þeir sem standa fyrir utan íslenskan efnahagsveruleika gætu lesið stöðuna öðruvísi en við. Seðlabanki Evrópu (ECB) opnaði fyrr í mánuðinum fyrir aðgang evrópskra banka að ódýru fjármagni til að fleyta áfram til fyrirtækja í álfunni á ný. Um þrjú ár eru síðan þessum aðgangi var lokað, þegar vonir voru um að hagvöxtur og verðbólga færu hækkandi. Samhliða þessu útspili tilkynnti ECB lækkun á 2019 hagvaxtarspá sinni fyrir álfuna úr 1,7% í 1,1%. Þrátt fyrir að atvinnuleysistölur í Evrópu séu nú í lágmarki eftir fjármálakrísuna er lítil hreyfing á verðlagi. ECB vonaðist eftir 2% verðbólgu á þessu ári, markmið sem virðist nú ekki í augsýn næstu tvö árin. Væntingar um vaxtahækkanir ECB á árinu eru því orðnar að engu. Svipaða sögu má segja um stöðuna vestanhafs, þó þar sé spáð 2,5% hagvexti. Nýjustu verðbólgutölur eru þær lægstu í tæp tvö ár og Seðlabanki Bandaríkjanna hefur stoppað af það vaxtahækkunarferli sem fór af stað 2017. Þetta kann að hljóma okkur að öllu leyti ótengt. En margir bjuggust við því að vaxtamunur milli hávaxtalanda, sem Ísland tilheyrir enn, og Bandaríkjanna og Evrópu myndi minnka á árinu. Slík þróun fæli í sér minni áhuga erlendra fjárfesta á fjárfestingatækifærum í löndum líkt og Íslandi. Raunin gæti nú orðið önnur. Afstaða erlendra fjárfesta til landsins tekur mið af þeirra aðstæðum og upplifun. Sem snýst ekki aðeins um verkföll, loðnubrest og flugsæti, heldur einnig efnahagsaðstæður ytra. Í augum erlendra aðila gæti 2019 reynst gott ár til stíga inn í íslenskt hagkerfi, sér í lagi þar sem fjárfestingatækifæri er oft að finna þegar áhættufælni eykst meðal þeirra sem næst aðstæðunum standa. Hagvaxtarhorfur á árinu hér á landi eru betri en í Evrópu, aðeins verri en í Bandaríkjunum, en vaxtastigið margfalt hærra. Þó efnahagsspár séu ónákvæmar er efnahagsástandið metið betra til næstu ára hér á landi en bæði austan- og vestanhafs. Auðvitað verður hagkerfið fyrir áhrifum af minnkandi útflutningsvexti og verkföllum, en grunnstoðirnar eru enn sterkar og ekki búist við margra ára niðursveiflu. Flestir fjárfesta til nokkurra ára, ekki ársfjórðunga. Mengi þeirra fjárfesta sem hingað líta hefur auk þess stækkað, með nýlegum breytingum á lögum um fjármagnsinnflæði. Mótvægi gæti því myndast gagnvart þeim neikvæðu þáttum sem við einbeitum okkur að þessa dagana og teljum að leiði af sér veikingu krónunnar og hærri vexti. Áhættumat erlendra fjárfesta er síður tengt þjóðarsálinni sem eykur hlutleysi í fjárfestingarákvörðunum. Í lok árs 2014 var spáð 2,9% hagvexti að meðaltali fyrir árabilið 2015-2017 hér á landi. Raunin varð 5,3%, en á fyrsta ári þessa tímabils streymdi hingað talsvert fjármagn erlendis frá. Ekki er sanngjarnt að slá því föstu að erlendir spáaðilar hafi vitað betur en innlendir, enda mikil óvissa um efnahagsspár. Eitt er þó víst, að þeir sáu hér tækifæri miðað við það sem þeim bauðst annars staðar. Ef sú staða kemur aftur upp á árinu gæti það stutt við gjaldmiðilinn, óháð því hvort sú afstaða og aftenging við þjóðarsálina reynist hagstæð eða ekki í baksýnisspegli framtíðarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristrún Frostadóttir Mest lesið Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Sjá meira
„Ein helsta fyrirstaða þess að fjárfestar komast að viðeigandi niðurstöðu er tilhneiging þeirra til að stjórnast af tilfinningum fremur en hlutlausu mati á aðstæðunum – stundum taka þeir aðeins eftir jákvæðu þáttunum og hunsa þá neikvæðu, og stundum á hið öfuga við, en sjaldan einkennist upplifun þeirra og túlkun af jafnvægi og hlutleysi.“ Þessi orð Howards Marks, eins þekktasta fjárfestis Bandaríkjanna, endurspeglar þá skoðun að áhættufælni og ákvörðunartaka „yfirburða fjárfesta“ sveiflast ekki með þjóðarsálinni. Aukin áhættufælni einkennir efnahagslífið á Íslandi í dag og kemst fátt að nema umræða um verkföll, loðnubrest og færri flugsæti. Afleiðingin er minnkandi atvinnuvegafjárfesting og samdráttur í innflutningi. Enginn vill taka slæmar ákvarðanir, aftur. Sú staðreynd að áhættufælni er afstæð, því hún tekur mið af upplifunum og aðstæðum, þýðir þó að þeir sem standa fyrir utan íslenskan efnahagsveruleika gætu lesið stöðuna öðruvísi en við. Seðlabanki Evrópu (ECB) opnaði fyrr í mánuðinum fyrir aðgang evrópskra banka að ódýru fjármagni til að fleyta áfram til fyrirtækja í álfunni á ný. Um þrjú ár eru síðan þessum aðgangi var lokað, þegar vonir voru um að hagvöxtur og verðbólga færu hækkandi. Samhliða þessu útspili tilkynnti ECB lækkun á 2019 hagvaxtarspá sinni fyrir álfuna úr 1,7% í 1,1%. Þrátt fyrir að atvinnuleysistölur í Evrópu séu nú í lágmarki eftir fjármálakrísuna er lítil hreyfing á verðlagi. ECB vonaðist eftir 2% verðbólgu á þessu ári, markmið sem virðist nú ekki í augsýn næstu tvö árin. Væntingar um vaxtahækkanir ECB á árinu eru því orðnar að engu. Svipaða sögu má segja um stöðuna vestanhafs, þó þar sé spáð 2,5% hagvexti. Nýjustu verðbólgutölur eru þær lægstu í tæp tvö ár og Seðlabanki Bandaríkjanna hefur stoppað af það vaxtahækkunarferli sem fór af stað 2017. Þetta kann að hljóma okkur að öllu leyti ótengt. En margir bjuggust við því að vaxtamunur milli hávaxtalanda, sem Ísland tilheyrir enn, og Bandaríkjanna og Evrópu myndi minnka á árinu. Slík þróun fæli í sér minni áhuga erlendra fjárfesta á fjárfestingatækifærum í löndum líkt og Íslandi. Raunin gæti nú orðið önnur. Afstaða erlendra fjárfesta til landsins tekur mið af þeirra aðstæðum og upplifun. Sem snýst ekki aðeins um verkföll, loðnubrest og flugsæti, heldur einnig efnahagsaðstæður ytra. Í augum erlendra aðila gæti 2019 reynst gott ár til stíga inn í íslenskt hagkerfi, sér í lagi þar sem fjárfestingatækifæri er oft að finna þegar áhættufælni eykst meðal þeirra sem næst aðstæðunum standa. Hagvaxtarhorfur á árinu hér á landi eru betri en í Evrópu, aðeins verri en í Bandaríkjunum, en vaxtastigið margfalt hærra. Þó efnahagsspár séu ónákvæmar er efnahagsástandið metið betra til næstu ára hér á landi en bæði austan- og vestanhafs. Auðvitað verður hagkerfið fyrir áhrifum af minnkandi útflutningsvexti og verkföllum, en grunnstoðirnar eru enn sterkar og ekki búist við margra ára niðursveiflu. Flestir fjárfesta til nokkurra ára, ekki ársfjórðunga. Mengi þeirra fjárfesta sem hingað líta hefur auk þess stækkað, með nýlegum breytingum á lögum um fjármagnsinnflæði. Mótvægi gæti því myndast gagnvart þeim neikvæðu þáttum sem við einbeitum okkur að þessa dagana og teljum að leiði af sér veikingu krónunnar og hærri vexti. Áhættumat erlendra fjárfesta er síður tengt þjóðarsálinni sem eykur hlutleysi í fjárfestingarákvörðunum. Í lok árs 2014 var spáð 2,9% hagvexti að meðaltali fyrir árabilið 2015-2017 hér á landi. Raunin varð 5,3%, en á fyrsta ári þessa tímabils streymdi hingað talsvert fjármagn erlendis frá. Ekki er sanngjarnt að slá því föstu að erlendir spáaðilar hafi vitað betur en innlendir, enda mikil óvissa um efnahagsspár. Eitt er þó víst, að þeir sáu hér tækifæri miðað við það sem þeim bauðst annars staðar. Ef sú staða kemur aftur upp á árinu gæti það stutt við gjaldmiðilinn, óháð því hvort sú afstaða og aftenging við þjóðarsálina reynist hagstæð eða ekki í baksýnisspegli framtíðarinnar.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun