Að lifa lengur og lengur Þorvaldur Gylfason skrifar 25. júlí 2019 08:00 Reykjavík – Hagtölur um framleiðslu og tekjur duga ekki einar sér til að bregða máli á framför einstakra landa og heimsins alls. Meira þarf til. Það er að sönnu gagnleg vitneskja að framleiðsla á mann á Íslandi óx um 2,6% á ári að jafnaði frá 1960 til 2017 á móti 1,8% vexti um heiminn í heild. En þá er einnig gott að vita að íbúar heimsins lifðu að jafnaði 20 árum lengur 2017 en 1960 á móti níu ára aukningu á Íslandi. Framleiðslan óx hraðar hér heima, með rykkjum og skrykkjum, en ævirnar lengdust meira um heiminn í heild þar sem nýfætt barn gat vænzt þess að ná 52ja ára aldri 1960 og 72ja ára aldri 2017. Finnist okkur 1,8% hagvöxtur heimsins frá 1960 vera rýr úr því að Ísland óx enn hraðar getum við glaðzt yfir því hversu ævir manna hafa lengzt með árunum. Meiri tekjur, minna strit og mun lengri ævir með minnkandi barnadauða vitna um velferðarbyltingu sem einkum má þakka betri hagstjórn og heilbrigðisþjónustu í óræðum hlutföllum.Forsagan Tölur Hagstofu Íslands um ævir Íslendinga segja mikla sögu. Fyrstu 30 árin eftir að mælingar hófust, 1841-1870, var meðalævi Íslendinga um eða innan við 30 ár eins og hún hafði verið úti í heimi frá 1800 og var enn 70 árum síðar. Þessi staðreynd stendur nær okkur sem nú lifum en mörgum kynni að virðast. Þegar föðurafi minn fæddist 1867 gat hann vænzt þess að verða þrítugur, en honum tókst þó að komast yfir sjötugt. Síðan lengdust ævirnar hröðum skrefum, um fimm til sex mánuði á ári að jafnaði 1870-1960 og um tvo til þrjá mánuði á ári að jafnaði 1960-2017. Meðalævin lengist skiljanlega hægar eftir því sem árin líða.Þegar ævirnar styttast Það gerist næstum aldrei að meðalævi þjóðar styttist nema í kjölfar mikilla hamfara eða hörmunga. Þannig styttist meðalævi Bandaríkjamanna þrjú ár í röð í fyrri heimsstyrjöldinni, einkum vegna þess að styrjöldina bar upp á sama tíma og Spænsku veikina sem kostaði fleiri mannslíf í Bandaríkjunum en borgarastríðið hálfri öld áður. Meðalævin vestra styttist aftur þrjú ár í röð 2015-2017 vegna ofneyzlu verkjastillandi lyfja o.fl., einkum meðal hvítra karla með litla skólagöngu að baki. Meðævi Rússa hrapaði úr 70 árum niður í 65 ár eftir hrun Sovétríkjanna, náði ekki aftur upp í 70 ár fyrr en 2011 og er nú jöfn heimsmeðaltalinu, 72 ár. Ísland er kafli út af fyrir sig. Meðalævi Íslendinga var komin upp í 73,4 ár 1960 og var þá næsthæst í heimi. Norðmenn einir lifðu lengur, 73,5 ár. Nýjustu tölur Alþjóðabankans sem hægt er að bera saman milli landa sýna að Ísland var 2017 komið niður í 19. sæti langlífislistans og Norðmenn í 12. sæti. Ísland er ásamt Bandaríkjunum og Bretlandi eina landið í okkar heimshluta (þá eru Rússland og önnur fv. kommúnistalönd ekki talin með) þar sem meðalævin hefur stytzt. Styttingin hér heima nam átta mánuðum úr 82,9 2012 í 82,2 2017. Í Bandaríkjunum nam styttingin fjórum mánuðum úr 78,8 2014 í 78,5 2017 og í Bretlandi einum mánuði úr 81,3 2014 í 81,2 2017.Misskipting skiptir máli Fylgnin milli ótímabærra dauðsfalla í örvæntingu og kjörfylgis Trumps forseta í Bandaríkjunum er býsna sterk eins og skozki Nóbelshagfræðingurinn Angus Deaton í Princeton-háskóla hefur rakið. Fylgnin milli fátæktar og menntunarleysis í dreifðum byggðum Englands og stuðnings kjósenda við útgöngu Breta úr ESB var með líku lagi býsna sterk í Brexit-atkvæðagreiðslunni 2016 eins og Gylfi Zoëga prófessor í Háskóla Íslands hefur lýst ásamt öðrum. Níu af tíu fátækustu svæðum Norður-Evrópu eru öll í Bretlandi, þó ekki Skotlandi. Fyrir liggja gögn sem renna stoðum undir samhengi milli ójafnaðar, örvæntingar, ótímabærra dauðsfalla og úlfúðar í stjórnmálum sem leiddu af sér bæði Brexit og Trump. Meðalævir Íslendinga styttust einnig lítils háttar eftir að síldin hvarf 1967-1968 og eftir að verðbólgan var kveðin niður eftir 1983 en lengdust síðan aftur. Í þessu ljósi virðist nærtækt að kenna eftirköstum hrunsins um styttingu meðalævinnar 2012-2017 þrátt fyrir minnkandi barnadauða. Hrunið kann að hafa spillt ekki bara efnahag heimila og fyrirtækja heldur einnig lýðheilsu og langlífi og jafnvel mannvali á Alþingi og þá um leið traustinu sem Alþingi nýtur meðal kjósenda. Þessi hugsanlegu tengsl þarf að kanna í samhengi við hliðstæða þróun mála í Bandaríkjunum og Bretlandi. Hagstofa Íslands birti nýlega tölur sem sýna skyndilegan fjörkipp í langlífi Íslendinga 2018. Ekki verður unnt að leggja raunhæft mat á þær tölur í samhengi við umheiminn fyrr en sambærilegar tölur um önnur lönd liggja fyrir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorvaldur Gylfason Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Reykjavík – Hagtölur um framleiðslu og tekjur duga ekki einar sér til að bregða máli á framför einstakra landa og heimsins alls. Meira þarf til. Það er að sönnu gagnleg vitneskja að framleiðsla á mann á Íslandi óx um 2,6% á ári að jafnaði frá 1960 til 2017 á móti 1,8% vexti um heiminn í heild. En þá er einnig gott að vita að íbúar heimsins lifðu að jafnaði 20 árum lengur 2017 en 1960 á móti níu ára aukningu á Íslandi. Framleiðslan óx hraðar hér heima, með rykkjum og skrykkjum, en ævirnar lengdust meira um heiminn í heild þar sem nýfætt barn gat vænzt þess að ná 52ja ára aldri 1960 og 72ja ára aldri 2017. Finnist okkur 1,8% hagvöxtur heimsins frá 1960 vera rýr úr því að Ísland óx enn hraðar getum við glaðzt yfir því hversu ævir manna hafa lengzt með árunum. Meiri tekjur, minna strit og mun lengri ævir með minnkandi barnadauða vitna um velferðarbyltingu sem einkum má þakka betri hagstjórn og heilbrigðisþjónustu í óræðum hlutföllum.Forsagan Tölur Hagstofu Íslands um ævir Íslendinga segja mikla sögu. Fyrstu 30 árin eftir að mælingar hófust, 1841-1870, var meðalævi Íslendinga um eða innan við 30 ár eins og hún hafði verið úti í heimi frá 1800 og var enn 70 árum síðar. Þessi staðreynd stendur nær okkur sem nú lifum en mörgum kynni að virðast. Þegar föðurafi minn fæddist 1867 gat hann vænzt þess að verða þrítugur, en honum tókst þó að komast yfir sjötugt. Síðan lengdust ævirnar hröðum skrefum, um fimm til sex mánuði á ári að jafnaði 1870-1960 og um tvo til þrjá mánuði á ári að jafnaði 1960-2017. Meðalævin lengist skiljanlega hægar eftir því sem árin líða.Þegar ævirnar styttast Það gerist næstum aldrei að meðalævi þjóðar styttist nema í kjölfar mikilla hamfara eða hörmunga. Þannig styttist meðalævi Bandaríkjamanna þrjú ár í röð í fyrri heimsstyrjöldinni, einkum vegna þess að styrjöldina bar upp á sama tíma og Spænsku veikina sem kostaði fleiri mannslíf í Bandaríkjunum en borgarastríðið hálfri öld áður. Meðalævin vestra styttist aftur þrjú ár í röð 2015-2017 vegna ofneyzlu verkjastillandi lyfja o.fl., einkum meðal hvítra karla með litla skólagöngu að baki. Meðævi Rússa hrapaði úr 70 árum niður í 65 ár eftir hrun Sovétríkjanna, náði ekki aftur upp í 70 ár fyrr en 2011 og er nú jöfn heimsmeðaltalinu, 72 ár. Ísland er kafli út af fyrir sig. Meðalævi Íslendinga var komin upp í 73,4 ár 1960 og var þá næsthæst í heimi. Norðmenn einir lifðu lengur, 73,5 ár. Nýjustu tölur Alþjóðabankans sem hægt er að bera saman milli landa sýna að Ísland var 2017 komið niður í 19. sæti langlífislistans og Norðmenn í 12. sæti. Ísland er ásamt Bandaríkjunum og Bretlandi eina landið í okkar heimshluta (þá eru Rússland og önnur fv. kommúnistalönd ekki talin með) þar sem meðalævin hefur stytzt. Styttingin hér heima nam átta mánuðum úr 82,9 2012 í 82,2 2017. Í Bandaríkjunum nam styttingin fjórum mánuðum úr 78,8 2014 í 78,5 2017 og í Bretlandi einum mánuði úr 81,3 2014 í 81,2 2017.Misskipting skiptir máli Fylgnin milli ótímabærra dauðsfalla í örvæntingu og kjörfylgis Trumps forseta í Bandaríkjunum er býsna sterk eins og skozki Nóbelshagfræðingurinn Angus Deaton í Princeton-háskóla hefur rakið. Fylgnin milli fátæktar og menntunarleysis í dreifðum byggðum Englands og stuðnings kjósenda við útgöngu Breta úr ESB var með líku lagi býsna sterk í Brexit-atkvæðagreiðslunni 2016 eins og Gylfi Zoëga prófessor í Háskóla Íslands hefur lýst ásamt öðrum. Níu af tíu fátækustu svæðum Norður-Evrópu eru öll í Bretlandi, þó ekki Skotlandi. Fyrir liggja gögn sem renna stoðum undir samhengi milli ójafnaðar, örvæntingar, ótímabærra dauðsfalla og úlfúðar í stjórnmálum sem leiddu af sér bæði Brexit og Trump. Meðalævir Íslendinga styttust einnig lítils háttar eftir að síldin hvarf 1967-1968 og eftir að verðbólgan var kveðin niður eftir 1983 en lengdust síðan aftur. Í þessu ljósi virðist nærtækt að kenna eftirköstum hrunsins um styttingu meðalævinnar 2012-2017 þrátt fyrir minnkandi barnadauða. Hrunið kann að hafa spillt ekki bara efnahag heimila og fyrirtækja heldur einnig lýðheilsu og langlífi og jafnvel mannvali á Alþingi og þá um leið traustinu sem Alþingi nýtur meðal kjósenda. Þessi hugsanlegu tengsl þarf að kanna í samhengi við hliðstæða þróun mála í Bandaríkjunum og Bretlandi. Hagstofa Íslands birti nýlega tölur sem sýna skyndilegan fjörkipp í langlífi Íslendinga 2018. Ekki verður unnt að leggja raunhæft mat á þær tölur í samhengi við umheiminn fyrr en sambærilegar tölur um önnur lönd liggja fyrir.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun