GDRN og GYDA tilnefndar til Norrænu tónlistarverðlaunanna Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 24. janúar 2019 16:22 Gyða Valtýsdóttir, eða GYDA, til vinstri, og Guðrún Ýr Eyfjörð, eða GDRN, til hægri. fbl/ernir Fyrsta plata GDRN, Hvað ef, og önnur plata GYDA, Evolution voru tilnefndar sem plötur ársins. Norrænu tónlistarverðlaunin verða veitt þann 28. febrúar á hátíðinni by:Larm í Osló. Tilnefndar eru árlega útgáfur sem skáru fram úr, tvær eða þrjár frá hverju landanna fimm. Þ.e. Danmörku, Finnlandi, Íslandi, Noregi og Svíþjóð. GDRN er listamannsnafn Guðrúnar Ýrar Eyfjörð. Árið sem leið hefur verið henni gott, sem kórónaðist kannski að einhverju leyti með því að hún flutti lokalag Áramótaskaupsins. Platan hennar sem tilnefnd er hefur jafnframt notið mikilla vinsælda, sér í lagi hjá ungu kynslóðinni. Dómnefndin hefur orð á að Ísland reki lestina meðal Norðurlanda á sviði „silkimjúkrar nútíma-R&B tónlistar,“ og hittir þar naglann á höfuðið með ansi nákvæmri lýsingu á tónlist Guðrúnar. Dómnefndin segir jafnframt að GDRN virðist ætla að koma Íslandi á kortið á þessu sviði með öflugri og kraftmikilli frumraun.GYDA er nafn sólóverkefnis Gyðu Valtýsdóttur, sem kom fyrst fram á sjónarsviðið með tilraunakenndu raftónlistarsveitinni múm snemma á þessari öld. Hún er á mála hjá íslensk-bandarísku útgáfunni figureight og gaf þar út sína fyrstu plötu Epicycle árið 2017. Flæði plötu hennar Evolution, sem er tilnefnd, er samkvæmt dómnefndinni afbragðsgott, og jafnvel ekki af þessum heimi. Hún sé fíngerð en jafnframt kraftmikil.Dómnefnd verðlaunanna skipa, auk Arnars Eggerts Thoroddsen okkar, hinn norski Audun Vinger, hinn finnski Ilkka Mattila, hin sænska Annah Björk og hin danska Anna Ullman.Tilnefningarnar og umsagnir dómnefndar má finna hér. Eins og sjá má er sænska poppstjarnan Robyn á meðal tilnefndra, en plötulistann í heild sinni má sjá hér að neðan.Danmörk Astrid Sonne - Human LinesBisse - Tanmaurk Soho Rezenejad - Six ArchetypesFinnland Jori Hulkkonen - Simple Music for Complicated People Karina - KarinaÍsland GDRN - Hvað ef GYDA - EvolutionNoregurLil Halima - love songs for bad loversMarja Mortensson - MojhtestasseSvíþjóð Jenny Wilson - EXORCISM Robyn - HoneySarah Klang - Love in the Milky Way Menning Tónlist Mest lesið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lífið Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Áttu sturlaða stund á Times Square Lífið Fleiri fréttir Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Fyrsta plata GDRN, Hvað ef, og önnur plata GYDA, Evolution voru tilnefndar sem plötur ársins. Norrænu tónlistarverðlaunin verða veitt þann 28. febrúar á hátíðinni by:Larm í Osló. Tilnefndar eru árlega útgáfur sem skáru fram úr, tvær eða þrjár frá hverju landanna fimm. Þ.e. Danmörku, Finnlandi, Íslandi, Noregi og Svíþjóð. GDRN er listamannsnafn Guðrúnar Ýrar Eyfjörð. Árið sem leið hefur verið henni gott, sem kórónaðist kannski að einhverju leyti með því að hún flutti lokalag Áramótaskaupsins. Platan hennar sem tilnefnd er hefur jafnframt notið mikilla vinsælda, sér í lagi hjá ungu kynslóðinni. Dómnefndin hefur orð á að Ísland reki lestina meðal Norðurlanda á sviði „silkimjúkrar nútíma-R&B tónlistar,“ og hittir þar naglann á höfuðið með ansi nákvæmri lýsingu á tónlist Guðrúnar. Dómnefndin segir jafnframt að GDRN virðist ætla að koma Íslandi á kortið á þessu sviði með öflugri og kraftmikilli frumraun.GYDA er nafn sólóverkefnis Gyðu Valtýsdóttur, sem kom fyrst fram á sjónarsviðið með tilraunakenndu raftónlistarsveitinni múm snemma á þessari öld. Hún er á mála hjá íslensk-bandarísku útgáfunni figureight og gaf þar út sína fyrstu plötu Epicycle árið 2017. Flæði plötu hennar Evolution, sem er tilnefnd, er samkvæmt dómnefndinni afbragðsgott, og jafnvel ekki af þessum heimi. Hún sé fíngerð en jafnframt kraftmikil.Dómnefnd verðlaunanna skipa, auk Arnars Eggerts Thoroddsen okkar, hinn norski Audun Vinger, hinn finnski Ilkka Mattila, hin sænska Annah Björk og hin danska Anna Ullman.Tilnefningarnar og umsagnir dómnefndar má finna hér. Eins og sjá má er sænska poppstjarnan Robyn á meðal tilnefndra, en plötulistann í heild sinni má sjá hér að neðan.Danmörk Astrid Sonne - Human LinesBisse - Tanmaurk Soho Rezenejad - Six ArchetypesFinnland Jori Hulkkonen - Simple Music for Complicated People Karina - KarinaÍsland GDRN - Hvað ef GYDA - EvolutionNoregurLil Halima - love songs for bad loversMarja Mortensson - MojhtestasseSvíþjóð Jenny Wilson - EXORCISM Robyn - HoneySarah Klang - Love in the Milky Way
Menning Tónlist Mest lesið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lífið Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Áttu sturlaða stund á Times Square Lífið Fleiri fréttir Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira