GDRN og GYDA tilnefndar til Norrænu tónlistarverðlaunanna Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 24. janúar 2019 16:22 Gyða Valtýsdóttir, eða GYDA, til vinstri, og Guðrún Ýr Eyfjörð, eða GDRN, til hægri. fbl/ernir Fyrsta plata GDRN, Hvað ef, og önnur plata GYDA, Evolution voru tilnefndar sem plötur ársins. Norrænu tónlistarverðlaunin verða veitt þann 28. febrúar á hátíðinni by:Larm í Osló. Tilnefndar eru árlega útgáfur sem skáru fram úr, tvær eða þrjár frá hverju landanna fimm. Þ.e. Danmörku, Finnlandi, Íslandi, Noregi og Svíþjóð. GDRN er listamannsnafn Guðrúnar Ýrar Eyfjörð. Árið sem leið hefur verið henni gott, sem kórónaðist kannski að einhverju leyti með því að hún flutti lokalag Áramótaskaupsins. Platan hennar sem tilnefnd er hefur jafnframt notið mikilla vinsælda, sér í lagi hjá ungu kynslóðinni. Dómnefndin hefur orð á að Ísland reki lestina meðal Norðurlanda á sviði „silkimjúkrar nútíma-R&B tónlistar,“ og hittir þar naglann á höfuðið með ansi nákvæmri lýsingu á tónlist Guðrúnar. Dómnefndin segir jafnframt að GDRN virðist ætla að koma Íslandi á kortið á þessu sviði með öflugri og kraftmikilli frumraun.GYDA er nafn sólóverkefnis Gyðu Valtýsdóttur, sem kom fyrst fram á sjónarsviðið með tilraunakenndu raftónlistarsveitinni múm snemma á þessari öld. Hún er á mála hjá íslensk-bandarísku útgáfunni figureight og gaf þar út sína fyrstu plötu Epicycle árið 2017. Flæði plötu hennar Evolution, sem er tilnefnd, er samkvæmt dómnefndinni afbragðsgott, og jafnvel ekki af þessum heimi. Hún sé fíngerð en jafnframt kraftmikil.Dómnefnd verðlaunanna skipa, auk Arnars Eggerts Thoroddsen okkar, hinn norski Audun Vinger, hinn finnski Ilkka Mattila, hin sænska Annah Björk og hin danska Anna Ullman.Tilnefningarnar og umsagnir dómnefndar má finna hér. Eins og sjá má er sænska poppstjarnan Robyn á meðal tilnefndra, en plötulistann í heild sinni má sjá hér að neðan.Danmörk Astrid Sonne - Human LinesBisse - Tanmaurk Soho Rezenejad - Six ArchetypesFinnland Jori Hulkkonen - Simple Music for Complicated People Karina - KarinaÍsland GDRN - Hvað ef GYDA - EvolutionNoregurLil Halima - love songs for bad loversMarja Mortensson - MojhtestasseSvíþjóð Jenny Wilson - EXORCISM Robyn - HoneySarah Klang - Love in the Milky Way Menning Tónlist Mest lesið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Fleiri fréttir Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Fyrsta plata GDRN, Hvað ef, og önnur plata GYDA, Evolution voru tilnefndar sem plötur ársins. Norrænu tónlistarverðlaunin verða veitt þann 28. febrúar á hátíðinni by:Larm í Osló. Tilnefndar eru árlega útgáfur sem skáru fram úr, tvær eða þrjár frá hverju landanna fimm. Þ.e. Danmörku, Finnlandi, Íslandi, Noregi og Svíþjóð. GDRN er listamannsnafn Guðrúnar Ýrar Eyfjörð. Árið sem leið hefur verið henni gott, sem kórónaðist kannski að einhverju leyti með því að hún flutti lokalag Áramótaskaupsins. Platan hennar sem tilnefnd er hefur jafnframt notið mikilla vinsælda, sér í lagi hjá ungu kynslóðinni. Dómnefndin hefur orð á að Ísland reki lestina meðal Norðurlanda á sviði „silkimjúkrar nútíma-R&B tónlistar,“ og hittir þar naglann á höfuðið með ansi nákvæmri lýsingu á tónlist Guðrúnar. Dómnefndin segir jafnframt að GDRN virðist ætla að koma Íslandi á kortið á þessu sviði með öflugri og kraftmikilli frumraun.GYDA er nafn sólóverkefnis Gyðu Valtýsdóttur, sem kom fyrst fram á sjónarsviðið með tilraunakenndu raftónlistarsveitinni múm snemma á þessari öld. Hún er á mála hjá íslensk-bandarísku útgáfunni figureight og gaf þar út sína fyrstu plötu Epicycle árið 2017. Flæði plötu hennar Evolution, sem er tilnefnd, er samkvæmt dómnefndinni afbragðsgott, og jafnvel ekki af þessum heimi. Hún sé fíngerð en jafnframt kraftmikil.Dómnefnd verðlaunanna skipa, auk Arnars Eggerts Thoroddsen okkar, hinn norski Audun Vinger, hinn finnski Ilkka Mattila, hin sænska Annah Björk og hin danska Anna Ullman.Tilnefningarnar og umsagnir dómnefndar má finna hér. Eins og sjá má er sænska poppstjarnan Robyn á meðal tilnefndra, en plötulistann í heild sinni má sjá hér að neðan.Danmörk Astrid Sonne - Human LinesBisse - Tanmaurk Soho Rezenejad - Six ArchetypesFinnland Jori Hulkkonen - Simple Music for Complicated People Karina - KarinaÍsland GDRN - Hvað ef GYDA - EvolutionNoregurLil Halima - love songs for bad loversMarja Mortensson - MojhtestasseSvíþjóð Jenny Wilson - EXORCISM Robyn - HoneySarah Klang - Love in the Milky Way
Menning Tónlist Mest lesið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Fleiri fréttir Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning