Að flytja lambakjöt yfir hálfan hnöttinn Guðni Ágústsson skrifar 2. ágúst 2019 08:30 Einstök auðlind er matarkista Íslands til sjávar og sveita. Nú berast fregnir af því að verið sé að flytja lambahryggi yfir hálfan hnöttinn, 17.197 km frá Nýja-Sjálandi til Íslands – vá, kolefnissporið. Af einhverjum ástæðum hefur mönnum tekist að kjafta upp skortstöðu sem er ekki rétt. Lambakjötið okkar er einstök vara sem við berum á borð fyrir gesti okkar með stolti. Þessi staða sem nú er uppkomin er einstök og alvarleg að því leyti að sauðfjárbændur búa við önnur og verri lífskjör en flestar aðrar stéttir og þarf lítið til að sparka undan þeim löppunum og hrun gæti blasað við í framleiðslu á lambakjöti og byggðunum. Nú hefur einstakt sólarsumar ríkt og saman fer sól og að grilla lamb þannig að söluaukning er mikil í lambakjöti og framtíðin var farin að brosa við bændum á ný. Meðan laun hafa hækkað hefur afurðaverð lækkað eða staðið í stað til þeirra í nokkur ár. Þá skellur reiðarslagið yfir að hafinn er innflutningur og enn meiri í kortunum ef landbúnaðarráðherra slær ekki í borðið og segir að auðvitað fullnægi íslenskir sauðfjárbændur sínum aðdáendum neytendunum og erlendum gestum, deila á milli sín hryggjum í afurðastöðvunum og hefja innan nokkurra daga sumarslátrun. Nýtt lambakjöt með nýjum kartöflum og íslensku grænmeti fyllir diskinn minn og þinn. Neytendur vilja alls ekki að svona átök eigi sér stað, þeir standa með sauðfjárbændum, þekki ég þá rétt. Þeir virða þrautseigju bændanna og varðstöðu þeirra í matvælaöryggi landsins og að auki að mati okkar allra ein öruggustu matvæli í veröldinni. Við þurfum ekki í dauðlegum heimi að flytja lambakjöt yfir hálfan hnöttinn, guð forði okkur frá slíkri glópsku. Ég skora á landbúnaðarráðherra að hefja smölun sumarlamba með bændunum í kjördæmi sínu, þar liggur hans stærsta skylda og tækifæri sem landbúnaðarráðherra sem falin var varðstaða með landbúnaði landsins í ríkisstjórninni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðni Ágústsson Landbúnaður Mest lesið Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Skoðun Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Sjá meira
Einstök auðlind er matarkista Íslands til sjávar og sveita. Nú berast fregnir af því að verið sé að flytja lambahryggi yfir hálfan hnöttinn, 17.197 km frá Nýja-Sjálandi til Íslands – vá, kolefnissporið. Af einhverjum ástæðum hefur mönnum tekist að kjafta upp skortstöðu sem er ekki rétt. Lambakjötið okkar er einstök vara sem við berum á borð fyrir gesti okkar með stolti. Þessi staða sem nú er uppkomin er einstök og alvarleg að því leyti að sauðfjárbændur búa við önnur og verri lífskjör en flestar aðrar stéttir og þarf lítið til að sparka undan þeim löppunum og hrun gæti blasað við í framleiðslu á lambakjöti og byggðunum. Nú hefur einstakt sólarsumar ríkt og saman fer sól og að grilla lamb þannig að söluaukning er mikil í lambakjöti og framtíðin var farin að brosa við bændum á ný. Meðan laun hafa hækkað hefur afurðaverð lækkað eða staðið í stað til þeirra í nokkur ár. Þá skellur reiðarslagið yfir að hafinn er innflutningur og enn meiri í kortunum ef landbúnaðarráðherra slær ekki í borðið og segir að auðvitað fullnægi íslenskir sauðfjárbændur sínum aðdáendum neytendunum og erlendum gestum, deila á milli sín hryggjum í afurðastöðvunum og hefja innan nokkurra daga sumarslátrun. Nýtt lambakjöt með nýjum kartöflum og íslensku grænmeti fyllir diskinn minn og þinn. Neytendur vilja alls ekki að svona átök eigi sér stað, þeir standa með sauðfjárbændum, þekki ég þá rétt. Þeir virða þrautseigju bændanna og varðstöðu þeirra í matvælaöryggi landsins og að auki að mati okkar allra ein öruggustu matvæli í veröldinni. Við þurfum ekki í dauðlegum heimi að flytja lambakjöt yfir hálfan hnöttinn, guð forði okkur frá slíkri glópsku. Ég skora á landbúnaðarráðherra að hefja smölun sumarlamba með bændunum í kjördæmi sínu, þar liggur hans stærsta skylda og tækifæri sem landbúnaðarráðherra sem falin var varðstaða með landbúnaði landsins í ríkisstjórninni.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun