Innlent

Landsréttarmálið fer alla leið til yfirdeildar MDE

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Sigríður Á. Andersen við afsögn hennar vegna málsins.
Sigríður Á. Andersen við afsögn hennar vegna málsins. Vísir/Vilhelm

Landsréttarmálið verður tekið fyrir af Mannréttindadómstól Evrópu. Þetta varð niðurstaða fimm dómara í yfirdeild dómstólsins í dag. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hæstaréttarlögmaður staðfestir þetta í samtali við Vísi eftir að Ríkisútvarpið hafði greint frá.

Vilhjálmur gætir hagsmuna manns sem hlaut dóm í Landsrétti fyrir ölvunarakstur. Málinu var vísað til Mannréttindadómstóls Evrópu á þeim grundvelli að einn dómari í málinu hefði verið ólöglega skipaður við réttinn. Sá hafði ekki verið á lista hæfnisnefndar en Sigríður Á. Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, skipaði dómarann þvert á álit nefndarinnar.

Sjá einnig: Ákvörðun dómsmálaráðherra hefur kostað ríkið tugi milljóna króna

Meirihluti Mannréttindadómsins komst að þeirri niðurstöðu í mars að skipan dómara við Landsrétt hafi brotið gegn 6. grein Mannréttindasáttmála Evrópu þar sem kveðið er á um rétt einstaklinga til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi.

Dómurinn leiddi til afsagnar Sigríðar Andersen þáverandi dómsmálaráðherra og tók Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir við sæti hennar. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir tók síðan við lyklunum að ráðuneytinu í liðinni viku.

Íslenska ríkið áfrýjaði niðurstöðunni til yfirdeildar dómstólsins í maí.


Tengdar fréttir

„Þetta er bara brot af kostnaði“

Þingmaður Samfylkingarinnar hyggst krefjast ítarlegri svara frá dómsmálaráðherra vegna kostnaðar íslenska ríkisins vegna Landsréttarmálsins.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.