Vonar að stuðningsmaður Stjörnunnar horfi á úrslitaleikinn í sjónvarpinu Birgir Olgeirsson skrifar 16. febrúar 2019 10:12 Leikurinn var sýndur í beinni útsendingu en höggið náðist á upptöku. Skjáskot RÚV Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, segir það á ábyrgð stjórnar körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar hvort að stuðningsmaður liðsins mæti leik Njarðvíkur og Stjörnunnar í bikarúrslitum KKÍ í Laugardalshöll í dag. Viðkomandi stuðningsmaður Stjörnunnar veitti stuðningsmanni ÍR hnefahögg í andlitið þegar undanúrslitaleikur liðanna fór fram í Laugardalshöll síðastliðinn miðvikudag. Hilmar Júlíusson, formaður körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar, sá sér ekki fært að tjá sig við Vísi þegar leitað var viðbragða í morgun sökum annríkis. Var stuðningsmanni Stjörnunnar vísað úr húsi fyrir að kýla stuðningsmann ÍR en atvikið átti sér stað við upphaf leiksins sem hófst klukkan 17:30.Myndband af högginu má sjá á vef RÚV.Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ.vísir/eyþórHannes segir stjórn Körfuknattleikssambands Íslands hafa farið lauslega yfir málið í annríki bikarvikunnar en farið verður yfirvegað yfir atvikið síðar meir. „Við höfum beint því til Stjörnunnar að taka á því innan sinna raða. Hann er þarna á ábyrgð Stjörnunnar að það er algjörlega á ábyrgð stjörnunnar að meina honum aðgang að leiknum. Ég get ekki sagt til um það hvort hann komi á leikinn eða ekki, en ég myndi telja best að hann sleppi því,“ segir Hannes. Hann segir öryggisgæsluna á leiknum hafa brugðist mjög vel við í þessu tilviki og verða mun fleiri í öryggisgæslu þegar úrslitaleikir karla og kvenna fara fram í Laugardalshöllinni í dag. „Öryggisgæslan hjá okkur brást mjög hratt við þegar þetta kom upp á. Við erum klárlega búin að læra af þessu. Við höfum bent á það að undanförnu að það þurfi að auka öryggisgæslu og við erum sjálf búin að gera það.“ Hann bendir á að þetta sé einangrað atvik og svona lagað hafi ekki sést áður í Höllinni. „Ég er viss um að þetta muni ekki gerast í dag og þetta er ljótur blettur á leiknum. Ég er viss um að það verði öruggt fyrir alla að koma í Laugardal í dag og menn þurfa ekkert að óttast. Ég hef bent Stjörnumönnum á að það er á þeirra ábyrgð hvort hann komi eða ekki og ég tel það best fyrir alla að hann horfi á leikinn í sjónvarpinu í dag, viðkomandi einstaklingur.“ Dominos-deild karla Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Sjáðu hnefana tala í Laugardalshöll Stuðningsmaður Stjörnunnar kýldi stuðningsmann ÍR á meðan bikarleik liðanna stóð í gær. 15. febrúar 2019 11:11 Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Fleiri fréttir Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur Sjá meira
Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, segir það á ábyrgð stjórnar körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar hvort að stuðningsmaður liðsins mæti leik Njarðvíkur og Stjörnunnar í bikarúrslitum KKÍ í Laugardalshöll í dag. Viðkomandi stuðningsmaður Stjörnunnar veitti stuðningsmanni ÍR hnefahögg í andlitið þegar undanúrslitaleikur liðanna fór fram í Laugardalshöll síðastliðinn miðvikudag. Hilmar Júlíusson, formaður körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar, sá sér ekki fært að tjá sig við Vísi þegar leitað var viðbragða í morgun sökum annríkis. Var stuðningsmanni Stjörnunnar vísað úr húsi fyrir að kýla stuðningsmann ÍR en atvikið átti sér stað við upphaf leiksins sem hófst klukkan 17:30.Myndband af högginu má sjá á vef RÚV.Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ.vísir/eyþórHannes segir stjórn Körfuknattleikssambands Íslands hafa farið lauslega yfir málið í annríki bikarvikunnar en farið verður yfirvegað yfir atvikið síðar meir. „Við höfum beint því til Stjörnunnar að taka á því innan sinna raða. Hann er þarna á ábyrgð Stjörnunnar að það er algjörlega á ábyrgð stjörnunnar að meina honum aðgang að leiknum. Ég get ekki sagt til um það hvort hann komi á leikinn eða ekki, en ég myndi telja best að hann sleppi því,“ segir Hannes. Hann segir öryggisgæsluna á leiknum hafa brugðist mjög vel við í þessu tilviki og verða mun fleiri í öryggisgæslu þegar úrslitaleikir karla og kvenna fara fram í Laugardalshöllinni í dag. „Öryggisgæslan hjá okkur brást mjög hratt við þegar þetta kom upp á. Við erum klárlega búin að læra af þessu. Við höfum bent á það að undanförnu að það þurfi að auka öryggisgæslu og við erum sjálf búin að gera það.“ Hann bendir á að þetta sé einangrað atvik og svona lagað hafi ekki sést áður í Höllinni. „Ég er viss um að þetta muni ekki gerast í dag og þetta er ljótur blettur á leiknum. Ég er viss um að það verði öruggt fyrir alla að koma í Laugardal í dag og menn þurfa ekkert að óttast. Ég hef bent Stjörnumönnum á að það er á þeirra ábyrgð hvort hann komi eða ekki og ég tel það best fyrir alla að hann horfi á leikinn í sjónvarpinu í dag, viðkomandi einstaklingur.“
Dominos-deild karla Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Sjáðu hnefana tala í Laugardalshöll Stuðningsmaður Stjörnunnar kýldi stuðningsmann ÍR á meðan bikarleik liðanna stóð í gær. 15. febrúar 2019 11:11 Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Fleiri fréttir Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur Sjá meira
Sjáðu hnefana tala í Laugardalshöll Stuðningsmaður Stjörnunnar kýldi stuðningsmann ÍR á meðan bikarleik liðanna stóð í gær. 15. febrúar 2019 11:11
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti