Matarvenjur barna og sóun Teitur Guðmundsson skrifar 18. júlí 2019 08:30 Uppeldi barna er mikil áskorun fyrir alla sem að því verkefni koma og er um margt að hugsa í því samhengi. Það er mikilvægt að horfa á sem flesta þætti í þeirri viðleitni að hjálpa börnum að þroskast og eldast með eðlilegum hætti og verða að fullorðnum einstaklingum. Við vitum mætavel að ýmsar venjur foreldranna smitast yfir á börnin, sama gildir um skoðanir og skoðanaskipti á heimili þar sem börnin hlusta. Alla jafna líta þau upp til foreldra sinna og taka þá upp bæði ósiði sem og góðar venjur bæði meðvitað og ómeðvitað. Eitt af því sem er mjög áhugavert að skoða eru matarvenjur barna, hver hefur ekki heyrt frasann „kláraðu nú matinn þinn svo þú verðir stór og sterk/ur“? Það er auðvitað góð og gild regla að skammta sér hóflega á diskinn og reyna að leifa ekki, hið minnsta hérlendis. Víða erlendis er það merki um að þú hafir ekki fengið magafylli ef diskurinn er tómur. Þannig er það merki um vondan gestgjafa svo dæmi sé tekið. Almennt má segja að börn hafi ekki sömu reynslu og fullorðnir og geti illa skilið á milli reynsluheima þeirra svo sem við getum. Börn fela ekki tilfinningar sínar og láta í ljós óánægju eða ánægju beint við viðkomandi líkt og þau gera ef þeim finnst matur vondur eða ólystugur. Það verður þá ærin kúnst að fá þau til að sporðrenna því sem ekki stendur áhugi til. Gildir þá einu hversu hollt og gott það er sem um ræðir. Eitt af lykilatriðum varðandi það að þróa með börnum góðar venjur er að vera fyrirmynd þeirra. Þess vegna ætti fæðuval að vera fjölbreytt og hollt, sértu í vafa eru fjölmargar leiðir til þess að átta sig á því hvað er skynsamlegt í því efni. Kurteisi og almennir borðsiðir eru hluti af þessu sama, en sérstaklega skiptir máli að gefa sér tíma og njóta matarins og samverunnar með börnunum á matmálstíma. Kvöldmatur þar sem fjölskyldan kemur saman er mikilvægur hluti dagsins og þá ekki síður að leyfa börnunum eða hvetja þau öllu heldur til þátttöku í matarundirbúningi og eldamennsku. Það getur verið áhugavert að leyfa börnum eftir því sem þau eldast að taka þátt í innkaupum og nota þá tækifærið til að benda á hollari úrræði, fjölbreytileika matvæla og ekki síst að þau fái einhverja tilfinningu fyrir kostnaði þó það sé líklega síst mikilvægt af þessum atriðum sem ég taldi upp. Börn þróa með sér góðar venjur sé þeim leiðbeint um þær, hins vegar eru börn einnig talsvert þrjósk á stundum og ef það er of mikill þrýstingur eða spenna í kringum mat og hvað skal borða þá getur myndast talsverð togstreita á heimili sem aftur leiðir til vanlíðunar og spennu. Slíkt ástand getur ekki leitt til neins nema frekari vandræða almennt og getur verið mikilvægt að leita allra leiða til að bæta úr með aðstoð ef þurfa þykir. Munum að börn borða þegar þau eru svöng, við þurfum að stýra að einhverju leyti millimálum svo það sé til staðar áhugi á mat á matmálstíma. Magn skiptir máli og magafylli barna segir til sín, ekki þvinga mat ofan í þau að ástæðulausu. Traust og góð samskipti og vellíðan í tengslum við mat og samveru tengda inntöku hans eru líklega lykilatriði og hindra matarsóun.Höfundur er læknir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Matur Teitur Guðmundsson Mest lesið Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Sjá meira
Uppeldi barna er mikil áskorun fyrir alla sem að því verkefni koma og er um margt að hugsa í því samhengi. Það er mikilvægt að horfa á sem flesta þætti í þeirri viðleitni að hjálpa börnum að þroskast og eldast með eðlilegum hætti og verða að fullorðnum einstaklingum. Við vitum mætavel að ýmsar venjur foreldranna smitast yfir á börnin, sama gildir um skoðanir og skoðanaskipti á heimili þar sem börnin hlusta. Alla jafna líta þau upp til foreldra sinna og taka þá upp bæði ósiði sem og góðar venjur bæði meðvitað og ómeðvitað. Eitt af því sem er mjög áhugavert að skoða eru matarvenjur barna, hver hefur ekki heyrt frasann „kláraðu nú matinn þinn svo þú verðir stór og sterk/ur“? Það er auðvitað góð og gild regla að skammta sér hóflega á diskinn og reyna að leifa ekki, hið minnsta hérlendis. Víða erlendis er það merki um að þú hafir ekki fengið magafylli ef diskurinn er tómur. Þannig er það merki um vondan gestgjafa svo dæmi sé tekið. Almennt má segja að börn hafi ekki sömu reynslu og fullorðnir og geti illa skilið á milli reynsluheima þeirra svo sem við getum. Börn fela ekki tilfinningar sínar og láta í ljós óánægju eða ánægju beint við viðkomandi líkt og þau gera ef þeim finnst matur vondur eða ólystugur. Það verður þá ærin kúnst að fá þau til að sporðrenna því sem ekki stendur áhugi til. Gildir þá einu hversu hollt og gott það er sem um ræðir. Eitt af lykilatriðum varðandi það að þróa með börnum góðar venjur er að vera fyrirmynd þeirra. Þess vegna ætti fæðuval að vera fjölbreytt og hollt, sértu í vafa eru fjölmargar leiðir til þess að átta sig á því hvað er skynsamlegt í því efni. Kurteisi og almennir borðsiðir eru hluti af þessu sama, en sérstaklega skiptir máli að gefa sér tíma og njóta matarins og samverunnar með börnunum á matmálstíma. Kvöldmatur þar sem fjölskyldan kemur saman er mikilvægur hluti dagsins og þá ekki síður að leyfa börnunum eða hvetja þau öllu heldur til þátttöku í matarundirbúningi og eldamennsku. Það getur verið áhugavert að leyfa börnum eftir því sem þau eldast að taka þátt í innkaupum og nota þá tækifærið til að benda á hollari úrræði, fjölbreytileika matvæla og ekki síst að þau fái einhverja tilfinningu fyrir kostnaði þó það sé líklega síst mikilvægt af þessum atriðum sem ég taldi upp. Börn þróa með sér góðar venjur sé þeim leiðbeint um þær, hins vegar eru börn einnig talsvert þrjósk á stundum og ef það er of mikill þrýstingur eða spenna í kringum mat og hvað skal borða þá getur myndast talsverð togstreita á heimili sem aftur leiðir til vanlíðunar og spennu. Slíkt ástand getur ekki leitt til neins nema frekari vandræða almennt og getur verið mikilvægt að leita allra leiða til að bæta úr með aðstoð ef þurfa þykir. Munum að börn borða þegar þau eru svöng, við þurfum að stýra að einhverju leyti millimálum svo það sé til staðar áhugi á mat á matmálstíma. Magn skiptir máli og magafylli barna segir til sín, ekki þvinga mat ofan í þau að ástæðulausu. Traust og góð samskipti og vellíðan í tengslum við mat og samveru tengda inntöku hans eru líklega lykilatriði og hindra matarsóun.Höfundur er læknir
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun