Craig Pedersen, landsliðsþjálfari í körfubolta, og hans aðstoðarmenn hafa valið hvaða leikmenn munu spila gegn Portúgal á miðvikudaginn.
Leikurinn er liður í forkeppni að undankeppni EM 2021 en þetta er þriðja og síðasta umferðin í forkeppninni. Íslenska liðið hélt út í gærmorgun.
Sigurvegarinn í riðli Íslands kemst í undankeppnina en auk Portúgal er Sviss einnig í riðlinum. Sviss hafði betur gegn Portúgal á laugardaginn, 77-72.
Þeir Collin Pryor, Kristinn Pálsson og Ragnar Nathanaelsson verða ekki með í leiknum á miðvikudaginn en hópinn má sjá hér að neðan.
Þeir leikmenn sem skipa liðið gegn Portúgal á miðvikudaginn eru:
Frank Aron Booker · ALM Évreux, Frakkland (Nýliði)
Gunnar Ólafsson · Keflavík (14)
Elvar Már Friðriksson · Njarðvík (42)
Hlynur Bæringsson · Stjarnan (125)
Hörður Axel Vilhjálmsson · Keflavík (78)
Jón Axel Guðmundsson · Davidson, USA (7)
Hjálmar Stefánsson · Haukar (12)
Martin Hermannsson · Alba Berlin, Þýskaland (65)
Ólafur Ólafsson · Grindavík (32)
Pavel Ermolinskij · KR (69)
Tryggvi Snær Hlinason · Zaragosa, Spánn (33)
Ægir Þór Steinarsson · Stjarnan (57)
Þessir tólf spila gegn Portúgal á miðvikudagskvöldið
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið



Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham
Enski boltinn




Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995
Íslenski boltinn

Blóðgaði dómara
Körfubolti


Var ekki nógu ánægður með Trent
Enski boltinn