Lífið

Of Monsters and Men spila lag af nýrri plötu hjá Kimmel

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Ragnar, Nanna og Kristján í New York árið 2016.
Ragnar, Nanna og Kristján í New York árið 2016. Getty/Jeff Kravitz
Íslenska hljómsveitin Of Monsters and Men spilaði lag af nýjustu plötu sinni, Fever Dream, í spjallþætti Jimmy Kimmel á miðvikudaginn var.

Þau spiluðu lagið Alligator af plötu sinni, Fever Dream, sem kom út í lok júlí. Fjögur ár eru liðin síðan hljómsveitin gaf síðast út plötu, sem ber heitið Beneath the Skin.

Sjá einnig: Þriðja plata Of Monsters and Men komin út

Áhorfendur í sal virðast hafa notið flutningsins og heyrðust aðdáunarhróp úr salnum. Jimmy Kimmel er einn vinsælasti spjallþáttastjórnandi Bandaríkjanna og hafa tónlistarmenn á borð við The Shins, Mac DeMarco og Rita Ora komið þar fram.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.