Fram er áfram tveimur stigum á eftir Val á toppi Olís-deildar kvenna eftir sjö marka sigur á KA/Þór í kvöld, 31-24.
Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik og staðn var jöfn er liðin gengu til búningsherbergja 14-14. Fram keyrði hins vegar yfir gestina í síðari hálfleik og munurinn að lokum sjö mörk.
Ragnheiður Júlíusdóttir og Steinunn Björnsdóttir gerðu sitt hvor átta mörkin fyrir Fram en Martha Hermannsdóttir gerði tíu fyrir KA/Þór. Hulda Bryndís Tryggvadóttir gerði fimm.
Fram er í öðru sæti deildarinnar með 21 stig en Valur er á toppnum með 23 stig. Nýliðarnir KA/Þór er í fimmta sætinu með þrettán stig.
Fram keyrði yfir nýliðana í síðari hálfleik
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið

Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan?
Íslenski boltinn

„Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“
Íslenski boltinn

Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn
Íslenski boltinn


Trafford segist hundrað sinnum betri í dag
Enski boltinn


Njarðvík á toppinn
Íslenski boltinn


Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur
Íslenski boltinn
