Stephen Curry hársbreidd frá holu í höggi hjá Keili Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. september 2019 11:11 Stephen Curry með félaga sínum fyrir framan klúbbhúsið á Hvaleyrarvelli. Mynd/Heimasíða Keilis Bandaríska körfuboltastjarnan Stephen Curry er staddur á Íslandi ásamt konu sinni Ayeshu og skellti sér í golf á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði í gær. Ólafur Þór Ágústsson, framkvæmdastjóri Keilis, staðfesti heimsókn Stephen Curry á Hvaleyrarvöllinn en hann skráði sig undir öðru nafni og enginn mátti segja frá heimsókninni fyrr en hann var farinn. „Hann kom og spilaði hérna. Hann var í skýjunum með völlinn,“ sagði Ólafur en Stephen Curry er mikill golfáhugamaður og mjög öflugur kylfingur með núll í forgjöf. „Hann spilaði völlinn á einu höggi undir pari og spilaði rosalega vel,“ sagði Ólafur Þór. Hvaleyrarvöllur er ekki auðveldur völlur og Curry að spila hann í fyrsta sinn.„What a beautiful golf course“ Stephen Curry er ein mesta þriggja stiga allra tíma í NBA-deildinni, þrefaldur NBA-meistari með Golden State Warriors og var kosinn tvisvar besti leikmaður NBA-deildarinnar. Íþróttamennirnir verða heldur ekkert mikið frægari eða vinsælli en hinn dagfarsprúði Stephen Curry. En hver var upplifun Stephen Curry af vellinum? „Mér skilst það að hann hafi ekki sagt annað en „what a beautiful golf course“,“ sagði Ólafur Þór „Honum fannst þetta vera svolítið geggjað umhverfi. Það sem er merkilegt við íslenskt golf er umhverfið og grófleiki svæðisins við golfvöllinn. Hann fékk líka fínt veður því það var dúnalogn,“ sagði Ólafur en hvernig kom þetta til? „Hann bókaði sig undir dulnefni. Þetta er gæi sem hefur áhuga á golfi og var búinn að kanna það hvaða velli væri þess virði að fara að skoða og hvaða völl hann vildi spila,“ sagði Ólafur. Hvaleyrarvöllurinn vekur alltaf mikla athygli enda frábær völlur og þá er staðsetningin ekki að spila fyrir. Erlendir gestir á Íslandi keyra nefnilega fram hjá honum á leiðinni frá Keflavíkurflugvelli og inn í Reykjavík. „Við erum með í kringum 700 til 800 erlenda gesti hér á ári. Þessir heimsfrægu koma alveg inn. Þetta er eina fólkið sem virðist hafa efni á að koma hingað orðið,“ sagði Ólafur í léttum tón og bætti við: „Það er svolítið um efnameira fólk að koma. Við höfum alveg tekið eftir því,“ sagði Ólafur.Frábært högg á tíundu „Ég er rosalega ánægður með að hann skildi velja Hvaleyrarvöll og við vöndum okkur rosalega mikið þegar svona kemur upp. Ég fékk símtal um þetta klukkan tíu í gærmorgun og þá átti hann tíma klukkan 10.40. Það var þá sagt við mig að það væri mjög frægur íþróttamaður að koma til okkar,“ sagði Ólafur. „Mér datt í strax hug Stephen Curry af því að ég vissi að hann væri á landi og að hann hefði mikinn áhuga á golfi. Þá var bara lagt upp með það að hann yrði hérna eins og annað fólk. Við létum það ekkert fréttast út,“ sagði Ólafur. Stephen Curry var nálægt því að gera þennan golfhring enn eftirminnilegri. „Hann var nálægt því að fara holu í höggi á tíundu. Það hefði verið í lagi,“ sagði Ólafur. Golf Hafnarfjörður Íslandsvinir NBA Mest lesið Leik lokið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Fleiri fréttir Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Sjá meira
Bandaríska körfuboltastjarnan Stephen Curry er staddur á Íslandi ásamt konu sinni Ayeshu og skellti sér í golf á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði í gær. Ólafur Þór Ágústsson, framkvæmdastjóri Keilis, staðfesti heimsókn Stephen Curry á Hvaleyrarvöllinn en hann skráði sig undir öðru nafni og enginn mátti segja frá heimsókninni fyrr en hann var farinn. „Hann kom og spilaði hérna. Hann var í skýjunum með völlinn,“ sagði Ólafur en Stephen Curry er mikill golfáhugamaður og mjög öflugur kylfingur með núll í forgjöf. „Hann spilaði völlinn á einu höggi undir pari og spilaði rosalega vel,“ sagði Ólafur Þór. Hvaleyrarvöllur er ekki auðveldur völlur og Curry að spila hann í fyrsta sinn.„What a beautiful golf course“ Stephen Curry er ein mesta þriggja stiga allra tíma í NBA-deildinni, þrefaldur NBA-meistari með Golden State Warriors og var kosinn tvisvar besti leikmaður NBA-deildarinnar. Íþróttamennirnir verða heldur ekkert mikið frægari eða vinsælli en hinn dagfarsprúði Stephen Curry. En hver var upplifun Stephen Curry af vellinum? „Mér skilst það að hann hafi ekki sagt annað en „what a beautiful golf course“,“ sagði Ólafur Þór „Honum fannst þetta vera svolítið geggjað umhverfi. Það sem er merkilegt við íslenskt golf er umhverfið og grófleiki svæðisins við golfvöllinn. Hann fékk líka fínt veður því það var dúnalogn,“ sagði Ólafur en hvernig kom þetta til? „Hann bókaði sig undir dulnefni. Þetta er gæi sem hefur áhuga á golfi og var búinn að kanna það hvaða velli væri þess virði að fara að skoða og hvaða völl hann vildi spila,“ sagði Ólafur. Hvaleyrarvöllurinn vekur alltaf mikla athygli enda frábær völlur og þá er staðsetningin ekki að spila fyrir. Erlendir gestir á Íslandi keyra nefnilega fram hjá honum á leiðinni frá Keflavíkurflugvelli og inn í Reykjavík. „Við erum með í kringum 700 til 800 erlenda gesti hér á ári. Þessir heimsfrægu koma alveg inn. Þetta er eina fólkið sem virðist hafa efni á að koma hingað orðið,“ sagði Ólafur í léttum tón og bætti við: „Það er svolítið um efnameira fólk að koma. Við höfum alveg tekið eftir því,“ sagði Ólafur.Frábært högg á tíundu „Ég er rosalega ánægður með að hann skildi velja Hvaleyrarvöll og við vöndum okkur rosalega mikið þegar svona kemur upp. Ég fékk símtal um þetta klukkan tíu í gærmorgun og þá átti hann tíma klukkan 10.40. Það var þá sagt við mig að það væri mjög frægur íþróttamaður að koma til okkar,“ sagði Ólafur. „Mér datt í strax hug Stephen Curry af því að ég vissi að hann væri á landi og að hann hefði mikinn áhuga á golfi. Þá var bara lagt upp með það að hann yrði hérna eins og annað fólk. Við létum það ekkert fréttast út,“ sagði Ólafur. Stephen Curry var nálægt því að gera þennan golfhring enn eftirminnilegri. „Hann var nálægt því að fara holu í höggi á tíundu. Það hefði verið í lagi,“ sagði Ólafur.
Golf Hafnarfjörður Íslandsvinir NBA Mest lesið Leik lokið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Fleiri fréttir Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Sjá meira
Leik lokið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn
Leik lokið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn