Formúla 1

Lést eftir árekstur í Formúlu 2

Anton Ingi Leifsson skrifar
Anthoine Hubert fyrr á keppnistímabilinu.
Anthoine Hubert fyrr á keppnistímabilinu. vísir/getty
Hætt var við Formúlu 2 keppni í Belgíu í dag eftir alvarlegan árekstur. Keppnin var fyrst um sinn stöðvuð tímabundið en síðar var ákveðið að hefja ekki keppni á nýjan leik.Strax á öðrum hring lentu þeir Anthoine Hubert frá BTW Arden og Juan Manuel Correa frá Saube Junior í ansi harkalegum árekstri.Þegar Correa var náð út úr bílnum var hann á hvolfi en síðar var greint frá því að Hubert hefði látist í árekstrinum.Áreksturinn átti sér stað á hinu fræga Eau Rouge horni á brautinni þar sem keppendur ná allt að 250 kílómetra hraða.Huibert var einungis 22 ára gamall og hafði verið hluti af GP3 og Grand Prix áður en hann byrjaði að keppa í formúlunni.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.