Fanga ekki veitt þjónusta í samræmi við dómsúrskurð Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 15. júní 2019 09:00 Páll Winkel hefur lengi lýst áhyggjum af lakri heilbrigðisþjónustu í íslenskum fangelsum. Fréttablaðið/Anton Brink Gæsluvarðhaldsfangi fær ekki geðheilbrigðisþjónustu í gæsluvarðhaldi þrátt fyrir að réttur hans til hennar sé sérstaklega tiltekinn í úrskurði Landsréttar sem kveðinn var upp í vikunni. Maðurinn er ákærður fyrir fjölda þjófnaðarbrota og brota gegn valdstjórninni og var í héraði úrskurðaður í svokallaða síbrotagæslu. Verjandi hans krafðist þess fyrir Landsrétti að úrskurðurinn yrði felldur úr gildi en til vara að honum „verði gert að vera á geðdeild Landspítalans eða annarri viðeigandi stofnun“ á meðan á gæsluvarðhaldi stendur. Landsréttur féllst ekki á þá kröfu á þeim forsendum að á grundvelli laga um fullnustu refsinga beri að veita honum viðeigandi heilbrigðisþjónustu á meðan hann situr í gæsluvarðhaldi. „Við bjóðum ekki upp á geðheilbrigðisþjónustu í fangelsum eins og gert er á geðdeildum sjúkrahúsanna,“ segir Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar, aðspurður um úrskurðinn. „Það er enginn geðlæknir starfandi í fangelsum landsins og þær breytingar sem loksins virðast í sjónmáli eru ekki komnar til framkvæmda,“ segir Páll og vísar til nýrra áforma um eflingu geðheilbrigðisþjónustu í fangelsunum. Vegna þeirra áforma auglýstu Sjúkratryggingar Íslands fyrr í vor eftir áhugasömum aðila til að útfæra og veita föngum í öllum fangelsum landsins geðheilbrigðisþjónustu, en fjárveiting til þessa hefur þegar verið tryggð í fjárlögum. Takmörkuð geðheilbrigðisþjónusta fyrir fanga og málefni geðsjúkra afbrotamanna hafa komið ítrekað til umræðu á undanförnum áratug vegna manneklu og skorts á þjónustu í fangelsum, fangelsunar og jafnvel einangrunar þroskaskertra einstaklinga og hárrar tíðni sjálfsvíga fanga. Innlendar og erlendar eftirlitsstofnanir hafa ítrekað gert athugasemdir vegna vandans en ráðuneyti og opinberar stofnanir gjarnan bent hver á aðra. Ráðuneytum dóms- og heilbrigðismála ber ekki saman um hvar ábyrgðin liggi og benda hvort á annað. Forstöðumaður geðsviðs Landspítala hefur sagt að fangar eigi ekki heima á geðdeild en sjálfur hefur Páll lýst opinberlega áhyggjum sínum af því að mannréttindabrot hafi verið framin gagnvart veiku fólki í fangelsunum. Þar séu oft og tíðum vistaðir fangar með alvarlegan geðrænan vanda og jafnvel fólk sem svipt hefur verið sjálfræði. Páll segir slíka tilvísun dómenda til réttar fanga til heilbrigðisþjónustu fátíða. „Það er auðvitað alveg rétt hjá Landsrétti að föngum er tryggður þessi réttur í lögum. Það bara dugar ekki til þar sem þessi þjónusta er ekki til staðar í raunheimum.“ Meðal eftirlitsaðila sem gert hafa athugasemdir við aðbúnað geðsjúkra fanga er pyndinganefnd Evrópuráðsins. Nefndin hefur nýlokið sinni fimmtu eftirlitsferð á Íslandi. Hún var hér í rúma viku. „Nefndin heimsótti öll fangelsi landsins nema eitt og átti kost á að hitta nánast alla fanga landsins. Miðað við áherslurnar í þeim heimsóknum kæmi mér ekki á óvart að einkunn hennar um geðheilbrigðismál verði léleg. Ég býst við verulegum athugasemdum en það á allt saman eftir að koma í ljós,“ segir Páll. Fangelsismál Heilbrigðismál Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Gæsluvarðhaldsfangi fær ekki geðheilbrigðisþjónustu í gæsluvarðhaldi þrátt fyrir að réttur hans til hennar sé sérstaklega tiltekinn í úrskurði Landsréttar sem kveðinn var upp í vikunni. Maðurinn er ákærður fyrir fjölda þjófnaðarbrota og brota gegn valdstjórninni og var í héraði úrskurðaður í svokallaða síbrotagæslu. Verjandi hans krafðist þess fyrir Landsrétti að úrskurðurinn yrði felldur úr gildi en til vara að honum „verði gert að vera á geðdeild Landspítalans eða annarri viðeigandi stofnun“ á meðan á gæsluvarðhaldi stendur. Landsréttur féllst ekki á þá kröfu á þeim forsendum að á grundvelli laga um fullnustu refsinga beri að veita honum viðeigandi heilbrigðisþjónustu á meðan hann situr í gæsluvarðhaldi. „Við bjóðum ekki upp á geðheilbrigðisþjónustu í fangelsum eins og gert er á geðdeildum sjúkrahúsanna,“ segir Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar, aðspurður um úrskurðinn. „Það er enginn geðlæknir starfandi í fangelsum landsins og þær breytingar sem loksins virðast í sjónmáli eru ekki komnar til framkvæmda,“ segir Páll og vísar til nýrra áforma um eflingu geðheilbrigðisþjónustu í fangelsunum. Vegna þeirra áforma auglýstu Sjúkratryggingar Íslands fyrr í vor eftir áhugasömum aðila til að útfæra og veita föngum í öllum fangelsum landsins geðheilbrigðisþjónustu, en fjárveiting til þessa hefur þegar verið tryggð í fjárlögum. Takmörkuð geðheilbrigðisþjónusta fyrir fanga og málefni geðsjúkra afbrotamanna hafa komið ítrekað til umræðu á undanförnum áratug vegna manneklu og skorts á þjónustu í fangelsum, fangelsunar og jafnvel einangrunar þroskaskertra einstaklinga og hárrar tíðni sjálfsvíga fanga. Innlendar og erlendar eftirlitsstofnanir hafa ítrekað gert athugasemdir vegna vandans en ráðuneyti og opinberar stofnanir gjarnan bent hver á aðra. Ráðuneytum dóms- og heilbrigðismála ber ekki saman um hvar ábyrgðin liggi og benda hvort á annað. Forstöðumaður geðsviðs Landspítala hefur sagt að fangar eigi ekki heima á geðdeild en sjálfur hefur Páll lýst opinberlega áhyggjum sínum af því að mannréttindabrot hafi verið framin gagnvart veiku fólki í fangelsunum. Þar séu oft og tíðum vistaðir fangar með alvarlegan geðrænan vanda og jafnvel fólk sem svipt hefur verið sjálfræði. Páll segir slíka tilvísun dómenda til réttar fanga til heilbrigðisþjónustu fátíða. „Það er auðvitað alveg rétt hjá Landsrétti að föngum er tryggður þessi réttur í lögum. Það bara dugar ekki til þar sem þessi þjónusta er ekki til staðar í raunheimum.“ Meðal eftirlitsaðila sem gert hafa athugasemdir við aðbúnað geðsjúkra fanga er pyndinganefnd Evrópuráðsins. Nefndin hefur nýlokið sinni fimmtu eftirlitsferð á Íslandi. Hún var hér í rúma viku. „Nefndin heimsótti öll fangelsi landsins nema eitt og átti kost á að hitta nánast alla fanga landsins. Miðað við áherslurnar í þeim heimsóknum kæmi mér ekki á óvart að einkunn hennar um geðheilbrigðismál verði léleg. Ég býst við verulegum athugasemdum en það á allt saman eftir að koma í ljós,“ segir Páll.
Fangelsismál Heilbrigðismál Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira