Þjóðerniskennd og siðferði Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar 16. júní 2019 08:00 Afmælisdagur Jóns Sigurðssonar var gerður að þjóðhátíðardegi Íslendinga árið 1944. Þessi 75 ár frá sjálfstæði þjóðríkisins hafa brosandi Íslendingar á öllum aldri sótt miðbæi landsins til að gera sér glaðan dag. En af hliðarlínunum heyrast stundum raddir sem vilja tortryggja þessa hátíð og þær kenndir sem hún byggir á. Ég hef hitt einstaklinga sem telja allar birtingarmyndir þjóðerniskenndar vera beina hraðbraut í áttina að nasisma og að ekki ætti að dýfa svo miklu sem litlu tá í þá laug. Draumóramaðurinn John Lennon hvatti fólk til að ímynda sér heim án landamæra – „Imagine there’s no countries“ – og án ýmissa annarra þátta (til dæmis trúarbragða og einkaeigna) sem hafa einkennt mannkynið frá örófi alda. Hugmyndin var sú að þessir eiginleikar væru hindrun á vegferð mannkynsins í áttina að útópísku alheimsbræðralagi. En það eru ekki áðurnefndir eiginleikar sem hindra mannkynið í því að ná saman. Þessir eiginleikar eru einfaldlega birtingarmyndir mannlegs eðlis. Þetta er eðlið sem fær okkur til að draga ályktun um hvaða hópi (eða hópum) við teljum okkur tilheyra. Það er jafn samofið heila okkar flestra og kynhvötin eða getan til þess að tala tungumál. Það er einfaldlega hvorki raunhæft né gagnlegt að snúa bakinu gegn þessum kenndum þó að þeim hafi verið beint í neikvæðan farveg í aldanna rás. Vandamálin verða ekki leyst með því að varpa öllu sem tengist þjóðerniskennd fyrir borð. Það verður að taka afstöðu til einstakra þátta með því að varðveita það sem er jákvætt en hafna því sem er neikvætt. Skýrustu dæmin um neikvæðar birtingarmyndir þjóðerniskenndar eru að finna í aðgerðum þýskra nasista undir forystu Adolfs Hitlers – skólabókardæmi um hvað ber að forðast þegar fólk horfist í augu við eigin þjóðerniskennd. Það þarf vart að taka fram að hugmyndir um goggunarröð kynþátta eftir „hreinleika“ og það að skipulega smala fólki í útrýmingarbúðir er gjörsamlega siðlaust. En þjóðerniskenndin er vandmeðfarin því það að kenna öðrum hópum um eigin vandamál, sérstaklega þegar harðnar í ári, hefur þótt mjög freistandi. Þegar fólk ræktar sína þjóðerniskennd er brýn þörf á því að reka varnagla sem hindra neikvæða útmálun minnihlutahópa, til dæmis með lagasetningu og fræðslu.Jákvæðar birtingarmyndir Að hvetja íslensku landsliðin í hinum ýmsu íþróttagreinum, að halda upp á og varðveita íslenska tungu, að flagga íslenska fánanum á fánadögum; þetta eru birtingarmyndir þjóðerniskenndar sem eru skaðlausar og má færa rök fyrir því að þær hafi jákvæð samfélagsleg áhrif. Án þjóðerniskenndar væri heimurinn menningarlega fátækari. Þjóðlög, þjóðbúningar og matarmenning svo fátt sé nefnt félli fljótlega í gleymsku í fjarveru þjóðerniskenndar. Hver væri betur til þess fallinn að varðveita íslensku fornhandritin en þjóðin sem gat þau af sér? Í þessu samhengi ætti einnig að vera augljóst að hver sú þjóð sem á sér þjóðríki stendur mun betur að vígi þegar kemur að því að varðveita eigin menningararf. Þegar þjóðerniskenndinni er beint í jákvæðan farveg verður hún að staðbundnu sameiningarafli – eitthvað sem ég tel að eigi fullt erindi til samfélags þar sem fjölmiðlar og samskiptamiðlar etja gjarnan konum gegn körlum, trúuðum gegn trúlausum og íhaldssömum gegn frjálslyndum. En annars býð ég landsmönnum gleðilega þjóðhátíð! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein 17. júní Finnur Thorlacius Eiríksson Mest lesið Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Skoðun Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Afmælisdagur Jóns Sigurðssonar var gerður að þjóðhátíðardegi Íslendinga árið 1944. Þessi 75 ár frá sjálfstæði þjóðríkisins hafa brosandi Íslendingar á öllum aldri sótt miðbæi landsins til að gera sér glaðan dag. En af hliðarlínunum heyrast stundum raddir sem vilja tortryggja þessa hátíð og þær kenndir sem hún byggir á. Ég hef hitt einstaklinga sem telja allar birtingarmyndir þjóðerniskenndar vera beina hraðbraut í áttina að nasisma og að ekki ætti að dýfa svo miklu sem litlu tá í þá laug. Draumóramaðurinn John Lennon hvatti fólk til að ímynda sér heim án landamæra – „Imagine there’s no countries“ – og án ýmissa annarra þátta (til dæmis trúarbragða og einkaeigna) sem hafa einkennt mannkynið frá örófi alda. Hugmyndin var sú að þessir eiginleikar væru hindrun á vegferð mannkynsins í áttina að útópísku alheimsbræðralagi. En það eru ekki áðurnefndir eiginleikar sem hindra mannkynið í því að ná saman. Þessir eiginleikar eru einfaldlega birtingarmyndir mannlegs eðlis. Þetta er eðlið sem fær okkur til að draga ályktun um hvaða hópi (eða hópum) við teljum okkur tilheyra. Það er jafn samofið heila okkar flestra og kynhvötin eða getan til þess að tala tungumál. Það er einfaldlega hvorki raunhæft né gagnlegt að snúa bakinu gegn þessum kenndum þó að þeim hafi verið beint í neikvæðan farveg í aldanna rás. Vandamálin verða ekki leyst með því að varpa öllu sem tengist þjóðerniskennd fyrir borð. Það verður að taka afstöðu til einstakra þátta með því að varðveita það sem er jákvætt en hafna því sem er neikvætt. Skýrustu dæmin um neikvæðar birtingarmyndir þjóðerniskenndar eru að finna í aðgerðum þýskra nasista undir forystu Adolfs Hitlers – skólabókardæmi um hvað ber að forðast þegar fólk horfist í augu við eigin þjóðerniskennd. Það þarf vart að taka fram að hugmyndir um goggunarröð kynþátta eftir „hreinleika“ og það að skipulega smala fólki í útrýmingarbúðir er gjörsamlega siðlaust. En þjóðerniskenndin er vandmeðfarin því það að kenna öðrum hópum um eigin vandamál, sérstaklega þegar harðnar í ári, hefur þótt mjög freistandi. Þegar fólk ræktar sína þjóðerniskennd er brýn þörf á því að reka varnagla sem hindra neikvæða útmálun minnihlutahópa, til dæmis með lagasetningu og fræðslu.Jákvæðar birtingarmyndir Að hvetja íslensku landsliðin í hinum ýmsu íþróttagreinum, að halda upp á og varðveita íslenska tungu, að flagga íslenska fánanum á fánadögum; þetta eru birtingarmyndir þjóðerniskenndar sem eru skaðlausar og má færa rök fyrir því að þær hafi jákvæð samfélagsleg áhrif. Án þjóðerniskenndar væri heimurinn menningarlega fátækari. Þjóðlög, þjóðbúningar og matarmenning svo fátt sé nefnt félli fljótlega í gleymsku í fjarveru þjóðerniskenndar. Hver væri betur til þess fallinn að varðveita íslensku fornhandritin en þjóðin sem gat þau af sér? Í þessu samhengi ætti einnig að vera augljóst að hver sú þjóð sem á sér þjóðríki stendur mun betur að vígi þegar kemur að því að varðveita eigin menningararf. Þegar þjóðerniskenndinni er beint í jákvæðan farveg verður hún að staðbundnu sameiningarafli – eitthvað sem ég tel að eigi fullt erindi til samfélags þar sem fjölmiðlar og samskiptamiðlar etja gjarnan konum gegn körlum, trúuðum gegn trúlausum og íhaldssömum gegn frjálslyndum. En annars býð ég landsmönnum gleðilega þjóðhátíð!
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun