Arnór Þór: Gamli skólinn skilur ekki Fortnite Tómas Þór Þórðarson í München skrifar 12. janúar 2019 15:00 Arnór Þór Gunnarsson er alltaf vel studdur af fjölskyldu sinni. vísir/sigurður már Arnór Þór Gunnarsson skoraði fimm mörk úr fimm skotum og nýtti bæði vítaköstin sín í tapleiknum á móti Króatíu, 31-27, á HM 2019 í handbolta í gær. Það dugði því miður skammt en Arnór segir strákana vera búna að hrista þetta af sér og tilbúnir í undirbúning fyrir annan stórleik á móti Spáni annað kvöld. „Ég held að menn hafi bara sofið ágætlega og borðað vel í morgun. Við erum bara bjartsýnir og tökum góðan myndbandsfund á eftir, svo æfingu og að mér sýnist svo annan myndbandsfund. Menn eru bara borubrattir,“ segir Arnór, sem óttast ekki marga myndbandsfundi Gumma Gumm. „Nei, alls ekki. Við þurfum bara á þessu að halda. Ég held að það sé bara frábært að skoða Spánverjana betur. Mér finnst fínt að vera á myndbandsfundi. Mér finnst líka bara gott að skoða mótherjana betur og svo er gott að æfa það inn á gólfi og það gerum við líka í dag.“Arnór Þór Gunnarsson skorar á móti Króatíu í gær.vísir/gettyStrákarnir gista á glæsilegu Hilton-hóteli í München þar sem að fer vel um þá, en hvað gera menn sér til dundurs á milli funda, æfinga og leikja? „Þetta hótel er frábært. Maturinn er mjög góður. Það er samt ekkert mikið í gangi hérna fyrir utan hótelið. Við löbbuðum hérna í 40 mínútur í gær og ég sá ekki neitt. Hótelið sjálft er frábært og það fer vel um okkur. Ég og Bjarki erum saman í herbergi þannig það er nóg að gera hjá okkur,“ segir Arnór Þór. Tölvuleikir eru alltaf vinsælir hjá íþróttamönnum. Arnór er ekki mikið í þeim og svo virðist sem þriggja ára aldursbilið (31 árs á móti 28 ára) á milli hans og Bjarka reki fleyg í hugmyndina um að spila Fortnite sem er líklega vinælasti tölvuleikur heims í dag. „Ég er búinn að spila smá FIFA. Bjarki vill endilega fara í Fortnite en gamli skólinn skilur ekki Fortnite þannig að ég er ekki í því. Ég er búinn að vera aðeins í FIFA en ég er ekki góður í honum,“ segir Arnór og hlær. Arnór er rækilega studdur af samheldinni fjölskyldu sinni og foreldrar hans voru mættir í andyri hótelsins í heimsókn. „Mamma og pabbi eru hérna. Þau eru bara í lobbyinu að bíða eftir mér og þú heldur mér í viðtali hérna. Konan kemur svo á morgun þannig að það er ágætis pepp í gangi hérna,“ segir Arnór Þór Gunnarsson. Allt viðtalið má sjá hér að neðan.Klippa: Arnór Þór - Það er ágætis pepp í gangi HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Svona var fundur strákanna í München Guðmundur Guðmundsson og nokkrir leikmenn íslenska liðsins sátu fyrir svörum á hóteli liðsins í München í dag 12. janúar 2019 12:00 Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Fótbolti Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Enski boltinn Fleiri fréttir Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sjá meira
Arnór Þór Gunnarsson skoraði fimm mörk úr fimm skotum og nýtti bæði vítaköstin sín í tapleiknum á móti Króatíu, 31-27, á HM 2019 í handbolta í gær. Það dugði því miður skammt en Arnór segir strákana vera búna að hrista þetta af sér og tilbúnir í undirbúning fyrir annan stórleik á móti Spáni annað kvöld. „Ég held að menn hafi bara sofið ágætlega og borðað vel í morgun. Við erum bara bjartsýnir og tökum góðan myndbandsfund á eftir, svo æfingu og að mér sýnist svo annan myndbandsfund. Menn eru bara borubrattir,“ segir Arnór, sem óttast ekki marga myndbandsfundi Gumma Gumm. „Nei, alls ekki. Við þurfum bara á þessu að halda. Ég held að það sé bara frábært að skoða Spánverjana betur. Mér finnst fínt að vera á myndbandsfundi. Mér finnst líka bara gott að skoða mótherjana betur og svo er gott að æfa það inn á gólfi og það gerum við líka í dag.“Arnór Þór Gunnarsson skorar á móti Króatíu í gær.vísir/gettyStrákarnir gista á glæsilegu Hilton-hóteli í München þar sem að fer vel um þá, en hvað gera menn sér til dundurs á milli funda, æfinga og leikja? „Þetta hótel er frábært. Maturinn er mjög góður. Það er samt ekkert mikið í gangi hérna fyrir utan hótelið. Við löbbuðum hérna í 40 mínútur í gær og ég sá ekki neitt. Hótelið sjálft er frábært og það fer vel um okkur. Ég og Bjarki erum saman í herbergi þannig það er nóg að gera hjá okkur,“ segir Arnór Þór. Tölvuleikir eru alltaf vinsælir hjá íþróttamönnum. Arnór er ekki mikið í þeim og svo virðist sem þriggja ára aldursbilið (31 árs á móti 28 ára) á milli hans og Bjarka reki fleyg í hugmyndina um að spila Fortnite sem er líklega vinælasti tölvuleikur heims í dag. „Ég er búinn að spila smá FIFA. Bjarki vill endilega fara í Fortnite en gamli skólinn skilur ekki Fortnite þannig að ég er ekki í því. Ég er búinn að vera aðeins í FIFA en ég er ekki góður í honum,“ segir Arnór og hlær. Arnór er rækilega studdur af samheldinni fjölskyldu sinni og foreldrar hans voru mættir í andyri hótelsins í heimsókn. „Mamma og pabbi eru hérna. Þau eru bara í lobbyinu að bíða eftir mér og þú heldur mér í viðtali hérna. Konan kemur svo á morgun þannig að það er ágætis pepp í gangi hérna,“ segir Arnór Þór Gunnarsson. Allt viðtalið má sjá hér að neðan.Klippa: Arnór Þór - Það er ágætis pepp í gangi
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Svona var fundur strákanna í München Guðmundur Guðmundsson og nokkrir leikmenn íslenska liðsins sátu fyrir svörum á hóteli liðsins í München í dag 12. janúar 2019 12:00 Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Fótbolti Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Enski boltinn Fleiri fréttir Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sjá meira
Svona var fundur strákanna í München Guðmundur Guðmundsson og nokkrir leikmenn íslenska liðsins sátu fyrir svörum á hóteli liðsins í München í dag 12. janúar 2019 12:00