Valskonur mæta íslenskri landsliðskonu í Evrópukeppninni í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. september 2019 15:00 Eva Björk Davíðsdóttir hefur átt sæti í íslenska landsliðinu undanfarin ár. vísir/vilhelm Íslenska landsliðskonan Eva Björk Davíðsdóttir er mætt til Íslands með liðsfélögum sínum í sænska liðinu Skuru en báðir leikirnir á móti Íslandsmeisturum Vals í fyrstu umferð EHF-bikarsins fara fram á Hlíðarenda um helgina. „Það verður gaman að koma til Íslands og spila við Val,“ sagði Evar Björk í viðtali við heimasíðu Skuru. „Ég þekki flesta leikmennina mjög vel, bæði úr landsliðinu og frá því að ég spilaði með Gróttu. Valur er flottur klúbbur með frábæra hefð og á síðasta tímabili unnu þær alla titlana,“ sagði Eva Björk. „Ef við spilum góða vörn og stjórnum hraðanum þá eigum við góða möguleika í þessum tveimur leikjum á Íslandi. Það er lykilatriði að við mætum til Íslands með hundrað prósent einbeitingu og fulla orku. Valur er lið sem gefur allt sitt í leikina og er við gefum þeim litla putta þá taka þær alla hendina,“ sagði Eva Björk. Liðið sem hefur betur í leikjunum mætir rússneska liðinu Zvezda Zvenigorod í næstu umferð. Leikirnir fara báðir fram í Valsheimilinu á Hlíðarenda, sá fyrri í kvöld klukkan 19.30 og sá seinni á sunnudagskvöldið á sama tíma. „Þetta er ótrúleg mikilvægt fyrir þróun okkar liðs og fyrir okkar leikmenn að ná sér í alþjóðlega reynslu. Svona Evrópuleikir eru allt öðruvísi en leikirnir heima í deildinni. Við erum ekki að gera okkur auðveldara fyrir með því að spila báða leikina á útivelli en það var heldur ekki markmiðið,“ sagði Mats Kardell, þjálfari Skuru. Handbolti Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Enski boltinn Laus úr útlegðinni og mættur heim Handbolti Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum Sjá meira
Íslenska landsliðskonan Eva Björk Davíðsdóttir er mætt til Íslands með liðsfélögum sínum í sænska liðinu Skuru en báðir leikirnir á móti Íslandsmeisturum Vals í fyrstu umferð EHF-bikarsins fara fram á Hlíðarenda um helgina. „Það verður gaman að koma til Íslands og spila við Val,“ sagði Evar Björk í viðtali við heimasíðu Skuru. „Ég þekki flesta leikmennina mjög vel, bæði úr landsliðinu og frá því að ég spilaði með Gróttu. Valur er flottur klúbbur með frábæra hefð og á síðasta tímabili unnu þær alla titlana,“ sagði Eva Björk. „Ef við spilum góða vörn og stjórnum hraðanum þá eigum við góða möguleika í þessum tveimur leikjum á Íslandi. Það er lykilatriði að við mætum til Íslands með hundrað prósent einbeitingu og fulla orku. Valur er lið sem gefur allt sitt í leikina og er við gefum þeim litla putta þá taka þær alla hendina,“ sagði Eva Björk. Liðið sem hefur betur í leikjunum mætir rússneska liðinu Zvezda Zvenigorod í næstu umferð. Leikirnir fara báðir fram í Valsheimilinu á Hlíðarenda, sá fyrri í kvöld klukkan 19.30 og sá seinni á sunnudagskvöldið á sama tíma. „Þetta er ótrúleg mikilvægt fyrir þróun okkar liðs og fyrir okkar leikmenn að ná sér í alþjóðlega reynslu. Svona Evrópuleikir eru allt öðruvísi en leikirnir heima í deildinni. Við erum ekki að gera okkur auðveldara fyrir með því að spila báða leikina á útivelli en það var heldur ekki markmiðið,“ sagði Mats Kardell, þjálfari Skuru.
Handbolti Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Enski boltinn Laus úr útlegðinni og mættur heim Handbolti Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum Sjá meira