Lífið

Emiliana Torrini og Rowan gengu í það heilaga

Stefán Árni Pálsson skrifar
Emilía Torrini og Rowan gengu í það heilaga í júlí.
Emilía Torrini og Rowan gengu í það heilaga í júlí. skjáskot úr myndbandi Torrini.
Söngkonan vinsæla Emiliana Torrini og Rowan Patrick Robinson Cain gengu í það heilaga þann 23.júlí síðastliðinn. Þetta kemur fram í Lögbirtingarblaðinu.

Rowan starfar sem vöruhönnuður og stundaði nám við Háskólann í Sussex en í dag starfar hann hjá Össuri.

Í Lögbirtingarblaðinu, þar sem fram kemur að þau Emilana og Rowan hafi gert með sér kaupmála, kemur fram að hann sé fæddur árið 1985. Emilána er átta árum eldri en hún er fædd 1977.

Líklegt má telja að hjörtu þeirra Emilönu og Rowans hafi slegið hratt í sumar eins og hún syngur um í lagi sínu Jungle Drum.Emiliana Torrini hefur í mörg ár verið ein allra vinsælasta söngkona þjóðarinnar. Hún hefur einnig náð langt í sínu fagi erlendis og samið lög fyrir myndir á borð við Lord of the Rings og þættina Grey´s Anatomy.

Emiliana var í sumar gæsuð og skemmti sér greinilega vel eins og sjá má hér að neðan.

 
 
 
View this post on Instagram
......And then this happened #goosingthehen ...,

A post shared by Emiliana Torrini (@emilianatorrini) on Jul 11, 2019 at 3:30pm PDT

Hér má sjá mynd af hjónunum saman síðan 2016. Rowan birti myndina árið 2016.Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.