Handbolti

Seinni bylgjan: „Sem þjálfari hefði ég orðið trylltur og beðið hann upp að labba í sturtu“

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ísak Rafnsson hefur hér misst af Valsmanninum Þorgils Jóni Svölu Baldurssyni.
Ísak Rafnsson hefur hér misst af Valsmanninum Þorgils Jóni Svölu Baldurssyni. Vísir/Vilhelm

FH-ingar voru sjálfum sér verstir á lokakaflanum í gær þegar þeir töpuðu á móti Val en strákarnir í Seinni bylgjunni fóru yfir það sem FH-ingarnir gerðu rangt í tapi sínu í stórleik umferðarinnar í Olís deild karla í handbolta.

„Þessi lokakafli var mjög spennandi. Við vorum að horfa á þennan leik hér í húsinu og sögðum tvisvar til þrisvar: Nú hlýtur þetta að vera komið hjá Val. FH-ingarnir koma alltaf til baka en eru samt sjálfum sér verstir að láta reka sig látlaust út af,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar.

„Það voru þarna tvö atriði í þessum leik sem voru alveg út úr kortinu. Við sjáum þarna þegar ég sagði fylgist þið vel með Ísak,“ sagði Logi Geirsson. „Og hvað gerði Ísak? Hvað er hann að hugsa?,“ skaut Henry Birgir inn.

„Það er fáránlegt að bjóða upp á þetta. Auðvitað er þetta mjög soft dómur en hann bíður algjörlega upp á þetta og það í lok leiksins. Sem þjálfari hefði ég orðið verið trylltur og beðið hann upp að labba í sturtu,“ sagði Logi.

Það má sjá umfjöllun Seinni bylgjunnar um leik Vals og FH í myndbandinu hér fyrir neðan og þá einnig hrun FH-inga í fyrri hálfleiknum.

Klippa: Seinni bylgjan: Lokakaflinn og hrun FH-inga á móti ValAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.