Handbolti

Seinni bylgjan: Vilja fá Björgvin Pál aftur í landsliðið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Í Lokaskotinu í Seinni bylgjunni í gær voru Ágúst Jóhannsson og Logi Geirsson beðnir um að velja 16 manna landsliðshóp fyrir EM 2020.

Þeir voru ekki sammála um nokkrar stöður í liðinu en athygli vakti að þeir myndu báðir velja Björgvin Pál Gústavsson í EM-hópinn.

Björgvin hefur ekki leikið síðustu fimm leiki íslenska landsliðsins eftir að hafa verið aðalmarkvörður þess í rúman áratug.

Björgvin hefur leikið vel með Skjern í Danmörku í vetur og Ágúst og Logi vilja báðir fá hann aftur í landsliðið.

„Ég myndi hafa Björgvin sem markvörð númer eitt. Mér finnst hann hafa staðið sig frábærlega í dönsku deildinni. Hann hefur komið sterkur til baka eftir að hafa átt undir högg að sækja,“ sagði Ágúst.

Hann valdi Viktor Gísla Hallgrímsson í sinn hóp á meðan Logi valdi Ágúst Elí Björgvinsson.

„Munurinn á Ágústi og Viktori Gísla er að Ágúst varð meistari í Svíþjóð í fyrra og var stórkostlegur í úrslitakeppnina. Hann hefur sýnt að hann getur komið inn á stórmótum og lokað,“ sagði Logi.

Lokaskotið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.