Körfubolti

Philadelphia marði sigur á Denver

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Embiid var í miklu stuði.
Embiid var í miklu stuði. vísir/Ap

Venju samkvæmt var leikið í NBA-deildinni í nótt þar sem mesta baráttan var í leik Phildelpia 76ers og Denver Nuggets.

Að lokum fór svo að Sixers vann fimm stiga sigur í alvöru leik þar sem Joel Embiid fór einu sinni sem oftar fyrir liði Philadelphia.


Hann skoraði 22 stig, tók 10 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. Tobias Harris líka duglegur við stigaskorun en hann endaði með 20 stig.

Hjá Denver var Will Barton allt í öllu en hann skoraði 26 stig en næstur var Nikola Jokic með 15.

Úrslit:

Charlotte-Washington  114-107
Miami-Atlanta  135-121
Philadelphia-Denver  97-92
Portland-NY Knicks  115-87

NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.