Hollensku stelpurnar enduðu sigurgöngu Rússa og komust í úrslitaleikinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. desember 2019 10:00 Hollendingurinn Lois Abbingh fagnar sigri á móti Rússum í dag. EPA-EFE/HIROSHI YAMAMURA Holland endaði átta leikja sigurgöngu Rússa á heimsmeistaramóti kvenna í handbolta þegar liðið vann eins marka sigur á Rússlandi í fyrri undanúrslitaleik keppninnar. Svartfjallaland hefur aldrei náð betri árangri en á þessu heimsmeistaramóti og sænsku stelpurnar léku sér af Þýskalandi í leiknum um sjöunda sætið. Undanúrslitaleikur Hollands og Rússlands var frábær skemmtun og endaði með 33-32 sigri Hollands. Laura Van Der Heijden skoraði sigurmarkið með gegnumbroti átján sekúndum fyrir leiklok. Anna Vyakhireva átti frábæran leik fyrir Rússa og skoraði 11 mörk í leiknum en hún var niðurbrotin í lokin eftir að hafa klikkað á lokaskoti leiksins. Rússar höfðu fyrir leikinn unnið alla átta leiki sína í keppninni og voru með augun á fyrsta heimsmeistaratitli sínum í tíu ár. Hollendingar enduðu þær vonir og Holland mætir annaðhvort Noregi eða Spáni í úrslitaleiknum en seinni undanúrslitaleikurinn er á eftir. Hollensku stelpurnar byrjuðu bæði riðlakeppnina og keppnina í milliriðli á því að tapa en hafa komið sterkar til baka í bæði skiptin. Hollenska liðið vann meðal annars Noreg í milliriðlinum og liðin gætu mæst aftur í úrslitaleiknum takist Þóri Hergeirssyni og stelpunum hans að vinna sinn undanúrslitaleik á eftir. Estavana Polman var markahæst í hollenska liðinu með níu mörk en Lois Abbingh skoraði átta mörk. Hetjan í lokin, Laura Van Der Heijden, skoraði fimm mörk. Þetta verður í annað skiptið sem Holland spilar til úrslita á HM kvenna í handbolta en liðið tapaði á móti Noregi í úrslitaleiknum á HM í Danmörku 2015. Sænsku stelpurnar tryggðu sér sjöunda sætið með sannfærandi stórsigri á Þjóðverjum. Svíþjóð vann leikinn með ellefu marka mun, 35-24, eftir að hafa verið fimm mörkum yfir í hálfleik, 18-13. Þýsku stelpurnar voru reyndar 8-4 yfir í leiknum þegar þrettán mínútur voru liðnar en þá fór allt í baklás og Svíar unnu síðustu sautján mínútur fyrri hálfleiksins 14-5. Svíar komust síðan í 20-13 og 27-16 í upphafi seinni hálfleiksins og sænsku stelpurnar voru búnar að gera út um leikinn eftir 47 mínútur. Isabelle Gulldén var markahæst í sænska liðinu með sjö mörk þrátt fyrir að spila bara í rúmar átta mínútur. Hún kom bara inn á til að taka vítaköst og skoraði úr öllum sjö vítum sínum. Carin Strömberg og Jamina Roberts voru báðar með fjögur mörk og fimm stoðsendingar. Svartfjallaland endaði í fimmta sæti eftir tveggja marka sigur á Serbíu, 28-26, í nágrannaslag. Þetta er besti árangur kvennaliðs Svartfellinga á heimsmeistaramóti. Serbar byrjuðu vel, komust í 6-2 og voru 8-6 yfir þegar Svartfellingar skoruðu sex mörk í röð og tóku frumkvæðið. Svartfjallaland var 13-12 yfir í hálfleik og var síðan skrefi á undan nær allan seinni hálfleikinn.Undanúrslitaleikir: Rússland - Holland 32-33 Noregur - Spánn - seinna í dagLeikur um fimmta sætið: Serbía - Svartfjallaland 26-28Leikur um sjöunda sætið: Þýskaland - Svíþjóð 24-35 Handbolti Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Fleiri fréttir Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Sjá meira
Holland endaði átta leikja sigurgöngu Rússa á heimsmeistaramóti kvenna í handbolta þegar liðið vann eins marka sigur á Rússlandi í fyrri undanúrslitaleik keppninnar. Svartfjallaland hefur aldrei náð betri árangri en á þessu heimsmeistaramóti og sænsku stelpurnar léku sér af Þýskalandi í leiknum um sjöunda sætið. Undanúrslitaleikur Hollands og Rússlands var frábær skemmtun og endaði með 33-32 sigri Hollands. Laura Van Der Heijden skoraði sigurmarkið með gegnumbroti átján sekúndum fyrir leiklok. Anna Vyakhireva átti frábæran leik fyrir Rússa og skoraði 11 mörk í leiknum en hún var niðurbrotin í lokin eftir að hafa klikkað á lokaskoti leiksins. Rússar höfðu fyrir leikinn unnið alla átta leiki sína í keppninni og voru með augun á fyrsta heimsmeistaratitli sínum í tíu ár. Hollendingar enduðu þær vonir og Holland mætir annaðhvort Noregi eða Spáni í úrslitaleiknum en seinni undanúrslitaleikurinn er á eftir. Hollensku stelpurnar byrjuðu bæði riðlakeppnina og keppnina í milliriðli á því að tapa en hafa komið sterkar til baka í bæði skiptin. Hollenska liðið vann meðal annars Noreg í milliriðlinum og liðin gætu mæst aftur í úrslitaleiknum takist Þóri Hergeirssyni og stelpunum hans að vinna sinn undanúrslitaleik á eftir. Estavana Polman var markahæst í hollenska liðinu með níu mörk en Lois Abbingh skoraði átta mörk. Hetjan í lokin, Laura Van Der Heijden, skoraði fimm mörk. Þetta verður í annað skiptið sem Holland spilar til úrslita á HM kvenna í handbolta en liðið tapaði á móti Noregi í úrslitaleiknum á HM í Danmörku 2015. Sænsku stelpurnar tryggðu sér sjöunda sætið með sannfærandi stórsigri á Þjóðverjum. Svíþjóð vann leikinn með ellefu marka mun, 35-24, eftir að hafa verið fimm mörkum yfir í hálfleik, 18-13. Þýsku stelpurnar voru reyndar 8-4 yfir í leiknum þegar þrettán mínútur voru liðnar en þá fór allt í baklás og Svíar unnu síðustu sautján mínútur fyrri hálfleiksins 14-5. Svíar komust síðan í 20-13 og 27-16 í upphafi seinni hálfleiksins og sænsku stelpurnar voru búnar að gera út um leikinn eftir 47 mínútur. Isabelle Gulldén var markahæst í sænska liðinu með sjö mörk þrátt fyrir að spila bara í rúmar átta mínútur. Hún kom bara inn á til að taka vítaköst og skoraði úr öllum sjö vítum sínum. Carin Strömberg og Jamina Roberts voru báðar með fjögur mörk og fimm stoðsendingar. Svartfjallaland endaði í fimmta sæti eftir tveggja marka sigur á Serbíu, 28-26, í nágrannaslag. Þetta er besti árangur kvennaliðs Svartfellinga á heimsmeistaramóti. Serbar byrjuðu vel, komust í 6-2 og voru 8-6 yfir þegar Svartfellingar skoruðu sex mörk í röð og tóku frumkvæðið. Svartfjallaland var 13-12 yfir í hálfleik og var síðan skrefi á undan nær allan seinni hálfleikinn.Undanúrslitaleikir: Rússland - Holland 32-33 Noregur - Spánn - seinna í dagLeikur um fimmta sætið: Serbía - Svartfjallaland 26-28Leikur um sjöunda sætið: Þýskaland - Svíþjóð 24-35
Handbolti Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Fleiri fréttir Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Sjá meira