Handbolti

Þórir og norsku stelpurnar komust ekki í úrslitaleikinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Þórir Hergeirsson.
Þórir Hergeirsson. Getty/Baptiste Fernandez

Það verða Holland og Spánn sem spila til úrslita á heimsmeistaramóti kvenna í handbolta en undanúrslitaleikirnir fóru fram í Kumamoto í dag.

Norska kvennalandsliðið, sem er undir stjórn Íslendingsins Þóris Hergeirsson, steinlá á móti Spáni í sínum undanúrslitaleik en áður hafði Holland endað sigurgöngu Rússa í hinum undanúrslitaleiknum.

Spánverjar unnu sex marka sigur, 28-22, en staðan var jöfn í hálfleik, 13-13.

Spænsku stelpurnar náðu fjögurra marka forystu í fyrri hálfleik, 10-6, en norska liðið náði að jafna metin fyrir hálfleik.

Spánn vann fyrstu sex mínútur seinni hálfleiksins 4-1 og var síðan komið sex mörkum yfir, 24-18, um miðjan hálfleikinn. Spænska liðið komst mest átta mörkum yfir en norsku stelpurnar lögðuðu aðeins stöðuna í blálokin.

Malin Larsen Aune var markahæst í norska liðinu með fimm mörk en fyrirliðinn Stine Bredal Oftedal nýtti aðeins 2 af 7 skotum og mátti sóknarleikur norska liðsins ekki við því.

Noregur mætir Rússlandi í leiknum um þriðja sætið.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.