Verðmætasköpun í fiski innanlands! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar 13. desember 2019 15:30 Atvinnuveganefnd hefur í góðri samstöðu fjallað um stóraukinn útflutning á óunnum fiski sem hefur margvísleg áhrif á atvinnu, efnahag, nýsköpun og rekstrargrundvöll fiskmarkaða, minni útgerða og fiskvinnsla í landinu. Við sammæltumst um að senda gagnrýnin álitaefni til fimm ráðuneyta og köllum eftir skýrum svörum og rökstuddum viðbrögðum. Sjávarútvegurinn hefur verið bitbein stjórnmálamanna í marga áratugi. Það er því sérstakt fagnaðarefni þegar þingmenn allra flokka á Alþingi koma sér saman um mál honum tengdum. Við fjölluðum m.a. um samkeppnisstöðu innlendrar fiskvinnslu gagnvart ríkisstyrktri fiskvinnslu innan ESB. Hefur nefndin meðal annars velt upp samfélagslegum og efnahagslegum áhrifum á Íslandi vegna útflutnings á óunnum fiski í gámum. Nefndin hefur tekið þetta mál til góðrar umfjöllunar, fengið til sín fjölda gesta og það hefur komið fram að innlend fyrirtæki séu að keppa við fyrirtæki sem eru ríkisstyrkt í Evrópu sem í sumum tilfellum borga lægri laun en hér á landi og kaupa fisk á fiskmörkuðum hérlendis eða beint af útgerðarfyrirtækjum á öðru verði en gert er upp við sjómenn. Það hefur þær afleiðingar í för með sér að störf eru að tapast í fiskvinnslu hér á landi og rekstrarstaða minni fiskvinnslustöðva og fiskmarkaða er orðin erfið. Nefndin hefur m.a. óskað eftir því við sjávarútvegsráðuneytið að það taki til skoðunar skýrslu Verðlagsstofu skiptaverðs, áhrif milliverðlagningar á laun sjómanna og á tekjur hafna sem mikið hefur verið til umræðu undanfarið og að brugðist verði við. Fimm ráðuneyti hafa nú fengið sendar fyrirspurnir frá atvinnuveganefnd um krefjandi álitaefni í þessu máli sem falla undir þeirra verksvið. Þannig krefst nefndin svara frá sjávarútvegsráðherra, félagsmálaráðherra, samgönguráðherra, umhverfisráðherra og fjármálaráðherra. Meðal þeirra álitaefna sem nefndin vill svör um eru tekjutap ríkis og sveitarfélaga og fækkun starfa, hvernig megi tryggja að sem mest af verðmætasköpun af nýtingu auðlindarinnar verði eftir í landinu og umhverfisáhrif þess að flytja hrávöru út til vinnslu. Mikilvægt er að þróunin verði ekki sú að fiskvinnsla flytjist úr landi með tilheyrandi tapaðri verðmætasköpun, þekkingu og byggðaröskun í sjávarbyggðum. Útflutningur af óunnum fiski er helmingur af því magni sem fer í gegnum fiskmarkaði í dag og sterk krafa hefur verið á að skylt verði að allar útgerðir setji hlutfall af sínum afla á fiskmarkað til að styrkja verðmyndun og framboð á fiski og á það sérstaklega við fiskvinnslur án útgerða sem margar hafa sérhæft sig í framleiðslu til neytenda. Það þarf að skoða samkeppnisstöðu innlendrar fiskvinnslu gagnvart fiskvinnslu innan ESB vegna hins aukna útflutnings á óunnum fiski í gámum. Jafnframt þarf að skoða hvernig eignarhaldi innlendra aðila í fiskvinnslum erlendis sem kaupa óunninn fisk frá Íslandi er háttað og hvernig ESB standi að stuðningi við sjávarútveg og fiskvinnslu í aðildarlöndum sínum. Þessa frumkvæðisvinnu í nafni allrar nefndarinnar, að frumkvæði Ásmundar Friðrikssonar, tel ég vera mjög mikilvæga og að hún skili niðurstöðum sem stjórnvöld vinni með áfram. Þetta sýnir að við á Alþingi getum sýnt samstöðu þvert á flokka. Höfundur er formaður atvinnuveganefndar Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Skoðun Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Atvinnuveganefnd hefur í góðri samstöðu fjallað um stóraukinn útflutning á óunnum fiski sem hefur margvísleg áhrif á atvinnu, efnahag, nýsköpun og rekstrargrundvöll fiskmarkaða, minni útgerða og fiskvinnsla í landinu. Við sammæltumst um að senda gagnrýnin álitaefni til fimm ráðuneyta og köllum eftir skýrum svörum og rökstuddum viðbrögðum. Sjávarútvegurinn hefur verið bitbein stjórnmálamanna í marga áratugi. Það er því sérstakt fagnaðarefni þegar þingmenn allra flokka á Alþingi koma sér saman um mál honum tengdum. Við fjölluðum m.a. um samkeppnisstöðu innlendrar fiskvinnslu gagnvart ríkisstyrktri fiskvinnslu innan ESB. Hefur nefndin meðal annars velt upp samfélagslegum og efnahagslegum áhrifum á Íslandi vegna útflutnings á óunnum fiski í gámum. Nefndin hefur tekið þetta mál til góðrar umfjöllunar, fengið til sín fjölda gesta og það hefur komið fram að innlend fyrirtæki séu að keppa við fyrirtæki sem eru ríkisstyrkt í Evrópu sem í sumum tilfellum borga lægri laun en hér á landi og kaupa fisk á fiskmörkuðum hérlendis eða beint af útgerðarfyrirtækjum á öðru verði en gert er upp við sjómenn. Það hefur þær afleiðingar í för með sér að störf eru að tapast í fiskvinnslu hér á landi og rekstrarstaða minni fiskvinnslustöðva og fiskmarkaða er orðin erfið. Nefndin hefur m.a. óskað eftir því við sjávarútvegsráðuneytið að það taki til skoðunar skýrslu Verðlagsstofu skiptaverðs, áhrif milliverðlagningar á laun sjómanna og á tekjur hafna sem mikið hefur verið til umræðu undanfarið og að brugðist verði við. Fimm ráðuneyti hafa nú fengið sendar fyrirspurnir frá atvinnuveganefnd um krefjandi álitaefni í þessu máli sem falla undir þeirra verksvið. Þannig krefst nefndin svara frá sjávarútvegsráðherra, félagsmálaráðherra, samgönguráðherra, umhverfisráðherra og fjármálaráðherra. Meðal þeirra álitaefna sem nefndin vill svör um eru tekjutap ríkis og sveitarfélaga og fækkun starfa, hvernig megi tryggja að sem mest af verðmætasköpun af nýtingu auðlindarinnar verði eftir í landinu og umhverfisáhrif þess að flytja hrávöru út til vinnslu. Mikilvægt er að þróunin verði ekki sú að fiskvinnsla flytjist úr landi með tilheyrandi tapaðri verðmætasköpun, þekkingu og byggðaröskun í sjávarbyggðum. Útflutningur af óunnum fiski er helmingur af því magni sem fer í gegnum fiskmarkaði í dag og sterk krafa hefur verið á að skylt verði að allar útgerðir setji hlutfall af sínum afla á fiskmarkað til að styrkja verðmyndun og framboð á fiski og á það sérstaklega við fiskvinnslur án útgerða sem margar hafa sérhæft sig í framleiðslu til neytenda. Það þarf að skoða samkeppnisstöðu innlendrar fiskvinnslu gagnvart fiskvinnslu innan ESB vegna hins aukna útflutnings á óunnum fiski í gámum. Jafnframt þarf að skoða hvernig eignarhaldi innlendra aðila í fiskvinnslum erlendis sem kaupa óunninn fisk frá Íslandi er háttað og hvernig ESB standi að stuðningi við sjávarútveg og fiskvinnslu í aðildarlöndum sínum. Þessa frumkvæðisvinnu í nafni allrar nefndarinnar, að frumkvæði Ásmundar Friðrikssonar, tel ég vera mjög mikilvæga og að hún skili niðurstöðum sem stjórnvöld vinni með áfram. Þetta sýnir að við á Alþingi getum sýnt samstöðu þvert á flokka. Höfundur er formaður atvinnuveganefndar Alþingis.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar