Körfubolti

Jamar Akoh farinn frá Stjörnunni vegna veikinda

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Akoh lék átta deildarleiki með Stjörnunni.
Akoh lék átta deildarleiki með Stjörnunni. vísir/daníel

Bandaríski körfuboltamaðurinn Jamar Akoh hefur leikið sinn síðasta leik fyrir Stjörnuna. Hann er farinn aftur heim vegna heilsufarsástæðna.

Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, staðfesti þetta í samtali við Vísi eftir sigurinn á Haukum í kvöld.

„Hann varð veikur og líklega eru þetta langtíma veikindi. Hann vildi komast heim til sinna lækna,“ sagði Arnar.

„Hann þarf bara að ná heilsu og vonandi getur hann spilað körfubolta aftur eftir þetta tímabil. Þetta er mjög leiðinlegt. Við vorum mjög ánægðir með hann og ætluðum ekki að láta hann fara. Hann er líklega að fara í frekari rannsóknir og þar verður reynt að finna hvað hrjáir hann.“

Í átta leikjum í Domino‘s deild karla í vetur skoraði Akoh 16,6 stig og tók 9,3 fráköst að meðaltali.

Stjarnan teflir fram nýjum Bandaríkjamanna eftir áramót og þá byrjar Gunnar Ólafsson einnig að spila með liðinu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×