Handbolti

Sjáðu sirkusmark Dags sem tryggði ÍBV sigur á FH

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Dagur skoraði sigurmark ÍBV gegn FH.
Dagur skoraði sigurmark ÍBV gegn FH. vísir/bára

Dagur Arnarsson var hetja ÍBV sem vann FH, 32-33, í Kaplakrika í Olís-deild karla í dag.

Eftir að Jón Bjarni Ólafsson jafnaði í 32-32 fyrir FH-inga tóku Eyjamenn leikhlé. Þá voru 14 sekúndur eftir.

Í lokasókninni kastaði Fannar Þór Friðgeirsson boltanum inn í vítateig ÍBV á Dag sem greip boltann á lofti og skoraði í þann mund sem leiktíminn rann út. Sirkus- og sigurmarkið má sjá hér fyrir neðan.Sigurinn var afar mikilvægur fyrir ÍBV sem hefur ekki gengið vel að undanförnu.

Eyjamenn og FH-ingar eru jafnir að stigum í 6. og 7. sæti deildarinnar.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.