Handbolti

Gunnar tekur við Aftureldingu eftir tímabilið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gunnar gerði Hauka að Íslandsmeisturum 2016.
Gunnar gerði Hauka að Íslandsmeisturum 2016.

Gunnar Magnússon tekur við karlaliði Aftureldingar eftir tímabilið. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins.

Gunnar hefur stýrt karlaliði Hauka síðan 2015 en hættir með það eftir þetta tímabil.

Hann tekur við Aftureldingu af Einari Andra Einarssyni sem hættir eftir tímabilið. Hann hefur þjálfað Aftureldingu síðan 2014.

Haukar eru í efsta sæti Olís-deildar karla með 23 stig, einu stigi á undan Aftureldingu sem er í 2. sæti.

Undir stjórn Gunnars urðu Haukar Íslandsmeistarar 2016 og deildarmeistarar 2016 og 2019. Hann gerði ÍBV að Íslandsmeisturum 2014 og bikarmeisturum 2015.

Gunnar er aðstoðarþjálfari karlalandsliðs Íslands og yfirþjálfari yngri landsliða hjá HSÍ.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×