Körfubolti

Giannis: LeBron er geimvera

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Giannis og LeBron mætast í stórleik aðfaranótt föstudags
Giannis og LeBron mætast í stórleik aðfaranótt föstudags vísir/getty

Gríska stórstjarnan Giannis Antetokounmpo segir það gera LeBron James að geimveru að hann sé enn að spila í hæsta gæðaflokki 34 ára gamall.

Antetokounmpo hélt upp á 25 ára afmælið sitt í byrjun desember, LeBron James verður örfáum dögum frá 35 ára afmælisdegi sínum þegar Los Angeles Lakers og Milwaukee Bucks mætast aðfaranótt föstudags.

„Það er eitt af markmiðum mínum að geta haldið áfram að spila í hæsta gæðaflokki næstu tíu árin,“ sagði Giannis.

„Hann er að verða 35 og það er fáránlegt að sjá hvernig hann hreyfir sig og spilar.“

„En hann er LeBron James. Hann er öðruvísi en við hin, hann er geimvera.“

Lið James og Antetokounmpo eru á toppi deilda sinna í NBA deildinni, hafa bæði unnið 24 leiki og tapað 4. Þau mætast í fyrsta skipti á tímabilinu á fimmtudagskvöld

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×