Körfubolti

Miami Heat fyrsta útiliðið til að vinna í Philadelphia í vetur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kendrick Nunn átti góðan leik með Miami Heat í nótt.
Kendrick Nunn átti góðan leik með Miami Heat í nótt. Getty/Mitchell Leff

Miami Heat endaði fjórtán leikja sigurgöngu Philadelphia 76ers á heimavelli í NBA-deildinni í nótt og gerði með því það sem engu öðru liði hafði tekist á þessu tímabili.



Kendrick Nunn skoraði 26 stig fyrir Miami Heat í 108-104 sigri á Philadelphia 76ers en heimamenn í Philadelphia 76ers vorum búnir að vinna alla fjórtán heimaleiki tímabilsins fyrir leikinn.

Philadelphia 76ers fékk sín tækifæri til að snúa leiknum í lokinn en Al Horford klikkaði á opnu þriggja stiga skoti og Miami landaði sigrinum. Bam Adebayo skoraði 23 stig fyrir Miami en Joel Embiid var með 22 stig og 19 fráköst fyrir 76ers.



Kemba Walker skoraði 32 stig og Jaylen Brown bætti við 26 stigum þegar Boston Celtics vann 109-103 útisigur á Dallas Mavericks. Jayson Tatum var einnig öflugur í liði Boston og skoraði 24 stig. Luka Doncic missti af öðrum leiknum í röð vegna meiðsla en Kristaps Porzingis var atkvæðamestur með 23 stig og 13 fráköst.

Brandon Ingram skoraði 34 stig þegar New Orleans Pelicans enduðu þrettán leikja taphrinu með 107-99 útisigri á Minnesota Timberwolves. Karl-Anthony Town lék ekki með Minnesota í þessum leik.



Kyle Lowry var með þrennu þegar NBA meistarar Toronto Raptors unnu 112-99 sigur á Detroit Pistons. Lowry var með 20 stig, 10 fráköst og 10 stoðsendingar

Wendell Carter Jr. tryggði Chicago Bulls 110-109 sigur á Washington Wizards í framlengingu en Bulls liðið vann upp átján stiga forskot heimamanna í Washington í fjórða leikhlutanum. Finninn Lauri Markkanen var með 31 stig og 9 fráköst fyrir Chicago Bulls og Zach LaVine bætti við 24 stigum.









Úrslitin í NBA-deildinni í nótt:

Portland Trail Blazers - Golden State Warriors    122-112   

Dallas Mavericks - Boston Celtics    103-109   

Denver Nuggets - Orlando Magic    113-104   

Minnesota Timberwolves - New Orleans Pelicans    99-107   

Oklahoma City Thunder - Memphis Grizzlies    126-122   

Cleveland Cavaliers - Charlotte Hornets    100-98   

Detroit Pistons - Toronto Raptors    99-112   

Philadelphia 76ers - Miami Heat    104-108   

Washington Wizards - Chicago Bulls    109-110 (98-98)    





NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×