Körfubolti

Leik Þórs og KR á Akureyri frestað

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Þórsarar eru komnir í jólafrí.
Þórsarar eru komnir í jólafrí. vísir/bára

Leik Þórs Ak. og KR í Domino's deild karla í körfubolta, sem átti að fara fram í kvöld, hefur verið frestað vegna ófærðar. Leikurinn fer fram í febrúar á næsta ári.



Íslandsmeistarar KR eru í 5. sæti deildarinnar en Þór í því tólfta og neðsta. Bæði lið eru nú komin í jólafrí. KR-ingar voru komnir að Blönduósi er þeir þurftu að snúa við. Allt lokað og ófært til Akureyrar.

Fjórir leikir fara því fram í Domino's deildinni í kvöld.

Keflavík tekur á móti ÍR, Stjarnan og Fjölnir eigast við í Garðabænum, Grindavík sækir Tindastól heim og Njarðvík fær Þór Þ. í heimsókn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×