Lífið

Drauma­smá­hýsið í mið­borg Port­land

Stefán Árni Pálsson skrifar
Einstakt smáhýsi í Portland.
Einstakt smáhýsi í Portland.

Á YouTube-síðunni Living Big In A Tiny House hittir þáttastjórnandinn Bryce Langston fólk sem býr í litlu rými en nær að nýta sér plássið vel.

Að þessu sinni heimsótti Langston Kari sem hefur komið sér einstaklega vel fyrir rétt við miðborg Portland í smáhýsi sem hún hannaði sjálf.

Þar er hugsað fyrir öllu og þá sérstaklega þegar kemur að hönnun. Til að mynda má varla sjá sturtuna sem er í raun falin í hönnuninni.

Hægt er að lækka rúmið niður úr loftinu með fjarstýringu, sem sparar gríðarlega mikið pláss.

Hér að neðan má sjá yfirferðina um eign Kari.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.