Handbolti

Guðjón Valur og félagar komnir í undanúrslit

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Guðjón Valur getur orðið bikarmeistari í Frakklandi.
Guðjón Valur getur orðið bikarmeistari í Frakklandi. vísir/getty

Guðjón Valur Sigurðsson var ekki á meðal markaskorara hjá Paris Saint-Germain sem vann Montpellier, 34-30, í 8-liða úrslitum frönsku bikarkeppninnar í handbolta í kvöld.

Pólski línumaðurinn Kamil Syprzak var markahæstur í liði PSG með níu mörk. Parísarliðið var sjö mörkum yfir í hálfleik, 19-12.

Aron Dagur Pálsson skoraði eitt mark fyrir Alingsås sem vann Ystads, 25-31, í sænsku úrvalsdeildinni.

Aron Dagur og félagar eru með þriggja stiga forskot á toppi deildarinnar. Þeir hafa unnið sjö leiki í röð.

Íslendingarnir hjá Bergischer skoruðu samtals sex mörk þegar liðið laut í lægra haldi fyrir Balingen-Weilstetten, 29-27.

Ragnar Jóhannsson skoraði fjögur mörk og Arnór Þór Gunnarsson tvö. Bergischer er í 9. sæti deildarinnar. Oddur Gretarsson lék ekki með Balingen sem er í 12. sæti.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.