Körfubolti

Jón Axel tilnefndur til verðlauna sem Jordan, Abdul-Jabbar og Bird hafa fengið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jón Axel er á sínu fjórða og síðasta ári hjá Davidson.
Jón Axel er á sínu fjórða og síðasta ári hjá Davidson. vísir/getty
Jón Axel Guðmundsson, leikmaður Davidson, er einn þeirra sem geta unnið Oscar Robertson bikarinn sem veittur er besta leikmanninum í háskólakörfuboltanum í Bandaríkjunum.Frá tímabilinu 1958-59 hafa samtök íþróttafréttamanna sem sérhæfa sig í körfubolta valið besta leikmanninn í bandaríska háskólaboltanum. Verðlaunin voru nefnd í höfuðið á Oscar Robertsson, fyrsta handhafa þeirra, árið 1998.Jón Axel er á lokaári sínu hjá Davidson. Á síðasta tímabili var hann valinn besti leikmaður Atlantic 10 deildarinnar.Grindvíkingurinn er einn af 46 á lista yfir þá leikmenn í háskólaboltanum sem körfuboltaáhugafólk ætti að fylgjast með í vetur. Listann má sjá með því að smella hér.Nýr listi verður gefinn út í janúar og í mars kemur svo í ljós hvaða leikmenn fengu atkvæði í kjörinu.Zion Williamson fékk Oscar Robertson bikarinn í fyrra. Hann var valinn fyrstur í nýliðavali NBA-deildarinnar í sumar.Margir af bestu körfuboltamönnum allra hafa fengið verðlaunin, þ.á.m. Michael Jordan, Kareem Abdul-Jabbar, Larry Bird og Tim Duncan.

Zion Williamson með Oscar Robertson og bikarinn sem er nefndur eftir honum.vísir/getty

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.