Körfubolti

Jón Axel tilnefndur til verðlauna sem Jordan, Abdul-Jabbar og Bird hafa fengið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jón Axel er á sínu fjórða og síðasta ári hjá Davidson.
Jón Axel er á sínu fjórða og síðasta ári hjá Davidson. vísir/getty

Jón Axel Guðmundsson, leikmaður Davidson, er einn þeirra sem geta unnið Oscar Robertson bikarinn sem veittur er besta leikmanninum í háskólakörfuboltanum í Bandaríkjunum.


Frá tímabilinu 1958-59 hafa samtök íþróttafréttamanna sem sérhæfa sig í körfubolta valið besta leikmanninn í bandaríska háskólaboltanum. Verðlaunin voru nefnd í höfuðið á Oscar Robertsson, fyrsta handhafa þeirra, árið 1998.

Jón Axel er á lokaári sínu hjá Davidson. Á síðasta tímabili var hann valinn besti leikmaður Atlantic 10 deildarinnar.

Grindvíkingurinn er einn af 46 á lista yfir þá leikmenn í háskólaboltanum sem körfuboltaáhugafólk ætti að fylgjast með í vetur. Listann má sjá með því að smella hér.

Nýr listi verður gefinn út í janúar og í mars kemur svo í ljós hvaða leikmenn fengu atkvæði í kjörinu.

Zion Williamson fékk Oscar Robertson bikarinn í fyrra. Hann var valinn fyrstur í nýliðavali NBA-deildarinnar í sumar.

Margir af bestu körfuboltamönnum allra hafa fengið verðlaunin, þ.á.m. Michael Jordan, Kareem Abdul-Jabbar, Larry Bird og Tim Duncan.

Zion Williamson með Oscar Robertson og bikarinn sem er nefndur eftir honum. vísir/getty


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.