Körfubolti

LeBron og Davis með 70 stig gegn Port­land | Mynd­bönd

Anton Ingi Leifsson skrifar
Davis og LeBron fagna í nótt.
Davis og LeBron fagna í nótt. vísir/getty

LeBron James og Anthony Davis voru í stuði er LA Lakers komst vann sinn þriðja leik í röð og 20. leik í vetur er liðið vann 136-113 sigur á Portland á útivelli.

Lakers var fimmtán stigum yfir í hálfleik og var sigurinn aldrei í hættu en strákarnir frá borg englanna unnu alla fjóra leikhlutana í leiknum. Leikinn svo að lokum með 23 stigum.

Anthony Davis var stigahæstur í liði Lakers með 39 stig en að auki tók hann níu fráköst. Anthony Davis gerði 31 stig, tók sjö fráköst og gaf átta stoðsendingar.

Damian Lillard var stigahæstur í liði Portland með 29 stig. Þar að auki tók hann sjö fráköst og gaf átta stoðsendingar en Portland hefur einungis unnið níu af fyrstu 23 leikjunum.
Öll úrslit næturinnar:
Orlando - Cleveland 93-87
Indiana - Detroit 101-108
Brooklyn - Charlotte 111-104
Denver - Boston 95-108
Golden State - Chicago 100-98
Washington - Miami 103-112
Minnesota - Oklahomaa 127-139
LA Clippers - Milwaukee 91-119
Sacramento - San Antonio 104-105
LA Lakers - Portland 136-113

NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.