Körfubolti

Keflavík í 8-liða úrslit eftir sigur á grönnum sínum

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Hjalti ræðir við sína menn í kvöld.
Hjalti ræðir við sína menn í kvöld. vísir/daníel

Síðasti leikur 16-liða úrslita Geysisbikars karla var af stærri gerðinni þar sem nágrannaliðin Njarðvík og Keflavík áttust við í Njarðvík.

Leikurinn var bráðskemmtilegur og nokkuð jafnræði með liðunum lengstum en Njarðvíkingar höfðu tveggja stiga forystu í leikhléi. 

Keflvíkingar komu ákveðnir inn í síðari hálfleikinn og voru betri í þriðja leikhluta sem lagði svo grunninn að fimm stiga sigri gestanna, 68-73.

Athygli vekur að aðeins fimm leikmenn Keflavíkur komust á blað. Erlendu leikmennirnir sáu nær eingöngu um stigaskorun; Khalil Ahmad (29 stig), Dominyikas Milka (25 stig), Deane Williams (12 stig) og Reggie Dupree (6 stig). Sá síðastnefndi reyndar með íslenskan ríkisborgararétt en að auki gerði Ágúst Orrason 1 stig.

Wayne Martin var atkvæðamestur heimamanna með 14 stig en Chaz Williams og Kristinn Pálsson með 12 stig hvor.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.