Handbolti

Danir og Serbar unnu bæði og hjálpaðu Þóri og norsku stelpunum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sandra Toft hefur átt frábært heimsmeistaramót.
Sandra Toft hefur átt frábært heimsmeistaramót. Getty/ Baptiste Fernandez

Þetta er þegar orðinn góður dagur fyrir norska kvennalandsliðið á HM í kvenna í handbolta í Japan þrátt fyrir að liðið sé enn ekki búið að spila sinn leik. Úrslitin í fyrstu tveimur leikjum dagsins í milliriðli eitt voru mjög hagstæð fyrir Þórir Hergeirsson og norsku stelpurnar.

Danmörk og Serbía unnu bæði leiki sína og fyrir vikið er milliriðill eitt kominn í einn hnapp. Noregur getur hins vegar, þökk sé þessum úrslitum, komist í efsta sætið með sigri í sínum leik seinna í dag.

Danir hjálpuðu ekki aðeins Noregi heldur unnu dönsku stelpurnar einnig lífsnauðsynlegan sigur ætli þær að leika um verðlaun á heimsmeistaramótinu. Danir unnu 27-24 sigur á Hollandi og eiga enn smá von á sæti í undanúrslitunum. Dönsku stelpurnar eru líka að berjast um að komast á Ólympíuleikanna í Tókýó á næsta ári.

Holland hafði unnið Noreg í riðlakeppninni en Norðmenn unn síðan Danmörk í fyrsta leik sínum í milliriðlinum.

Sandra Toft, markvörður danska landsliðsins, átti enn einn stórleikinn og var valinn besti maður vallarins. Toft varði 20 skot í dag eða 45 prósent skotanna sem komu á hana. Anne Mette Hansen var markahæst í danska liðinu með fimm mörk.

Serbnesku stelpurnar komu stigalausar inn í milliriðil en hafa unnið tvo fyrstu leiki sína í milliriðli.
Kristina Liscevic tryggði liðinu 29-28 sigur á Þýskalandi í dag. Sigurmarkið kom úr vítakasti þegar nokkrar sekúndur voru eftir.

Þýsku stelpurnar voru á toppnum eftir fyrstu umferð milliriðilsins en þessi sigrar Serba og Dana gera lokaumferðina í milliriðlinum afar spennandi. Úrslitin hjálpa líka Norðmönnum sem geta komist á toppinn með sigri á Suður Kóreu seinna í dag.

Úrslitin í milliriðli eitt í dag:

Þýskaland - Serbía 28-29
Danmörk - Holland 27-24
Suður Kórea - Noregur  Klukkan 11.00

Stig þjóðanna í milliriðli eitt:
Þýskaland 5 stig
Holland 4
Noregur 4
Serbía 4
Danmörku  3
Suður Kórea 2Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.