Handbolti

FH-ingar hafa ekki tapað á Hlíðarenda í 37 mánuði

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það hefur verið hart tekist á í leikjum Vals og FH og hér hefur Valsmaðurinn Róbert Aron Hostert fengið að finna fyrir því.
Það hefur verið hart tekist á í leikjum Vals og FH og hér hefur Valsmaðurinn Róbert Aron Hostert fengið að finna fyrir því. Vísir/Vilhelm

FH-ingar kunna greinilega vel við sig á Hlíðarenda þar sem þeir verða í eldlínunni í kvöld þegar Valsmenn taka á móti FH í lokaleik þrettándu umferðar Olís deildar karla í handbolta.Stöð 2 Sport sýnir leik Vals og FH beint en bæði lið eiga möguleika á því að hoppa upp í þriðja sætið í töflunni. FH er í 4. sæti, einu stigi á eftir Selfossi (3. sæti) en Valur er í 6. sæti, tveimur stigum á eftir Selfossi.FH vann þriggja marka sigur á Val, 26-23, í fyrri leiknum í Kaplakrika sem fór fram um miðjan september.Valsmenn voru þá í vandræðum en hafa síðan komist á flug og unnu sinn sjötta leik í röð í síðustu umferð. FH vann aftur á móti sannfærandi sigur á heimavelli Íslandsmeistara Selfoss í síðasta leik sínum.FH-ingar hafa ekki tapað í síðustu fimm heimsóknum sínum á Hlíðarenda en síðasti leikur liðanna í Origo höllinni endaði með 28-28 jafntefli í fyrra. Þar á undan höfðu FH-ingar unnið fjóra leiki í röð í Valsheimilinu.Valur hefur ekki unnið heimaleik á móti FH síðan 10. nóvember 2016 eða í rétt tæpa 37 mánuði. Valur vann þá 30-29 sigur í hörku leik þar sem Vignir Stefánsson skoraði sigurmarkið og Hlynur Morthens varði lokaskot FH-inga.Á þeim þremur árum sem eru liðin síðan þá eru FH-ingar taplausir og 23 mörk í plús í fimm leikjum sínum á Hlíðarenda.Nú reynir á það í kvöld hvort FH-ingar kunnu ennþá svona vel á Valsmenn á þeirra eigin heimavelli. Leikurinn hefst klukkan 19.30 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.Síðustu leikir Vals og FH á Hlíðarenda á Íslandsmótinu í handbolta:

19. nóvember 2018 - Jafntefli (28-28)

22. október 2017 - FH sigur (33-21)

18. maí 2017 - FH sigur (30-25)

13. maí 2017 - FH sigur (28-25)

2. mars 2017 - FH sigur (26-23)

10. nóvember 2016 - Valssigur (30-29)
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.