Handbolti

Stórsigur norsku stelpnanna kom þeim á toppinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stine Bredal Oftedal fór fyrir sínu liði í dag.
Stine Bredal Oftedal fór fyrir sínu liði í dag. EPA-EFE/HIROSHI YAMAMURA

Þórir Hergeirsson og stelpurnar hans í norska kvennahandboltalandsliðinu, stigu í dag stórt skref í átt að undanúrslitum á enn einu heimsmeistaramótinu.

Noregur er komið upp í efsta sætið í sínum milliriðli eftir sannfærandi ellefu marka sigur á Suður Kóreu, 36-25, á HM kvenna handbolta í Japan.

Norsku stelpurnar hafa unnið tvo fyrstu leikina sína í milliriðlinum og önnur úrslit í dag sáu til þess að norska liðið gat komist á toppinn sem þær nýttu sér.

Noregur hefur sex stig fyrir lokaumferðina í milliriðlinum og nægir þar jafntefli á móti Þýskalandi til að tryggja sér sæti undanúrslitum keppninnar.

Stine Bredal Oftedal var markahæst í norska landsliðinu með sjö mörk og var valinn best á vellinum í leikslok en hún gaf einnig níu stoðsendingar í leiknum.

Sigur norska liðsins var aldrei í hættu eftir að þær breyttu stöðunni úr 1-3 í 10-5 í fyrri hálfleik og munurinn var orðinn tíu mörk í hálfleik, 20-10.

Kóresku stelpurnar náðu muninum niður í fimm mörk í seinni hálfleik, 25-20, en nær komust þeir ekki.


Úrslitin í milliriðli eitt í dag:
Þýskaland - Serbía 28-29
Danmörk - Holland 27-24
Suður Kórea - Noregur 25-36

Staðan í milliriðli eitt fyrir lokaumferðina:
Noregur 6
Þýskaland 5
Holland 4
Serbía 4
Danmörk 3
Suður-Kórea 2Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.